Ekki skella öllu í lás eins og í fyrra.

Sumarið var óvenju langt á hálendinu í fyrra og á norðausturhálendinu var besti veðurkafli ársins í september. 

En þá brá svo við að þjóð, sem halar inn upp undir 500 milljarða króna á erlendu ferðafólki, sem kemur hingað að mestu leyti til að kynnast íslenskri náttúru, tímdi ekki að hafa landvörð á þessum stóra hluta hálendisins, heldur skellti því í lás með keðjum. 

Og þetta var gert á sama tíma og kyrjaður hefur verið söngur um að brýn nauðsyn sé að dreifa ferðamannastrauminum betur en gert hefur verið. 

Það eru því góð tíðindi að hálendisvaktin verði lengd og vonandi fylgir því lengri vakt hjá landvörðum í Vatnajökulsþjóðgarði. 


mbl.is Hálendisvaktin lengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband