"Afleiðingarnar leita orsaka meðal tækifæra..."?

Það hrutu mörg sérkennileg og eftirminnileg orð af vörum ólíkindaskáldsins Jónas Svafár á sínum tíma og yfirskrift þessa pistils er tekin úr einu af ljóðum hans. 

Þegar leitað er að upphafi þeirrar upplausnar, sem mörgum sýnist ríkja í íslenskum stjórnmálum er athyglisvert að fylgjast með því hve margir komast að þeirri nuðurstöðu að hún sé af völdum allra annarra en sjálfra sín. 

Nú stígur einn þeirra fram líkt og Jón sterki í Skugga-Sveini, þegar hann stóð hratt á fætur upp úr byltunni og sagði: "Sáuð þið hvernig ég tók hann?"

Eftir fyrsta sólarhring hamagangs vegna hruns veikbyggðs ríkisstjórnarhúss Bjarna Benediktssonar kemur allt í einu gangandi í gegnum rykið, sem þyrlaðist upp við hrunið enginn annar en sá maður sem stóð í skyndilegri örvinglan upp úr stól í heimsfrægu sjónvarpsviðtali fyrir tæpu einu og hálfu og ráfaði í kjölfarið ráðvilltur og ruglaður til Bessastaða í frægri sneypuför sem var í flestra augum upphafið á þeirri upplausn, sem hann segir síðan hafa ríkt í íslenskum stjornmálum.

Sigurði Inga Jóhannssyni tókst að bjarga því sem bjargað varð og stýra þáverandi ríkisstjórn og þingi með samstilltri vinnu út úr vandræðunum síðasta árs. 

Nú kemur maðurinn, sem birtist í rykinu af hruni skammlífrar ríkisstjórnar formanns fyrrum samstarfsflokks, sem hann fór á bak við í Bessastaðaförinni, og kennir öllum öðrum en sjálfum sér um "framhald atburðarrásar sem hófst í fyrravor og ákvörðunar um að flýta síðustu kosningum." 

Sú upplausn er sem sagt að hans mati öllu öðru að kenna en honum sjálfum,að kenna ölllum öðrum stjórnmálamönnum en honum og meira að segja að kenna lýðræðinu sjálfu. 

Í hugann koma ljóðlínurnar:  

"Hann sem var áður afglapinn á torgum /  

er orðinn skáld í Hallormsstaðaskóg." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Opportunistar og spillingarbangsar búa óvíða við eins góð skilyrði og á skerinu. Því veldur heimska kjósenda sem telja það sína æðstu skyldu að vernda siðlausa mafíu gráðugustu sérhagsmuna. Lygarar, letingjar, Panama pappírar, barnaníðingar og siðleysingjar vaða því uppi, stjórna öllu á skerinu sem þeir nær eiga og eru á góðri leið með að gera landið að “failed state.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2017 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband