5.9.2017 | 21:23
Drengileg framkoma hjá gestunum.
Á einu sviði var úkraínska landsliðið í knattspyrnu sér til sóma í kvöld þrátt fyrir sárt tap fyrir ofjörlum sínum.
Strax í fyrri hálfleik og út leikinn sýndu leikmennirnir sérlega mikinn drengskap og kurteisi, sem síðan varð að sameiginlegu atriði hjá báðum liðum.
Þetta fólst meðal annars í því að nýta sér ekki vafasöm færi á því að ná boltanum til sín og halda honum. þegar aðstæður voru þannig, að hægt var að hagnast á vafasömum atriðum.
Í lokinn klappaði úkraínski þjálfarinn íslenska liðinu og áhorfendum lof í lófa og viðurkenndi fúslega að betra liðið hefði unnið verðskuldaðan sigur.
![]() |
Þið voruð stórkostleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.