Kjarorkuárásir "til öryggis"?

Á 72ja ára afmæli fyrstu beitingu kjarnorkuvopna vekur núverandi staða á sama svæði óhug, vegna þess að það valdatafl sem stundað var í ágústbyrjun 1945 minnir óhugnanlega á það valdatafl sem nú er stundað. 

Í ágústbyrjun 1945 var Japan í raun sigrað. Bandarískar sprengjuflugvélar flugu að vild yfir japanaksar borgir vegna þess að búið var að eyða flugher Japana og þeir orðnir eldsneytislausir. 

Keisarinn horfði upp á Tokyo í logum og vissi að svipað háttaði til um flestar aðrar borgir. 

Hann hafði vikurnar á undan þreifað fyrir sér um uppgjafarsamninga með því að snúa sér á laun til Rússa um það, en síðar hefur upplýst, að Rússar höfðu í raun engan áhuga á friði nákvæmlega þá, heldur ætluðu sér að nýta sér samkomulag Bandamanna um að eftir stríðslok í Evrópu segðu þeir Japönum stríð á hendur, því að griðasattmáli hafði verið í gildi allt stríðið á milli Rússa og Japana. 

Rússar sáu nú tækifæri til að seilast til þess að ná til sín vænum hlut af kökunni, sem Kanar voru að skera fyrir sig. 

Við þessar aðstæður hentaði það Bandaríkjamönnum að sýna umheiminum kjarnorkumátt sinn og var það gert á þeim forsendum að mörg hundruð bandarískir hermenn myndu falla í innrás í Japan.

Japanskir hermenn hefðu sýnt slíka fádæma hörku í bardögum í stríðinu, að við slíku yrði að búast og því væri réttara að gera kjarnorkuárásir á landið "til öryggis".  

Á síðari tímum hefur það verið dregið í efa að Japanir hefðu haft nokkurn mátt til að valda slíku mannfalli hjá Bandaríkjamönnum, og hafa upplýsingar um þreifingar keisarans 1945 styrkt þá skoðun.

Undanfari kjarnorkuárásanna 1945 var orðalag yfirlýsingar Trumans Bandaríkjaforseta um "eld og brennistein af því tagi sem heimurinn hefði aldrei áður séð".

Nú er það Trump sem flytur svipaða yfirlýsingu, óhugnanlega líka yfirlýsingu Trumans.

Munurinn á ástandi nú og 1945 getur legið í því að þá sé rétt að Norður-Kóreumenn eigi 60 kjarnorkusprengjur.

Bandaríkjamenn áttu aðeins sínar allra fyrstu sprengjur 1945 og komust ekki í 60 sprengjur fyrr en 1948.

Línurnar núna er líka óskýrari hvað varðar hugsanlegar aðgerðir annarra þjóða en Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna.

Kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna og Rússa eru talin í þúsundum og sprengjurnar margar hverjar hundrað sinnum og allt upp í 500 sinnum öflugri en sprengjurnar, sem eyddu Hiroshima og Nagasaki.

Auk þess er Kína kjarnorkuveldi sem á landamæri að Norður-Kóreu.

Kjarnorkuvopn almennt eru lúmskasta og mesta ógn mannkynsins, því að í stað þess að hægt sé að treysta svonefnt "ógnarjafnvægi" kemur hvað eftir annað í ljós hvílík firra tilvist þeirra og svonefndrar MAD-kenningu (GAGA) er og veldur sífelldum vandræðum.  

Leiðtogar Norður-Kóreu eru óútreiknanlegir og gætu þess vegna hyllst til þess að gera kjarnorkuárásir "til öryggis".

Að minnsta kosti fullyrða þeir aftur og aftur að þeir séu eingöngu að stefna að kjarnorkuherafla til þess að "tryggja öryggi sitt gagnvart óviðunandi hótunum og fjandskap oBandaríkjamanna."

Í Kóreustríðinu 1950-53 vildi Douglas McArthur yfirhershöfðingi beita kjarnorkuvopnum en Truman greip til þess ráða að reka hann, sem var einstæð aðgerð gagnvart svo valdamiklum og frægum yfirhershöfðingja.

Þetta var rétt ákvörðun hjá Truman, því að beiting kjarnorkuvopna gegn Norður-Kóremönnum og Kínverjum hefði skapað óviðunandi hættu á allsherjar kjarnorkustríði Bandaríkjamanna og Rússa.

Nú er hins vegar við völd Bandaríkjaforseti sem erfiðara er að treysta til skynsamlegra gjörða en nokkrum öðrum Bandaríkjaforseta á Atómöld. 


mbl.is Hóta eldflaugaárásum á Guam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að þú værir FRAMKV.ST.SAMEINUÐUÞJÓÐANNA hvað myndir þú þá leggja til.

1.Að BANDAMENN eyðileggðu öll hernaðartól í N-Koreu með venjulegum sprengjum án kjarnorku? (og þá væri hætta á stórri gagn-árás frá N-kóreu).

2.Að reyna að lama landið sem mest með 1 kjarnorkusprengju til að geta komið í veg fyrir gagnárás?

3.Að leyfa brjálæðingnum í N-Kóreu að leika sér áfram að eldinum, ögra ÖRYGGSRÁÐINU og þar með allri heimsbyggðinni?

------------------------------------------------------------------------

Það eru engir kostir góðir í stöðunni; það kemur að því að einhver þurfi að "höggva á hnútinn" þessu tengdu og þá væri best að fram.kv.stjóri SAMEINUÐU-ÞJÓÐANNA gerði það.

Hver væri t.d. ábyrgð framkv.st.SAMEINUÐU-ÞJÓÐANNA ef að N-kórea skaðaði einhverjar þjóðir með sínum eldflaugum?

Lögreglan á Íslandi leyfir t.d. ekki mönnum að ganga um með byssur nema að þeir hafi byssuleyfi.

Jón Þórhallsson, 9.8.2017 kl. 10:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Loftárásir á borgir eru aldrei réttlætanlegar.

Enginn var, er eða verður "hetja" af því að gera loftárásir á borgir.


Harla einkennilegt að réttlæta fjöldamorð á óvopnuðu fólki með því að þannig hafi einhverjum öðrum verið bjargað.

Bandaríkin voru að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 12:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 12:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Within the first two to four months of the bombings, the acute effects killed 90,000-166,000 people in Hiroshima and 60,000-80,000 in Nagasaki, with roughly half of the deaths in each city occurring on the first day.

The Hiroshima prefecture health department estimated that, of the people who died on the day of the explosion, 60% died from flash or flame burns, 30% from falling debris and 10% from other causes.

During the following months, large numbers died from the effect of burns, radiation sickness, and other injuries, compounded by illness.

In a US estimate of the total immediate and short term cause of death, 15-20% died from radiation sickness, 20-30% from burns, and 50-60% from other injuries, compounded by illness.

In both cities, most of the dead were civilians
, although Hiroshima had a sizeable garrison."

The atomic bombings of Hiroshima and Nagasaki

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 12:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aerial bombing against civilian cities was not a new phenomenon; the British had already experienced such raids in WWI conducted by German Zeppelins.

However, the advance in aircraft technology brought bombing to a new level."

"As the war progressed heavy bombers such as the British Avro Lancaster bombers made their entrances in the war and carpet bombing entire industrial cities with their great payloads."

"The lack of accuracy for these bombing missions often inflicted damage to non-military areas; the Allies knew it, but felt it was an inevitable part of war.

Some precisely used this tactic against Germany, such as Royal Air Force Bomber Command's Air Marshal Arthur Harris.

His area bombing campaigns were meant to demoralize the German population, but it became a matter of controversy immediately following the war as his campaigns were accused of being terror bombing."

The aerial bombings of Hamburg, Dresden, and other cities 1942-1945

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 12:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það var dýrlegur sumarmorgunn 6. ágúst og ég var að leggja af stað í skólann.

Þegar ég kom fram í stigaganginn sundraðist allt umhverfis mig í ægibjörtu ljósi.

Allt hrundi í kringum mig og ég grófst undir spýtnabraki og glerbrotum.

Þegar ég kom aftur til meðvitundar hélt ég að komin væri nótt því niðamyrkur var en ég gat greint sólina sem hvíta kúlu.

Og á leiðinni brott sá ég skaðbrennd lík liggja eins og hráviði í skólagarðinum.
"

Kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 12:21

7 identicon

Eitt er afleiðing af kjarnorkusprengjunni.

Annað er afleiðing af framleiðslu hennar.

Nagasakísprengjan var framleidd í Hanford, Washington state, suðaustur af Seattle.

Það er líklega eitt mengaðasta svæði vesturheims af geislavikum efnum.

Þar ku vara 177 neðanjarðartankar sem innihalda 54þúsund gallon (USG er ca 3,7 lítrar) af skelfilegum afurðum framleiðslunnar.

6 eða tíu tankar leka nú þegar.  Columbia river er skammt undan. Bechtel verktakafyrirtækið hefur nánast áskrift á verkefnum, nú við að reisa glerjunarverksmiðju (vitrification plant) sem ætluð er að gera kleift að glerja gumsið og þannig hindra að það geti lekið.

Leitið og þér munuð finna.   "Mainstream media" fjallar ekki um svona.

Elló

Elló (IP-tala skráð) 9.8.2017 kl. 18:29

8 identicon

Það var ekki bara mannfall hermanna sem bandamenn hugsuðu út í heldur mannfall almennra borgara, ekki vegna vopna heldur sjálfsmorða.

Orustan um okinava var skuggaleg en það sem gerði bandamenn orðlausa var þegar þúsundir óbreyttra borgara hljóp fyrir björg í stað þess að gefast upp og reiknuðu allir réttilega með að orustan um japan yrði margfallt óhugnarlegri og mannfallið skelfilegt.

Keisarinn hafði takmörkuð völd við lok stríðsins heldur hafði harðskeitt herforingjaráð tryggt sér nánast öll völd þótt vissulega hefði keisarinn lokaákvörðunarvægi líkt og ávalt.

eftir tvær kjarnorkusprengjur þá vildi herforingjaráðið halda stríðinu áfram en keisarinn hafði fengið nóg og stöðvaði þessa geðveiki.

mannfall vegna eldsprengjuárása bandamanna var meira en mannfall vegna kjarnorkusprengjanna, það dóu yfir 100 þús manns eina nótt í tokyó vegna eldsprengjanna ef ég man rétt.... 100 þúsund látnir eftir eina nótt.. hvorug kjarnorkusprengjan náði þessu mannfalli.

ég er samt á því að notkun kjarnorkusprengjanna hafi fyrst og fremst verið sýnidæmi um mátt bandamanna til að halda rússum á sínum stað...

Runar Julius Smarason (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband