26.8.2017 | 09:21
Hliðstæða við skuttogarabyltinguna?
Sjósókn á Íslandi hefur gengið í gegnum nokkur mjög stór framfaraskref, meðal annars vélskipa- og togarabyltinguna fyrir rúmri öld, sem olli stórfelldumm flutningi verstöðva frá útnesjum inn í firði og flóa.
Í kringum 1970 varð skuttogarabyltingin og í framhaldinu verksmiðjutogaranir.
Skuttogarabyltingin var eitt af þeim atriðum, sem urðu Viðreisnarstjórninni að falli, ásamt því að hún var ekki heldur nógu vakandi fyrir breyttum aðstæðum í landhelgismálum.
Sumt, sem varð afdrifaríkt, virtist ekki stórt á yfirborðinu, en eftirminnileg sjónvarpskappræða Lúðvíks Jósepssonar alþingismanns og sjávarútvegsráðherra 1956-58 og Eggerts G. Þorsteinssonar sjávarútvegsráðherra í Viðreisnarstjórninni eftir að sjónvarpið hafði byrjað starfsemi, birti í hnotskurn mikla yfirburði Lúðvíks, stjórnmálarefs sem gjörþekkti sjávarútveg á Íslandi, svo að Eggert fór miklar hrakfarir.
Kvótakerfið og stækkaðir togarar hafa haft mikil áhrif á byggðaþróun á landsbyggðinni, en fróðlegt verður að sjá, hvort nýja sjálfvirkniskerfið í Engey á eftir að valda frekari breytingum á útgerð og fiskvinnslu.
Sem hliðstæðu í iðnaði má nefna tilkomu róbóta í bílasmíði, en hún hefur gert mögulegt að smíða samkeppnisfæra gæðabíla í miklu fleiri löndum en áður var hægt og að því leyti jafnað aðstöðumun þjóða á þessu sviði.
Vekur athygli um allan heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.