Ábyrgð arkitekts er yfirleitt mikil. Rannsóknar er þörf.

Sú fullyrðing fyrrum ráðamanna hjá Orkuveitu Reykjavíkur að ónógu viðhaldi sé einu um að kenna varðandi eyðileggingu hins stórkarlalega húss hennar er afar hæpin, svo ekki sé meira sagt. 

Spánnýtt hús á ekki að þurfa stórfellt viðhald frá fyrsta degi. 

Ekki verður fram hjá því komist að lögum samkvæmt ber arkitekt hússins ábyrgð á gerð þess og efnisvali öllu. 

Jafnvel þótt ráðamenn OR hafi viljað þetta og viljað hitt á arkitektinn ævinlega lokaorðið. 

Komið hefur fram að ákveðnir boltar inni í veggjum hafi ekki verið af réttri stærð. 

Þar með er opnað á þann möguleika að verktaki, yfirverktaki eða undirverktaki, hafi svikist um að fara að fyrirmælum arkitekts og hugsanlega leynt hinu ranga efnisvali og þarf þá að rannsaka það sérstaklega. 

Þetta mál er svo stórt í sniðum, að það verður að rannsaka ofan í kjölinn. Ef það verður ekki gert verða meiri líkur á því að aftur verið gerð svona hrikaleg mistök. 


mbl.is Líkur á niðurrifi á húsi OR hafa aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur allt klikkað. Hönnun, efnisval, framkvæmdin og eftirlitið!

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 22.9.2017 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband