Stefnir í svipaðar "útilokanir" og í fyrra?

Í löngum og erfiðum stjórnarmyndunarviðræðumm í fyrravetur olli það erfiðleikum að búið var fyrirfram að brenna ansi margar brýr varðandi hvaða flokkar gætu starfað með hverjum. 

Þessi tilhneiging hefur þegar skotið upp kollinum og þetta fyrirbæri reyndist ekki aðeins trafali fyrir níu mánuðum, heldur hefur slíkt reynst trafali áður. 

Sem dæmi má nefna að frá árinu 1942 til 1959 torveldaði það mjög myndanir ríkisstjórna og stöðugleika í stjórnmálum að allan þennan tíma ríkti trúnaðarbrestur á milli Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar, formanna tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna vegna svonefnds eiðrofsmáls. 

Þetta kostaði mikil vandræði í pólitíkinni eins og sést á þessu yfirliti: 

1942-1944:  Mynduð utanþingsstjórn vegna ósættis Ólafs og Hermanns. 

1944-1947:  Ólafur myndar stjórn án aðildar Framsóknar

1947-1949:  Stefán Jóhann Stefánsson myndar stjórn án þess að Ólafur eða Hermann séu ráðherrar. 

1949-1950: Ólafur myndar minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. 

1950-1953: Steingrímur Steinþórsson myndar stjórn þar sem Ólafur er sjávarútvegsráðherra og Hermann landbúnaðarráðherra.

1953-1956: Ólafur myndar stjórn með Framsókn án þess að Hermann sé ráðherra.

1956-1958: Hermann myndar stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins.

1958-1959: Emil Jónsson myndar minnilhlutastjórn Alþýðuflokksins.

1959-1962: Ólafur Thors myndar stjórn án aðildar Framsóknarflokksins.  

Yfirlitið sýnir glögglega hvílíku umróti ósætti aðeins tveggja stjórnmálaleiðtoga olli á þessum 20 árum. 

Stundum sátu þeir frekar utan stjórnar heldur en að draga í land eða reyndu hvor um sig að torvelda veru flokka hins í stjórn.  


mbl.is Sér fram á áframhaldandi stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Staðan er nú ekki flókin eins og hún er núna, miðað við skoðanakannanir.

Annað hvort verður mynduð vinstri stjórn með Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra eða hægri stjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins.

Viðreisn og Framsóknarflokkurinn hafa engan áhuga á því að vinna saman og á Alþingi vill núna enginn vinna með Framsóknarflokknum, nema Sjálfstæðisflokkurinn.

Skoðanakannanir eru hins vegar ekki kosningar.

Þorsteinn Briem, 16.9.2017 kl. 19:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Steini, ég held að Katrínu sé álíka treystandi og Steingrími J. Hún gæti hæglega kjaftað sig í stjórn með íhaldinu eða framsókn eða báðum.  Kannski undir formerkjum stöðugleika!!

Flokkur Fólksins er óskrifað blað. Sveitastjórnarkosningarnar áttu að vera eins konar prófraun á raunverulegt erindi þeirra í pólitík. Nú þurfa þau að stökkva kútlaus í djúpu laugina og óvíst að allir nái bakkanum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.9.2017 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband