3.9.2017 | 17:54
Áttum við að skella Vestfjörðum í lás?
Sennilega eru Vestfirðir sá landshluti á Íslandi, þar sem áhrif af innflytjendum hafa orðið mest og samfelldust síðustu tvo áratugi.
Ef andstaðan gegn því hefði orðið til þess að ekkert af því erlenda fólki frá Evrópu, Asíu og Afríku,sem ílentist vestra, hefði fengið að gera það, hefði atvinnulífið þar stöðvast og orðið algert hrun byggðarinnar.
Nú vinnur erlent fólk og heldur uppi atvinnustarfsemi víða um land, sem svipað á við um og hefur verið á Vestfjörðum, að Íslendingar fást ekki til að vinna þessi störf, sem þó verður að vinna og eru undirstöðustörf, burtséð fá launakjörum.
Kröfur um að við skellum landinu hreinlega í lás í þessu efni eru stundum hlálegar hjá þeim, sem jafnframt vilja "spara milljarða" með því að sporna við barneignum og minnka þannig "óþarfa" útgjöld, helst að refsa peningalega fyrir að eignast og ala upp börn.
Þeir horfa alveg framhjá því að barneignir Íslendinga hafa minnkað svo stórlega, að þær nægja ekki lengur til að viðhalda þjóðinni og sjá um nauðsynlega endurnýjun þeim hluta hennar sem er á þeim aldri, sem leggur mest til þjóðrteknanna.
Enn einu sinni má sjá á bloggsíðum vitnað í skoðanakannananir á Útvarpi Sögu sem sýni glögglega að 90% þjóðarinnar vilji ekki taka á móti 55 flóttamönnum, sem verið er að fjalla um.
Aðferðin, sem notuð ér á Útvarpi Sögu og Bylgjunni, að varpa fram spurningu og gefa fólki kost á að hringja inn svar, er í besta falli samkvæmisleikur en í raun ekki aðeins kolröng, gagnslaus og villandi aðferð, sem ekkert alvöru skoðanakannanafyrirtæki notar, heldur getur þessi aðferð verið beinlínis skaðleg.
Sem dæmi um fyrri niðurstöður hjá Útvarpi Sögu má nefna, að fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 voru Framsókn og flugvallarvinir með meirihluta í borginni í skoðanakönnun í kosningabaráttunni og í forsetakosningunum í fyrra stefndi í yfirburðasigur Sturlu Jónssonar.
Því var hampað svo mikið að þegar úrslitin urðu allt önnur ýjaði vesalings Sturla eðlilega að því að hann myndi láta kanna, hvort rétt hefði verið talið eða brögð verið í tafli.
Án innflytjenda væri velmegun minni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
8.1.2016:
"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.
Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."
Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi
Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 18:43
Foreldrar eru einnig skattgreiðendur og ekkert óeðlilegt við það að þeir fái greitt fyrir að búa til nýja skattgreiðendur.
Ef þeir ganga ekki í Framsóknarflokkinn.
En auðvitað heldur Sjálfstæðisflokkurinn að öll ábyrgðin og vinnan við að framleiða nýja skattgreiðendur felist eingöngu í stanslausum uppáferðum.
Og þær séu bara tómstundagaman.
Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 18:44
Síðastliðinn þriðjudag:
"Samkvæmt skýrslu sem ASÍ gaf út í gær hefur skattbyrði aukist hjá öllum tekjuhópum frá árinu 1998 en langmest þó hjá þeim tekjulægstu."
Áhugaverðar tillögur um meiri tekjujöfnun, segir fjármálaráðherra
Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 18:45
"Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu gætu verið 100 þúsund krónum hærri en þær eru ef skattbyrðin væri hin sama og hún var árið 1998."
Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 18:46
8.1.2016:
"Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."
Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 18:47
8.1.2016:
"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.
Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.
Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.
Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.
Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."
Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð
Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 18:48
Ómar, þú fellur í sömu pólítísku gryfju og þorsteinn Víglundsson, að rugla saman innflytjendum sem koma til landsins til að vinna annars vegar og hins vegar hælisleitendum og "flóttamönnum", sem margir hverjir* hafa engan áhuga á því. Þetta eru tveir gjörólíkir hópar fólks. Það amast enginn við Pólverjunum sem eru að vinna á Vestfjörðum og víðar, en fólk sem kemur og leitar hælis sem flóttamenn án þess að vera að flýja neinar ofsóknir og sem síðan neitar að vinna af hugmyndafræðilegum ástæðum, það eru ómagar sem er byrði á þjóðfélaginu.
Dublin-reglugerðin segir til um að hælisleitendur sem koma hingað frá öruggum löndum á að senda aftur undantekningarlaust Það getur verið að það sé ekki eins þægilegt og hér, en örugg lönd (nema hvað mesta ógnin á Ítalíu stafar af öðrum hælisleitendum (ungum karlmönnum) frá Afríku, sem góðgerðarsamtök sækja til Líbýu og smygla yfir Miðjarðarhafið).
Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu miðað við Suður-Evrópu að engar beinar flug- eða skipaferðir eru hingað frá óöruggum ríkjum, svo að Útlendingastofnun ætti að eiga hægt um vik að framfylgja Dublin-reglugerðinni. Vandamálið er afskiptasemi vinstriflokkanna (þ.m.t. BF) og Viðreisnar af störfum Útlendingastofnunar, flokka sem allir vilja galopin landamæri.
Svo legg ég til að Ísland neiti að taka við kvótaflóttamönnum gegnum SÞ nema sýnt verði fram á að það er ofsótt. Og auk þess að neita þeim sem hafa fengið hæli hér að fara í sumarleyfi til heimalandsins sem það segist hafa flúið frá.
Pétur D. (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 19:28
Innfluttir farandveerkamenn með pappíra eiga ekkert skylt við hælisleitendurnar sem eru að koma hér í allt öðrum tilgangi. þeir eru ens og þú segir Ómar nauðsynlegir. Hælisleitendur eru yfirleitt bara pakk og blóðsugur.
Halldór Jónsson, 3.9.2017 kl. 20:54
Sæll Ómar.
"...en í raun ekki aðeins kolröng, gagnslaus og villandi aðferð, sem ekkert alvöru skoðanakannanafyrirtæki notar, heldur getur þessi aðferð verið beinlínis skaðleg."
Rúmur helmingur þjóðarinnar hafði í lok árs 2008, við hrunið,
nákvæmlega þetta að segja um þessi fyrirtæki.
Hvar varst þú eiginlega?
Húsari. (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 23:21
Ómar: Íslendingar vilja ekki vinna þessi störf fyrir þau laun sem fyrirtækin eru að bjóða. Með því að flytja innn verkamenn er verið að halda niðri launaþróun.
Ef þetta erlenda vinnuafl væri ekki hér, myndu fyrirtæki þurfa að hækka laun til að fá fólk til vinnu. Þetta er eitthvað sem heitir framboð og eftirspurn. Ég tel að ég hafi bent þér á þetta áður þegar þú varst að halda fram nákvæmnlega sömu punktunum eins og þessum.
Egill Vondi (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 23:35
Halldór Jónsson! Ert þú hælisleitandi?
Ragna Birgisdóttir, 3.9.2017 kl. 23:42
Halldór er ekki hælisleitandi per se en hann er sannarlega blóðsuga.
Efraim ei Ben (IP-tala skráð) 4.9.2017 kl. 00:15
Ég skil ekki spurningu þína fyllilega, Húsari góður. Niðurstöður skoðanakannana hjá alvöru skoðanakannanafyrirtækjum eins og Gallup og MMN, auk kannana Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar, sem nota hina alþjóðlegu viðurkenndu aðferð, segja alla söguna sjálfar um áreiðanleika eða lítilsháttar skekkjur þeirra aðila.
Hvað þjóðin sagði um skoðanakannanafyrirtækin 2008, sem ég man raunar ekki eftir að þjóðin hafi verið spurð um 2008, kemur áreiðanleika þeirra ekkert við, samanburður á skoðanakönnunum þeirra og útkomu í kosningum talar sínu máli, rétt eins og hrikalegur munur á niðurstöðum innhringingasímakannana og útkomu kosninga tala sínu máli.
Ómar Ragnarsson, 4.9.2017 kl. 01:29
Hingað komu hælisleitendur í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari, og lika eftir stríðið.
Þeir komu frá Ungverjalandi 1956 og síðar frá Austurlöndum.
Hvernig er hægt að alhæfa um að allt þetta fólk, allt frá Victor Urbancic, Franz Mixa, Fritz Weihappel, Carl Billich, Jan Moravek, Jose M. Riba og Askenazy til okkar daga hafi verið "yfirleitt bara pakk og blóðsugur"?
Ómar Ragnarsson, 4.9.2017 kl. 01:41
Hvers vegna blanda kratar alltaf saman innflytjendum sem koma til landsins til að vinna og "flóttafólki".
Kannanir í Svíþjóð sýna að það tekur 7 ár að meðaltali að fá "flóttamann" í vinnu. "Flóttamaðurinn kostar samfélagið milljónir áður en hann er vinnufær. Sumir fara aldrei í vinnu, enda hafa þeir það mjög gott á kerfinu.Innflytjandi byrjar að vinna strax og gerir gagn þegar í stað.
Ég fór að vinna í Svíþjóð á tíunda degi og fór ég þangað undirbúningslaust, enda innflytjandi í atvinnuleyt.
Ég tek fram að kvótaflóttafólk er valið og er stigsmunur á því og vegabréfslausum ungmennum sem koma hingað ljúgandi um aldur, nöfn og heimaland. Þessir einstaklingar vita að það tekur óheyrilega langan tíma að vinna úr þeirra málum og eru ekki að leita að vinnu og verða aldrei "mannauður".
Markmiðið er að lifa á skattapeningum landsmanna með góðu samþykki PR sem lifa sjálfir á skattapeningum landmanna.
http://www.friatider.se/finlands-senaste-vapen-mot-terrorismen-alla-poliser-f-r-k-pistar
Það er þjóð á norðurlöndum sem ætlar ekki að láta fylgifiska flóttamanna koma sér á óvart.
Nú flæða flóttamenn frá Finnlandi í þúsundum, því þeir fá ekki landvistarleyfi og rjúka beint til Svíþjóðar þar sem flestir af þeim fær örugglega landvistarleyfi og hinir láta sig hverfa.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2017 kl. 02:00
Afskaplega ertu mikið barn Ómar Ragnarson.
Hvernig dettur þér í hug að bera saman hámentaða einstaklinga hér í Evrópu og analfabeta sómalíumenn og marga ólæsa Norður-Afríkubúa.
Ég sagði í fyrri færslu að það tekur að jafnaði 7 ár að koma þessu fólki í vinnu. Það tekur tíma að læra tungumálið og átta sig á þjóðfélagsmynstrinu, sem hentar þeim svo aldrei. Það er mjög lág prósenta af þessu fólki sem sameinast samfélaginu.
Það vill sitt - Eid al Adha - og ekkert mjölmenningar kjaftæði - nema allir séu múslímar að sjálfsögðu!
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2017 kl. 02:15
https://is.m.wikipedia.org/wiki/Kyn%C3%BE%C3%A1ttahatur
Ragna Birgisdóttir, 4.9.2017 kl. 08:42
Sæll Ómar.
Mats- og skoðanakannanafyrirtæki innlend sem erlend eru
háð umbjóðendum sínum og eiga allt sitt undir þeim.
Útvarp Saga á ekkert undir sínum skoðanakönnunum
enda margviðurkennt að um samkvæmisleik sé að ræða.
Mikil er trú þín, Ómar!
Húsari. (IP-tala skráð) 4.9.2017 kl. 12:04
http://www.friatider.se/hundratusentals-kr-ver-att-george-soros-klassas-som-terrorist
Gerge Soros grobbað af því sjálfur á sínum tíma, að hann hafi hjálpað nazistum í stríðinu að góma Gyðinga og koma þeim fyrir kattarnef og þar byrjar hann að þéna peninga.
George Soros er samviskulaus glæpamaður sem styður vinstri ofstækishópa og er No border stuðningsmaður, vitandi hvað sá hrærigrautur kostar samfélög.
Nú er farið fram á að hann verði stimplaður hryðjuverkamaður og gerður upp.
Hann fær ekki aðgang inn í sum lönd.
Það er engin vandi að vera í opinberi stöðu á góðum launum, t.d. í kratabælinu Brussel, við að skrifa hlutlausar almennar greinar um þjóðir. "Alla er lika" eins og Svíar segja og hafa komið samfélaginu í óleysanlegt eilífðarvandamál.
Ég skrifa af eigin reynslu og minna vina eftir áratuga dvöl erlendis.
Ragna - Er kennari við SFI skóla (Svenska För Invandrare)rasisti þegar hann segir að það taki Sómalíumenn minst 2 ár að læra á klukku og sumir ná því aldrei. Er ekki kennarinn ábyrgur fyrir því sem hann segir? En þetta er sannleikurinn, því miður, enda var kennarinn ekki kærður fyrir rasisma, sem er uppáhalds iðja sænskra krat.
Ég mæli með að fólk lesi klístrið hér að ofan og fari að hugsa sjálft.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2017 kl. 12:52
Hér er grein um hvernig sænskir fjölmiðlar, sem ættu að veita ríkisstjórninni aðhald, ráðast í stað þess á þá sem gagnrýna ríkisstjórnina og sem gagnrýna það ófremdarástand sem nú ríkir í Svíþjóð eftir áratuga innflutning af jihadistum og öðrum islamistum.
Allir fjölmiðlar á Íslandi stunda líka svona þöggun (nema e.t.v. Útvarp Saga). Meðvirkir blaðamenn og ritstjórar eru skíthræddir við að jihadistar eins og Sema Erla kalli þá kynþáttahatara, þótt múslímar séu ekki kynþáttur. Það er auðvitað auðveldara fyrir hugleysingjana sem skrifa fréttirnar í íslenzka fjölmiðla að steinhalda kjafti og loka augunum.
https://www.gatestoneinstitute.org/10838/sweden-fake-news
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.9.2017 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.