Varla hægt að hugsa sér meiri vonbrigði.

Í gamla daga tók ég þátt í nokkrum boðhlaupum, og voru sum þeirra ærið skrautleg og gerð ferleg mistök, svo að maður gekk af vellinum eins og lúbarinn hundur.

En eitt þessara boðhlaupa, á drengjameistaramóti 1958, var þó öðruvísi og veitti dýrmæta reynslu.

Þessi mótsdagur var einn af þessum dögum þegar allt gengur upp og skyndilega urðu þrir gullpeningar afraksturinn.

En einn þeirra bar þó af, 4x100 metra boðhlaupið.

Því er ég að segja frá þessu, af því að það gefur vonandi smá innsýn í það, hvers eðlis það var, sem gerðist í 4x100 metra boðhlaupi karla á HM í fyrradag.   

Líklega er ekkert eins stórkostlegt í frjálsum íþróttum og að vera trúað fyrir lokasprettinum í 4x100 metra boðhlaupi, taka við keflinu með nokkra keppinauta á undan sér, draga þá uppi og skila sveitinni sem sigurvegara. 

Ef þetta tekst, sameinast það besta úr flokkaíþrótt og einstaklingsíþrótt. 

Keflið sjálft hefur dáleiðandi áhrif þar sem það rís upp beint fyrir framan mann í hverju skrefi, - það er eins og það dragi mann áfram. Ógleymanleg og ólýsaleg tilfinning. 

Að sama skapi er varla hægt að hugsa sér meiri vonbrigði en að mistakast, - og ekki bara það, heldur enda allan feril sinn með því að togna eða frá krampa sem fellir alla boðhlaupssveitina á einu augabragði. 

Usain Bolt sýndi með ummælum sínum eftir hinar greypilegu ófarir, hve þroskaður persónuleiki hann er og hve mikið fordæmi Muhammad Ali gaf á sínum tíma með því hvernig hann tókst á við sár vonbrigði og niðurlægingu ósigra á sínum ferli, vann úr þeim og sýndi úr hverju sannur meistari er gerður. 


mbl.is „Ég var að kveðja allt saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband