Sársauki, vandamál, hlýja og samkennd, kostir Díönu.

20 árum eftir dauða Díönu sem kölluð var prinsessa fólksins, kemur í ljós hvert gildi hennar var fyrir þjóð hennar og alla heimsbyggðina. 

Líf hennar var nefnilega að mörgu leyti svo líkt lífi venjulegs fólks, vonir og þrér, erfiðleikar, vonbrigði, ást, umhyggja, fálæti, vinátta, en líka ótryggð, deilur, átök og leit að sjálfum sér.

Allt þetta þekkti fólkið og vissi, hjá Díönu var þetta fyrir opnum tjöldum, hvort sem henni líkað betur eða ver. 

Þess vegna kemur glögglega í ljós,  20 árum eftir fráfall hennar, hve mikils virði hún er enn í hugum milljónananna, sem þekktu hana, fylgdust með henni, og fannst hún vera ein af fjölskyldunni. 

Hún var þekktasta persóna í heimi og af þeim sökum varð það hlutverk sem hún valdi sér svo mikilvægt. 

 


mbl.is Sársauki og þjáningar í víðu samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Stuttur og góður pistill sem hittir alveg í mark. Óumdeild manneskja sem illu heilli lenti í klóm, kjafti, klækjabrögðum og klíku konungsveldisins í Bretlandi. Leitun að annari eins persónu. Hún lifir.

Már Elíson, 1.9.2017 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband