Hverjir stökkva á innflytjendamálin og múslimana?

Í borgarstjórnarkosningunum 2014 stökk Framsóknarflokkurinn á flugvallarmálið og múslimamálið og hafði um þrefalda fylgisaukningu upp úr krafsinu ef ég man rétt. 

Þetta þurfti ekki langan aðdraganda, gerðist nokkrum vikum fyrir kosningar. 

Svipað gerðist hjá Frjálslynda flokknum 2007 þegar Jón Magnússon og fleiri gerðu innflytjendamálin að aðalmáli þess framboðs inan við þremur mánuðum fyrir Alþingiskosningarnar það vor. 

Nú er svo að heyra á Framsóknarfólki í Reykjavík, að minnsta kosti um sinn, að eins konar andúð á múslimum og innflytjendum verði ekki áfram við lýði í aðdraganda næstu kosninga.

En hvað mun þá gerast á næstu útmánuðum? 

Það sést á tryggum lesendahópi bloggíðna, þar sem jafnvel er bloggað um múslima dag eftir dag, og einnig víðar á netinu og útvarpsrásum, að það er jarðvegur hjá talsverðum hluta kjósenda fyrir því að gera múslima og innflytjendur að fyrirferðarmiklu máli. 

Í flokki fólksins má greina, að þar er rætt í innsta hring um það, hvaða afstöðu flokkurinn eigi að taka í þessum málum sérstaklega. 

Það er eðlilegt að slíkt sé skoðað hjá nýju framboði, því að reynslan sýnir að með því má laða til fylgis við framboðið ákveðnn markhóp, sem kannski myndi annars fara yfir á önnur smærri framboð og róta upp í fylginu "á jaðrinum". 

Það verður fróðlegt að sjá hvað Sveinbjörn Birna Sveinbjörnsdóttir gerir í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. 

Kannski hefur hún fengið sig fullsadda af pólitíkinni, en í ljósi þess sem að ofan er rakið, er heldur aldrei að vita nema að hún finni sér stað fyrir málflutning sinn, jafnvel tiltölulega skömmu fyrir kosningar, eins og hún gerði fyrir tæppum fjórum árum. 

 


mbl.is Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kýs hana þar sem hún fer.

GB (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 00:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 00:06

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi meirihluti hefur staðið sig gjörsamlega hraksmánarlega, t.d. í gatnamálum, leikskólamálum, flugvallarmálinu o.fl., en með alræmdustum hætti í húsnæðismálum.

Sjá m.a. hér á vef Íslensku þjóðfylkingarinnar:  

Borgarmál

 og hér: Borgarmálefni (á Krist.bloggi)  

og einnig hér á minni bloggsíðu: Borgarmálefni

Jón Valur Jensson, 24.8.2017 kl. 05:29

5 identicon

Ómar, þetta fjallar ekkert um "andúð" á múslimum.

Fólk frá mið-austurlöndum, eru fólk eins og allir aðrir ... en Vesturlönd hafa staðið fyrir "balkaniseringu" af svæðinu, myrt miljónir manna ... hundruð þúsunda barna í valnum.

Þú og ég, erum vesturlandabúar ... við erum jafn ábyrgir og ríkisstjórnirnar sem framkvæmdu verkin. Við kusum ríkisstjórnirnar, sem völdu að gera Ísland hluta að "coalition of the willing". Og studdu þau glæpaverk, sem þau frömdu.

Ef þú þarft að skoða þetta, settu inn "children of fallujah" í leitarvélina þína.  Eða "highway of death".

Ertu virkilega svo skini skroppinn, að þú heldur að fólkið beri "ást" til þína eða mín?

Ef þú eða ég, værum mið-austurlandabúar ... heldurðu að við værum svo elskulegir að vera eins og Jesús og segja "Faðir, fyrirgefið þeim ... þeir vita ekki hvað þeir gera".

Nei, Ómar ... hvorki þú eða ég, erum neinir "Jesús" í þessum heimi ... enda væri Jesús ekkert merkilegt fyrirbæri, ef svo væri.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 05:36

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Setja í gang Marshal Plan, byggjum upp löndin, löndin í Afríku, Löndin í Mið-Austur löndum og reyndar allstaðar.

Þessi stjórn, bakstjórn, veraldarinnar, á að byggja upp löndin strax í dag.

Tökum til hendinni núna.

Það að segja sannleikan, af kurteisi og yfirvegun, er mennska.

Það að kalla þá sem segja satt og vilja nýja og betri stjórnarhætti á jörðinni níðinga og rasista er gert til að geta áfram arðrænt jarðarbúa.

Þetta er mjög einfalt, og nóg er til.

Egilsstaðir, 24.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.8.2017 kl. 07:50

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það erum við sem höfum kennt þjóðinni einhverja menningu, sem er að láta Þjóðir Evrópu hverfa.

 

 

 

Að sjálfsögðu á að láta þjóðir Evrópu vita um framvinduna.

 

 

 

Erum við ef til vill að plata þjóðirnar til að eyða sér?

 

slóð

Hvar eru forustumennirnir, konurnar, karlarnir? Aðeins konurnar geta bjargað Evrópu. Karlinn heldur að hann sé svo merkilegur að konurnar verði að herma eftir honum, og klifra upp í staur og gala. Þjóðirnar koma í gegn um konurnar.

Konurnar eru þjóðin. Ef konurnar virka ekki, þá er engin þjóð.

Egilsstaðir, 23.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.8.2017 kl. 08:25

9 identicon

Fullt af fordómum, ef ekki rasisma í athugasemdum Jónasar Gunnlaugssonar. En á "háu plani."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 09:23

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér kennsluna, Haukur Kristinsson.

Við þurfum allir að læra betur.

Sýndu mér hvernig ég og við allir getum betrumbætt okkur.

Við skulum þerra hvert tár og leysa hvern hnút og bæta hvert böl.

Nóg er til.

Hugsa eins og skapari, til dæmis eins og  Nikola Tesla, Einstein og að sjálfsögðu Lína Langsokkur.

Alls ekki má gleyma því sem Jesú kenndi okkur.

Og munum að það eru ekki prestarnir sem eru grundvöllur kirkjunnar, heldur við söfnuðurinn.

Prestarnir eru jafn góðir opg við, venjulegir menn.

Ég bið ykkur vel að lifa.

Egilsstaðir, 24.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Fyllum kirkjurnar, og byrjum að læra.

Jónas Gunnlaugsson, 24.8.2017 kl. 09:58

11 identicon

Mér varð um og ó þegar Sveinbjörg Birna setti þessa islamafóbíu á dagskrá 10 dögum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sérstaklega brá mér vegna þess að ég sat á sama framboðslista og Sveinbjörg Birna og fram að því hafði framboðið haft allt aðra stefnu í málefnum múslima og innflytjenda. Þáverandi formaður flokksins lét eins og um skipulagsmál væri að ræða, þó svo væru augljóslega ekki eins og síðar kom í ljós, og margir dyggir Framsóknarmenn sögðu skilið við flokkinn í kjölfarið. Í stað þeirra komu einhverjir kynþáttahyggjumenn sem hurfu svo yfir í hreina kynþáttahyggjuflokka rétt fyrir Alþingiskosningar. Nú sýnist mér að Framsóknarflokkurinn sé búinn að snúa blaðinu við - eða að hinir gömlu samvinnu- og mannréttindasinnar sem einkenndu flokkinn hér áður fyrr, hafi náð vopnum sínum og séu í þann mund að ýta þessum gauksungum úr hreiðrinu. Það verður fróðlegt að sjá hvert þeir fara. Íslenska þjóðfylkingin verður að teljast fremur ólíklegur kostur, því sá flokkur virðist samanstanda af eintrjáningum sem eiga aðeins tvennt sameiginlegt: Kynþáttahyggjuna og að vera fullkomlega ófærir um að hafa samvinnu við eigin flokksfélaga. Flokkur fólksins eru mun líklegri - því sá flokkur virðist gera út á kynþáttahyggju í bland fyrir stórara upphrópanir um að þetta og hitt sé ekki í lagi, án þess þó að bjóða upp á neinar leiðir til að laga það.

Sá sem ekki andmælir kynþáttahyggju, andúð á tilteknum trúarbrögðum og tilraunum til mismununar á grundvelli kynþáttar, kynhneigðar eða trúarbragða, getur ekki talist siðaður maður.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 10:34

12 identicon

"Sá sem ekki andmælir kynþáttahyggju, andúð á tilteknum trúarbrögðum og tilraunum til mismununar á grundvelli kynþáttar, kynhneigðar eða trúarbragða, getur ekki talist siðaður maður."

Vel mælt Hreiðar Eiríksson og haf þökk fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 12:11

13 identicon

Flugvallarmálið, verðtryggingin og vaxtastefnan er dægurþras og hljóm eitt miðað við íslamsvána.

Íslam er ekki kynþáttar og múslimar ekki minnihlutahópur.

Íslam er eitt sigursælasta fyrirbrigði sögunnar og hvarvetna til bölvunar.

Eftir því sem nærvera íslams verður sterkari því verra verður líf afkomenda okkar.

Immalimm (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 12:22

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn getur ekkert gert til að koma í veg fyrir að múslímar flytjist til Íslands.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 12:40

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum nú í haust.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 12:46

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 12:56

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pegida-skríllinn, meðal annars hér á Moggablogginu, heldur því fram að múslímar geti ekki búið með öðrum íbúum Evrópu.

Nokkur dæmi:

Albanía:

"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."

Kosovó:

Um 96% íbúanna eru múslímar.

Bosnía:

"45 percent of the population identify religiously as Muslim."

Makedónía:

"Muslims comprise 33% of the population."

Þýskaland:

"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Frakkland:

"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."

Rússland:

"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 12:57

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.3.2017:

Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.

Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.

Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.

Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.

Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.

Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.

Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

En sumir hafa greinilega fengið á heilann Hlíðarendasvæðið, sem er í einkaeigu, og tapað öllum málaferlum vegna þessa svæðis.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 13:20

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Íslenska þjóðfylkingin er með 1,6% fylgi í nýrri MMR-könnun.

Flokkurinn fordæmir allan rasisma og útlendingahatur, en beitir sér gegn þeirri hægfara, en lymskulegu islamiseringu sem Dagur B. hefur rutt braut og Sjöflokkurinn á Alþingi með afar skammsýnum útlendingalögum.

Jón Valur Jensson, 24.8.2017 kl. 15:06

20 identicon

Það eina sem Sveinbjörg fór fram á var að Reykvíkingar yrðu spurðir hvort þeir vildu byggingu mosku í Reykjavík, krafa sem er í anda lýðræðislegrar hugsunar. En Jihadista-meirihlutinn í borgarstjórn sem hatar lýðræði og fasistarnir í Antifa fóru umsvifalaust í skítkast gegn Sveinbjörgu eins og þeirra er von og vísa.

Við Reykvikingar viljum ekki neina moskubyggingu í borginni. Nágrannaþjóðir okkar hafa virkilega slæma reynslu af moskum og islamistunum sem þær sækja, og það er óþarfi að vera að hlaða undir þá í borginni. Moskur eru miðstöðvar hatursáróðurs og útungarstöðvar fyrir hryðjuverkþ

Ég hef aldrei kosið Framsókn nema í síðustu borgarstjórnarkosningum, en þá kaus ég Flugvallavini vegna Sveinbjargar. Þetta var þá fyrsta og síðasta skiptið sem ég kýs Framsókn. Og ég er viss um að margir gera hið sama, svo að flokkurinn fær hugsanlega ekki neinn borgarfulltrúa inn. Ef flokkur fólksins býður fram í borginni, þá mun ég kjósa þann flokk, xF sem stendur fyrir: Nei við islamiseringu, Nei við ESB og Já við bættum kjörum öryrkja og annars láglaunafólks. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 15:47

21 identicon

Sæll Ómar.

Ég hygg að margir vilji sjá
þær stöllur Ingu Sæland og Sveinbjörgu
sem þær skjaldmeyjar sem standi í fylkingarbrjósti
fyrir þeim knerri sem er Flokkur fólksins.

Þær eru glæsilegir fulltrúar frjórrar og nýrrar hugsunar
þeirra stjórnmálum sem stjórnast jafnt af skynsemi og hófsemi.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 16:10

22 identicon

Ég kaus Sveinbjörgu Birnu kelluna,

og kemst ekki yfir delluna,

meir en upp flosnaði,

er málbeiðnið losnaði,

- mun nú flokkast með "sokknum kostnaði"!cry

Þjóðólfur í Sokknaskarði (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 19:38

23 identicon

Mikið óskaplega voru veraldlegir níðingar mannkynssögunar heimskir. Ef þeir hefðu bara skilgreint sína pólitík sem "trúarbrögð" hefði enginn getað andmælt þeim í dag, og gagnlegir bjánar hefðu farið yfirum í stðuningi sínum á þeim, og í skítkasti gegn þeim sem vara við þeim.

En að sjálfsögðu eru siðaðir menn þannig að neita að sjá, heyra eða segja neitt ljótt, alveg eins og aparnir þrír.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 23:37

24 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Egill Vondi er med thetta.

Frábaer athugasemd.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.8.2017 kl. 03:56

25 identicon

Egill Vondi - Frábærlega orðað og vonandi hafa vinstri stuðningsmenn "trúarbragðanna" lesskilning og átta sig á að þeir eu einmitt gagnlegir bjánar.

valdimar jóhannssonvv (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 13:05

26 identicon

Já, hér þarf engu við að bæta.

Þakk fyrir.

Egilsstaðir, 27.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 27.8.2017 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband