Næstum tæmandi yfirlit. Oftast óánægja smærri flokka.

Í tengdri fréttaskýringu á mbl.is um misjafnt líf íslenskra ríkisstjórna vantar að tilgreina að vinstri stjórnir sprungu 1958, 1974 og 1979 áður en kjörtímabili var lokið.

Stjórnir, sem hafa setið heilt kjörtímabil á fullveldistímaum, eftir að "Hriflu-kerfi" stjórnmálaflokkanna komst á upp úr 1920, eru ekki margar, stjórnir Framsóknar og Krata 1934-42, Viðreisnarstjórnin þrjú kjörtímabil 1959-1971, stjórn Geirs Hallgrímssonar 1974-78, Steingríms Hermannssonar 1983-87 og stjórnirnar á Davíðstímanum 1991-2007. 

Það eina sem var sameiginlegt þessum ríkisstjórnum á lýðveldistímanum var, að Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að þeim öllum. 

Áberandi er, þegar litið er á tilefni til stjórnarslita, að oftast er það óánægja smærri stjórnarflokkanna með sinn hlut gagnvart stærri eðs stærsta stjórnarflokknum, sem er tilgreind ástæða.

Í stjórninni 1953-56 var þung undiralda í Framsóknarflokknum vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn sem knúði fram stjórnarslit. 

Oftast hafa hinir smærri samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins tapað fylgi í skoðanakönnunum í stjórnarsamstarfi við Sjallana, og má nefna að í aðdraganda kosninganna 1995 fór fylgi Alþýðuflokksins á tímabili niður í "pilsner-tölu".  

Svipað gerðist hjá smærri flokkum í samstarfi við Framsóknarflokkinn meðan hann var næststærstur íslenskra stjórnmálaflokka. 

Dæmi um slíkt er óróinn í röðum sósíalista eftir 1938, óánægja í ASÍ 1958, óánægja Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974 og óánægja og klofningur í Alþýðuflokksnum 1979. 

Og "villikettirnir" í stuðningsliði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á síðari hluta valdatíma hennar var fyrirbrigði svipaðs eðlis. 


mbl.is Aftur tími óstöðugleikans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Næstum tæmandi yfirlit" er rétt lýsing. Sérstaklega "gleymdi" Mogginn að geta þeirrar augljósu staðreyndar að nú til dags er það Sjálfstæðisflokkurinn sem er orsök óstöðugleikans. Enda er þessi spillingarflokkur ekki stjórntækur. En það má jú víst ekki geta þess í Hádegismóum.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.9.2017 kl. 11:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ákveðinn misskilningur hefur komið fram í umræðunni að undanförnu um þær stjórnir sem sprungið hafa á undanförnum árum. Þar er látið svo sem Jóhönnustjórnin sé sú eina á seinni árum sem ekki hafi sprungið. Það er rangt því hún var í raun búin að missa meirihluta sinn á síðustu metrunum. Þá var bara svo stutt eftir af kjörtímabilinu að það þurfti hvort sem er að rjúfa þing og boða til kosninga. Því þurfti ekkert að nefna það sérstaklega að sú stjórn væri fallin sem ástæðu þingrofs og boðunar kosningar. Það heyrðist enginn hvellur þegar hún sprakk því þá var hún orðin alveg vindlaus.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2017 kl. 13:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bókstafurinn blífur stendur einhvers staðar. Jóhönnustjórnin er skráð í opinberum skjölum sem meirihlutastjórn sem sat út kjörtímabilið því að hún stóðst vantrauststillögu í lok valdatíma síns. 

En ég get að sjálfsögðu "villikattanna" í yfirliti mínum, því að stjórninni mistókst að koma tveimur af helstu málum sínum í gegn á lokasprettinum. 

Ómar Ragnarsson, 17.9.2017 kl. 18:47

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt túlkun ef "bókstafurinn blífur". Ég var aftur á móti að benda á túlkun sem er ekki hin bókstaflega. Svo má hafa afstöðu til þess hvor sé "réttari". Báðar eru þó lýsingar á nokkurn veginn sama raunveruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2017 kl. 20:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.2.2013:

Forsætisráðherra hefur þingrofsvaldið, alþingiskosningar verða 27. apríl næstkomandi og enda þótt áætlað sé að Alþingi starfi fram í miðjan mars næstkomandi getur það starfað mun lengur.

"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði til þingkosninga 25. apríl [2009] og rauf þing frá og með þeim degi."

"Á vorþingi 2009 var þingrof tilkynnt 13. mars en þingið starfaði fram til 17. apríl og var fjöldi mála afgreiddur á þessum tíma.

Forsætisráðherra tók það raunar fram þegar tilkynnt var um þingrofið að "engar hömlur" væru "á umboði þingmanna á þessu tímabili", unnt væri að leggja fram ný mál, enda þótt tilkynnt hafi verið um þingrof og hægt væri að afgreiða bæði almenn lög og stjórnskipunarlög."

"Þingstörfum var frestað aðeins rúmri viku fyrir kjördag."

"Alþingiskosningar voru haldnar 27. apríl 2013."

Þorsteinn Briem, 17.9.2017 kl. 20:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn í öllum flokkum greiddu atkvæði með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.

Þingmenn Framsóknarflokksins sem greiddu atkvæði með
þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.

Sátu hjá:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.

Þorsteinn Briem, 17.9.2017 kl. 21:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi
sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 17.9.2017 kl. 21:09

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."

Þorsteinn Briem, 17.9.2017 kl. 21:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 17.9.2017 kl. 21:11

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 17.9.2017 kl. 21:15

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 17.9.2017 kl. 21:20

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 17.9.2017 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband