Þeir borgi sem nota. Það þarf ekki svona stóra bíla.

Til er kenningin um það að þeir borgi sem nota. Sjá má merki um hana víða um lönd. Þeir sem vilja nota dýr ný mannvirki á borð við hraðbrautir og jarðgöng borga beint fyrir þau afnot. 

Kostnaðurinn við það að eiga stóra bíla kemur meðal annars fram í því hvað þeir þurfa mikið rými, sem þarf að malbika. 

Sem dæmi má nefna að ef meðallengd bíla minnkaði um einn metra, úr 4,60 niður í 3,60 myndi rýmið sem 100 þúsund bílar á Miklubrautinni tekur á hverjum degi minnka um sem svaraði 100 kílómetrum. 

Með öðrum orðum: Á hverjum degi myndu alls 100 kílómetrar samtals verða auðir sem annars efru þaktir bílum. 

Á markaðnum er gnægð bíla, sem eru um 3,60 metrar að lengd, taka 4-5 manns, eru með 200-250 lítra farangursrými, ná 160-200 kílómetra hraða og eru frá 13 niður í 10 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. 

Hafa um 1,30 metra breidd frammi í, sem er meira en 40 sm meiri breidd en er að meðaltali í farþegaþotum. 

Eyðslan í raun getur komist niður í allt að 5 lítra á hundraðið á þjóðvegum, og er þó ekki um að ræða kostnað vegna dýrra dísilvéla, sem eyða enn minna, né það að nota forþjöppu. 

Árum saman hafa verið framleiddir í Rúmeníu bílar í verðflokki Yaris, sem taka sjö í sæti og henta vel fyrir barnafjölskyldur, og eftir áralanga tregðu Íslendinga gegn því að kaupa slíka bíla, hefur mýtunni um "ónýta Austur-Evrópbíla loks verið eytt með Dacia Duster. 

Í Japan er þeim bílum ívilnað, sem eru styttri en 3,40 og mjórri en 1,48, og þarf ekki annað en að líta á Daihatsu Cuore til þess að sjá að slíkir bílar bjóða upp á nægt rými fyrir allt venjulegt fólk. 

En án þessarar ívilnunarreglu hefðu umferðarvandamál Japana orði óleysanleg. 


mbl.is Breytt vörugjöld breyta bílasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"þeir borgi sem nota" má ekki að heimfæra það upp á fleira t.d. RUV og alskyns gæluverkefni sem Borgin lætur útsvarsgreiðendur blæða fyrir

Borgari (IP-tala skráð) 11.8.2017 kl. 08:29

2 identicon

Því dýrara sem það er að eiga bíl (ekki nota) því erfiðara er að eiga tvo (eða fleiri) bíla t.d. stóran sem þarf að nota einstaka sinnum og lítinn til að nota þess á milli. Niðurstaðan er því oft að þeim litla er sleppt því að menn telja sig þurfa þann stærri og finnst of dýrt að eiga tvo. Hversu stóra menn svo þurfa í raun er ekki hægt að ákveða fyrir aðra, bara sjálfan sig (þó það sé sjálfsagt að hvetja menn til að íhuga hversu stóra bíla þeir raunverulega þurfa).

Það er svo allt annað þar sem vegakerfið og vegaþjónusta er með öðrum hætti en hér á höfuðborgarsvæðinu. 

Hins vegar eru eldsneytisgjöldin talsverð og því er það þannig að þeir borga sem nota.

ls (IP-tala skráð) 11.8.2017 kl. 09:42

3 identicon

Bílar, eru verkfæri "samgangna".  Að hefta samgöngur, er sama og að gera vörur og þjónustu dýrari.

Þetta ættir meira að segja þú, Ómar, að sjá fyrir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.8.2017 kl. 10:34

4 identicon

"Þeir borga sem nota" skal heimfæra upp á RÚV segir í ummælum. Á það líka að gilda um símfóníuhljómsveitina, þjóðleikhúsið, skóla, heilsu- og löggæslu, þjóðkirkjuna, samgöngur etc? Kapítalismi andskotans og andleysingja.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2017 kl. 10:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stór hluti útvarpsgjaldsins hefur farið í annað en rekstur Ríkisútvarpsins og bifreiðaskatta í annað en vegakerfið.

8.10.2014:

""Þetta hefur verið um hálfur milljarður króna á ári sem ríkið hefur haldið eftir af útvarpsgjaldinu og nýtt í önnur verkefni.

Ef svo væri ekki og Ríkisútvarpið hefði fengið útvarpsgjaldið óskert dygði það til," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri."

Óskert útvarpsgjald dygði til

Þorsteinn Briem, 11.8.2017 kl. 12:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til að standa undir þeirri þjónustu sem kveðið er á um í lögum og þjónustusamningi skal Ríkisútvarpið fá svokallað útvarpsgjald til að standa straum af starfsemi sinni en gjaldið greiða landsmenn á aldrinum 18-70 ára og lögaðilar.

Ríkisskattstjóri leggur útvarpsgjaldið á samhliða álagningu opinberra gjalda. Útvarpsgjaldið var 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið tók hluta þess og nýtti í önnur og óskyld verkefni eins og árin á undan.

Útvarpsgjaldið lækkar í 17.800 kr árið 2015 og áformað er að það lækki enn frekar, niður í 16.400 kr árið 2016. Þjónustutekjur RÚV hafa lækkað mikið að raunvirði á undanförnum árum og útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu mun fjölmennari."

Útvarpsgjaldið og fjármál RÚV

Þorsteinn Briem, 11.8.2017 kl. 12:32

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem aldrei aka bifreiðum á götum og vegum greiða einnig fyrir gerð þeirra og viðhald með sköttum sínum, til að mynda virðisaukaskatti, tekjuskatti og útsvari, enda eru þar miklir vöruflutningar.

Ekki mæðir nú mikið á vegum og götum vegna hjólreiða og því fleiri sem hjóla því minna viðhald þurfa götur og vegir.

Allir nota gangstéttir og mikill og dýr innflutningur á bensíni sparast með notkun reiðhjóla í stað bensínbíla. Og engin mengun er vegna hjólreiða.

Þorsteinn Briem, 11.8.2017 kl. 12:35

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2012:

"Tekjur hins opinbera af bifreiðum og umferð voru um 50 milljarðar á síðasta ári en útgjöld til vegamála voru hins vegar tæplega 15 milljarðar samkvæmt fjárlögum síðasta árs, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB."

Þorsteinn Briem, 11.8.2017 kl. 12:44

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Samkvæmt þessu er hægt að stytta Miklubraut um 100 kílómetra, eða með öðrum orðum, láta hana bókstaflega hverfa, ef bílarnir eru aðeins nógu smáir? Undarleg rök, í meira lagi.

 Það er hinsvegar alveg rétt að vel er hægt að komast af með smærri bíla. Þó verður að líta til öryggis farþega í þessum smærri bílum. Það setur að manni hroll, í hvert sinn er maður sér aftursætisfarþega í þessum dauðadollum, þar sem aðeins 20-30 sentímetrar eru í höfuð þeirra, frá afturenda bílsins. Við harða aftanákeyrslu þarf ekki að spyrja að leikslokum. Jafnvel þó smábíll aki aftan á annan smábíl. 

 Hvar draga á mörkin verður sennilega endalaust hægt að rífast um. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2017 kl. 04:59

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þeir sem halda því fram að reka eigi alla í stræ-dó, á reiðhjól, eða labb, til allra sinna daglegu erinda á Íslandi, árið um kring, geta varla búið í meira en þúsund metra fjarlægð frá heinili borgarstjórans eða skipulagsstjóra borgarinnar. Í besta falli erlendis.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2017 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband