Áður voru Sjallar og Framsókn með meira en 60 prósent, nú með mest 40.

Eitt af höfuðatriðum íslenskra stjórnmála frá fullveldi til 2009, eða í tæplega 90 ár, var að tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, voru samanlagt með stóran meirihluta kjósenda að baki sér, eða yfir 60 prósent. 

Þetta þýddi, að eftir hverjar kosningar, meira að segja kosningarnar 1978, var sá stjórnarmyndunarmöguleiki ævinlega inni í myndinni að þessir tvæir flokkar gætu einir myndað meirihlutastjórn. 

Enda gerðu þeir það 1932-34, 1950-56, 1974-78, 1983-87, 1995-2007 og 2013-16. 

Jafnvel þótt menn segðu að Viðreisn ætti frekar að teljast hægra megin en vinstra megin, hafa Sjallar, Framsókn og viðreisn ekki verið með samanlagðan meirihluta. 

Sumum virðist erfitt að skilja, að í upphafi núgildandi stjórnarskrár segir að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. 

Það þýðir að ævinlega, líka þegar búið er að ákveða þingrof, halda þingmenn umboði sínu frá þjóðinni alveg til kjördags, og nýir þingmenn fá áframhaldandi umbooð nýs þings eftir kjördag. 


mbl.is Með jafnt fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Íslensk stjórnmál eru rusl. Við ættum að segja af okkur sjálfræði í 10 ár fá einhverja vel valda frá Þýskalandi sem Angela Markel velur fyrir okkur til að stjórna koma hér reglu á hlutina og losa okkur við bankadóna,lygara,vafninga,einkavinagengi,uppreist ærufólk lögfræðinga og fleira pakk sem er að ganga hér frá þjóðinni.Engir forréttindahópar,hagsmunaöfl og bankabrjálæðingar sem hér starfa í líki Ku Klux Klan.Ég er komin með æluna upp í kok yfir þessu stjórnmálaliði sérstaklega í flokki ljósastauranna.

Ragna Birgisdóttir, 19.9.2017 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband