19.9.2017 | 18:07
Höfum Heiðmörk, Þelamörk, Þrándheim, Björgvin og Finnmörk í heiðri.
Eftir 1100 ára hefð hér á landi varðandi örnefni í Noregi ber á tilhneigingu til þess að hverfa frá henni.
Heitin Hedmark, Telemark, Finnmark o.s.frv. setja Heiðmörk, Þelamörk, Björgvin og Finnmörk út í kuldann.
Íslensk tunga er í grunninn sama tungumálið og "gammel norsk", það mál sem talað var á Íslandi og í Noregi öldum saman og mér finnst heldur hjákátlegt í eyrum Íslendings ef þúsund ára hefð verður rofin í þessu efni.
Tveir látnir í flugslysi í Hedmark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.