Allur gangur á því hvernig ráðherrar bregðast við þingrofi og stjórnarslitum.

Allur gangur hefur verið á því í gegnum tíðina hvernig ráðherrar bregðast við stjórnarslitum eða þingrofi.

Á lýðveldistímanum hafa verið myndaðar fjórar minnihlutastjórnir eftir að stjórnir sprungu, Sjálfstæðisflokksins 1942, Sjálfstæðisflokksins 1949, Alþýðuflokksins 1958-1959, Alþýðuflokksins 1979 og Alþýðuflokks og Vinstri grænna 2009. 

Þegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk 1974 og Ólafur Jóhannesson rauf þing með látum, voru ráðherrar Frjálslyndra og vinstri manna ekki samstíga í því að segja sig úr stjórninni og ganga út úr ráðuneytum sínum. 

Magnús Torfi Ólafsson ákvað að sitja áfram sem ráðherra í starfsstjórn og opnaði meira að segja hringveginn formlega um sumarið við hátíðlega athöfn. 


mbl.is Viðreisn verður í starfsstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband