7.9.2017 | 10:38
Gat verið að við sjálf værum svartasti sauðurinn?
Svo er að skilja á frétt frá Umhverfisstofnun, að íslensk skipaflotinn hafi undanþágu til að brenna svartolíu að vild við landið.
Í frétt Umhverfisstofnunar kemur fram að líklega sé þessi brennsla miklu meiri en ósönnuð ólögleg brennsla erlendra skemmtiferðaskipa. meiri samanlagða loftmengun en frá skemmtiferðaskipunum stóru.
Sem sagt: Það skortir gögn og það ríkja óreiða og eftirlitsleysi hér á landi, og eins og svo oft virðast sérhagsmunagæsla og skammsýni ráða för.
Mega ekki brenna svartolíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hérna eru til gögn sem að sýna að fiskveiðifloti íslands hafi losað
456 þúsund tonn árið 2015-2016:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2200145/
Jón Þórhallsson, 7.9.2017 kl. 11:08
Þarna átti reyndar að standa 456 tonn:
Jón Þórhallsson, 7.9.2017 kl. 11:10
Hugsanlega eru erlend skemmtiferðaskip ekki inni í þessu.
Jón Þórhallsson, 7.9.2017 kl. 12:40
Ég veit ekki hvar í lögum og reglum má finna að:
Smk. greininni í mbl: "Skemmtiferðaskip hafa ekki heimild samkvæmt lögum til þess að brenna svartolíu í kringum landið eins og skilja hefur mátt í fjölmiðlaviðtölum."
Þetta er það sem kemst næst því er:
"Brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, þ.m.t. svartolíu sem er notuð eða er ætluð til nota í skipum eða bátum, sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands skal vera að hámarki 2,0% (m/m), að undanskildu eldsneyti til skipa sem nota viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun í lokuðu kerfi. Frá og með 1. janúar 2020 má brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands ekki vera meira 0,5% (m/m).
Brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti skipa sem fara um SOx-svæði, skal ekki fara yfir 0,1% (m/m).
Brennisteinsinnhald í skipaeldsneyti, sem notað er í farþegaskipum sem sigla áætlunarferðir til eða frá höfn á Evrópska efnahagssvæðinu, skal til og með 1. janúar 2020 ekki vera meira en 1,5% (m/m).
Ákvæði þessarar greinar gilda um öll skip án tillits til þess undir hvaða fána þau sigla, þar með talið skip sem hefja ferð sína utan Evrópska efnahagssvæðisins."
***Skilgreining SOx-svæða: Eystrasalt og Norðursjór, þar sem gilda takmarkanir á losun brennisteins skv. VI. viðauka MARPOL-samningsins.
Hvaða lög segja til um að ekki megi brenna svartolíu um borð í farþegaskipum við íslandsstrendur?
Einar Friðfinnsson (IP-tala skráð) 7.9.2017 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.