Persónuafslátturinn hefur ekki borið sitt barr síðan 1995.

Á því "uppsveifluári" 2007 fóru fram Alþingiskosningar og í umræðuþætti í Sjónvarpinu kom fram að mikið skorti á að persónuafsláttur skattgreiðenda hefði fengið að halda stöðu sinni síðustu tólf ár. 

Þáverandi forsætisráðherra upplýsti að ekki væri mögulegt að hækka persónuafsláttinn í það horf sem hann hafði verið 1995, um væri að ræða óviðráðanlegan kostnað upp á um 30-40 milljarða króna, en það samsvarar um 70-90 milljörðum króna á verðlagi ársins 2017. 

Ríkissjóðir gæti alls ekki ráðið við þetta. 

Forsætisráðherra var þá spurður, að úr því að ríkissjóður hefði haft efni á þessu 1995, þegar hagur þjóðarbúsins var mun lakari, hvers vegna það væri ekki hægt 2007 þegar gumað væri af mestu efnahagsuppsveiflu í sögu þjóðarinnar, fengust engin svör við því. 

Og enn fást engin svör við því hvers vegna mönnum sé enn "refsað í bótakerfinu" 22 árum eftir 1995. 

 


mbl.is „Mönnum er refsað í bótakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Samkvæmt skýrslu sem ASÍ gaf út í gær hefur skattbyrði aukist hjá öllum tekjuhópum frá árinu 1998 en langmest þó hjá þeim tekjulægstu."

Áhugaverðar tillögur um meiri tekjujöfnun, segir fjármálaráðherra

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 21:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu gætu verið 100 þúsund krónum hærri en þær eru ef skattbyrðin væri hin sama og hún var árið 1998."

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 21:38

3 identicon

Enginn minnist á það að skattaprósentan hefur lækkað um fjórðung frá 1995. Það hefur áhrif. Og þar til lægstu laun fóru að hækka langt umfram verðlagsþróun var krafan sú að persónuafsláttur og bætur fylgdu verðlagsþróun. Nú á allt í einu að fara að miða við launaþróun lægstu launa. Að hærri laun kalli á hærri persónuafslátt og hærri bætur, annað sé "refsing".

Nú er mikil og sóðaleg pólitík í gangi en lítil upplýsingagjöf. Eitthvað yrði sagt ef lánin hækkuðu eftir því hvort hefði hækkað meira neysluvöruvísitalan eða launavísitala lægstu launa. Nú skal hafa þær tölur sem orsaka mestan rugling og úlfúð. Finna nýjar viðmiðanir þegar þær gömlu gefa ekki nægjanlega svarta mynd. Enda almenningur heimskir sauðir sem auðvelt og gaman er að blekkja.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.8.2017 kl. 23:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Foreldrar eru einnig skattgreiðendur og ekkert óeðlilegt við það að þeir fái greitt fyrir að búa til nýja skattgreiðendur.

Ef þeir ganga ekki í Framsóknarflokkinn.

En auðvitað heldur Sjálfstæðisflokkurinn að öll ábyrgðin og vinnan við að framleiða nýja skattgreiðendur felist eingöngu í stanslausum uppáferðum.

Og þær séu bara tómstundagaman.

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 23:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.

Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."

Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 23:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"
Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 23:33

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 23:35

8 identicon

Þetta er bara það þjóðfélag sem fólk kýs að lifa í 

Endalausar kröfur um meiri fjármagn til Ríkis og Bæjar

sem er svo úthlutað í hitt og þetta misjafnlega göfugt

var það annars ekki svona sem forstjóri Landsvirkjunar kynnti rafstrengin til UK dýrara rafmagn til almennings en Ríkið mundi svo sjá til þess að fólk hefði það betra

Grímur (IP-tala skráð) 29.8.2017 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband