Ísland 1992: Náttúran njóti vafans. Ísland 2017: Náttúran njóti ekki vafans.

Það má deila fram og aftur um mat Hafrannsóknarstofnunar á stórfelldu sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. 

Hitt er merkilegra að málsmetandi menn, þeirra á meðal fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sem ætti að þekkja helstu alþjóðlegu skuldbindingar Íslands, segja núna blátt áfram að þegar vafi leiki á um umhverfisáhrif, skuli fólkið en ekki náttúran njóta vafans. 

1992 skrifaði nefnilega Ísland undir Ríó-sáttmálann þar sem eitt af helstu atriðunum er að þegar vafi leikur á um umhverfisáhrif framkvæmda, skuli náttúran láta njóta vafans.

Leiðtogar þjóða heims höfðu fyrir augunum of mörg stórfelld umhverfisslys um allan heim, sem höfðu orðið vegna þess að náttúran var ekki látin njóta vafans.

Þess vegna skrifaði Eiður Guðnason, þáverandi umhverfisráðherra, undir sáttmálann ásamt öðrum ráðamönnum þjóðanna.  

En þetta reyndust aðeins orð á pappír, því að alla tíð síðan hefur hið gagnstæða verið iðkað hér á landi þótt menn hafi í orði kveðnu talað um alþjóðlegar skuldbindingar okkar. 

Og eftir 25 ár af slíku er nú verið að taka af skarið og engu leynt í því efni: Ef vafi leikur á um áhrif framkvæmda á náttúru og umhverfi, skal fólkið, þ. e. framkvæmandinn njóta vafans, en ekki náttúran. 

Leiðin liggur sem sé aftur á bak í þessum efnum um aldarfjórðung ef þetta verður yfirlýst opinber stefna í umhverfismálum hér á landi. 


mbl.is Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Þessi setning er að verða að klisju, að náttúran eigi að njóta vafans.  Þarna eru menn að sýna fram á það með gögnum að það er enginn vafi.  Margar þessara veiðiáa eru manngerðar, þar er búið að sleppa löxum af ýmsum stofnum og útbúa einhvern kokteil af stofni sem nú skal vernda, en flestar þessara áa eru háðar því að laxi sé sleppt í þær til þess að þar veiðist eitthvað.  Ef menn eru samkvæmir sjálfum sér hljóta menn að vilja banna allar sleppingar og framkvæmdir við laxastiga þar sem það hefur áhrif á búsvæði villtra bleikjustofna og urriða.  En kannski eiga ekki allar tegundir að "njóta vafans", bara sumar.

S Kristján Ingimarsson, 10.8.2017 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband