14.9.2017 | 09:18
Framför síðan 1986.
Nú stendur yfir stærsta sjávarútvegssýning á Íslandi til þessa og er það vel.
Sumum hættir kannski til að álíta sem svo, að dýrar sýningar séu bruðl. Það er yfirborðskennt álit eins og sést vel á áhrifum og afrakstir af stærstu bíla- og flugvélasýningum heims, svo sem árlegum bílasýningum í Genf og Torino og flugsýningunum í París.
Á slíkum sýningum er ekki aðeins um mjög mikilvægar kynningar að ræða á framleiðsluvörum samkeppnisþjóða í einstökum greinum, heldur líka möguleikum á stofnun viðskiptasambanda og persónulegra kynna áhrifafólks á viðkomandi sviðið.
Ég minnist alþjóðlegra sjávarútvegssýningar í Los Angeles 1986. Íslendingar tóku þátt í sýningunni með semingi, fjárvana smáþjóð, og höfðu þar bás, sem stakk í stóf við glæsilegar sýningardeildir annarra þjóða.
Má þar nefna deild Japana, sem var einstaklega vel úr garði gerð, og glæsilegir ungir Japanir, konur og karlar, sáu um að lokka til sín sýingargesti.
Á íslenska básnum sat hins vegar einn aldraður karl með axlabönd.
Þegar spurt var hvers vegna þessi aðferð væri valin, svar svarið að hann hefði átt svo farsælan sjómannsferil á Íslandi.
Það gat út af fyrir sig verið rétt, en á meðan fólk flykktist inn á sýningardeild Japananna við hliðina, vantaði tilfinnanlega gesti í íslenska básinn.
Stærsta sýningin á Íslandi til þessa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólafur Arnalds prófessor - Teigsskógur og vegalagning:
"Skipulag vegalagningar um Gufudalssveit er orðið langt og sorglegt drama.
Ljóst var fyrir 11 árum síðan, þegar Skipulagsstofnun hafnaði vegastæði um Teigsskóg, að leggja þyrfti veginn með öðrum hætti.
Hefði sú vinna farið strax í gang keyrðu Vestfirðingar fínan malbikaðan veg um Gufudalssveit núþegar, bara á öðrum stað.
Það er afskaplega leiður ávani ýmissa stjórnvalda, í þessu tilfelli Vegagerðarinnar, að hunsa álit annarra stjórnsýslueininga á sviði umhverfismála.
Reynt var að láta ráðherra snúa við úrskurðinum, sem hún gerði (Jónína Bjartmarz) en Héraðsdómur ógilti úrskurð ráðherra (2008).
Enn var þumbast við en árið 2009 staðfesti Hæstiréttur "Héraðsdóminn". Ögmundur Jónasson komst síðar að sömu niðurstöðu sem ráðherra vegamála.
Þessi vegalagning um Teigsskóg virðist hins vegar hafa beinlínis orðið að þráhyggju hjá Vegagerðinni eða einhverjum þar innanhúss.
Og nú á enn að hunsa álit Skipulagsstofnunar og annarra ríkisstofnana sem fara með umhverfismál að hálfu ríkisins.
Veglína Vegagerðarinnar um Teigsskóg er umhverfislegt stórslys.
Jafnframt er beitt óvönduð vinnubrögðum, að mínu mati, til að viðhalda þráhyggjunni, gert lítið úr svæðinu við Teigsskóg (málið snýst alls ekki bara um skóginn), m.a. með vafasömum myndbirtingum.
Lítið er gert úr öðrum möguleikum en þegar rýnt er í þær röksemdir standast þau ekki mál.
Þá er fullkomlega gengið fram hjá byggðarsjónarmiðum sem lúta að því að treysta þéttbýlið á Reykhólum."
Þorsteinn Briem, 24.9.2017 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.