7.9.2017 | 01:03
Það þarf að borga til baka, - og oft með háum vöxtum.
Nýjar rannsóknir hafa sýnt að með því að vaka við lestur í upplestrarfríum vegna tímaskorts, verður árangurinn á prófunum verri en ella.
Niðurstaða: Ef tekið er af innistæðu, verður að borga til baka, þótt síðar verði, og það jafnvel með háum vöxtum.
Hugsanlega má yfirfæra þetta yfir á miklu lengri tímabil, jafnvel áratugi.
Langvarandi streita eða óregla á hvíld og svefni kann að virðst skila einhverju meðan á því stendur, en líklega þarf að borga þetta til baka síðar.
Mér kemur í huga dugnaðarforkurinn Sigurjón Rist, vatnamælingamaður.
Hann var með kvikmyndatökuvél frá Sjónvarpinu meðferðis og tók stundum myndir fyrir fréttastofuna og þess vegna kynntist ég kjörum hans nokkuð, - vissi að hann fór oft í langar og afar erfiðar svaðilfarir til vatnamælinga inn á hálendið sem reyndu tíðum mjög á þol hans og þrek.
Var annálaður fyrir ósérhlífni.
Ég átti von á að Sigurjón yrði allra karla elstur en það skorti fimm ár upp á að hann næði meðalaldri karla.
Það sannar svo sem ekki neitt til eða frá, en að því slepptu finnst líklegt, að þegar maður gengur á innistæður í þreki með vökum og erfiði, - með þvi að keyra sig út, verði maður að vera viðbúinn þvi að þurfa að borga það til baka þótt síðar verði og jafnvel með vöxtum og vaxtavöxtum.
Að það sé ekki aðeins að mikil víndrykkja leiði af sér timburmenn, heldur fleira sem maður gerir á þann hátt að ganga nærri sér eða stunda óheilbrigt líferni.
Svaf ekki þriðju hverja nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fer eftir því í hvaða banka innistæðan er, því engir tveir mannslíkamar eru nákvæmlega eins.
Þorsteinn Briem, 7.9.2017 kl. 01:14
Móðurafi minn fæddist í torfkofa í Svarfaðardal og vann erfiðisvinnu sem verkamaður en lifði hress og kátur öldum saman, fæddist árið 1899 og dó 2000.
"Allir sem orðnir eru 18 ára geta tekið afstöðu til líffæragjafar á vefsíðu Landlæknisembættisins.
Jórlaug Heimisdóttir verkefnisstjóri hjá embættinu segir hvorki aldur né heilsufar skipta þar máli; komi líffæragjöf til greina séu framkvæmdar rannsóknir til að skera úr um hvort líffæragjöf er möguleg og hvaða líffæri viðkomandi getur gefið."
Um að gera að skrá sig og svo kemur í ljós hvort eitthvað er nothæft eftir alla kókdrykkjuna og prins póló-átið.
En Framsóknarmenn vilja örugglega ekki fá heilann.
Afstaða til líffæragjafar á heimasíðu Landlæknisembættisins
Þorsteinn Briem, 7.9.2017 kl. 01:42
J+a Ómar, þú ættir að vita það eins og þú ert búinn að þræla í óbeinum tóbaksreyk og djöfulssköpum drykkjuskapar annarra um æfina. Ef þú hefðir ekki gert það og hvílt þig meira þá værirðu kannski sjálfsgt orðinn helmingi eldri eða svona hundrað og sextíára? En við mörgu hlátrunum og minningunum fátækari.Ómar Ragnarsson er löngu orðinn þjóðskáld og stofnun í þjóðfélaginu sem við getum ekki án verið. Þjóðareign. Takk.
Hjartans þakkir Ómar minn fyrir allar þínar vökustundir við að skemmta mér og mínum og megi það ekki koma niður á þinum ævistundum heldur lengja þær því hláturinn er sagður lengja lífið og vonandi þitt eins og mitt.
Halldór Jónsson, 7.9.2017 kl. 01:48
Takk fyrir hlý orð í minn garð, sem ég vil endurgjalda. Eins og eðlilegt er og kemur fram á blogginu, greinir okkur á í ýmsum málum, en í okkar litla samfélagi með sína miklu og óhjákvæmilegu nánd á milli fólks, er mikils um vert að við yljum okkur við það, að það er svom miklu fleira sem sameinar okkur en sundrar, ýmis sameiginleg áhugamál og viðfangsefni sem gera okkur kleyft að treysta vináttubönd og góð tengsl.
Ómar Ragnarsson, 7.9.2017 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.