22.9.2017 | 23:53
Verður gervigreindin Frankenstein framtíðarinnar?
Eftir að hafa horft á umfjöllun um gervigreind í þættinum 60 mínútur um daginn, sést, að spurning Vladimirs Pútíns um það hvort gervigreindinu "muni éta okkur" er fyllilega raunhæf.
Í þættinum var upplýst að verið er að "ala upp" vélmenni með gervigreind í þeim skilningi, að það er svo óheyrilega mikið magn af upplýsingum, sem þessi vélmenni eru mötuð á, að það taki mörg ár að koma þeim á það vitsmunastig sem menn komast á fyrstu áratugum ævi sinnar.
Með þessu er stutt í það að þessum vélmennum sé "kennt" að hugsa sjálfstætt og þar með að ganga af göflunum.
Fjallað var um tiltekið vélmenni sem gæti lesið og lært utanað allar þær 800 læknisfræðilegu greinar sem skrifaðar eru árlega um lyfjameðferð hjá krabbameinsssjúklðingum og nýta þessa þekkingu við að velja meðferð margfalt betur en færustu læknar heims.
Möguleikarnir eru ekki aðeins yfirgengilegir heldur að sama skapi hrollvekjandi til þess að vita hve langt er hægt að þróa þessi vélmenni og ofurtölvur.
Greindustu vélmennin geta rökrætt við fólk og sýnt tilfinningar.
Þegar dagskrárgerðarmaðurinn bað eitt þeirra um sjálfslýsingu kom svarið um hæl: "Ég ætla að verða gáfaðast fyrirbæri jarðar og lifa að eilífu."
Óneitanlega kemur tilraunin með Frankenstein upp í hugann.
Pútín óttast að gervigreind éti okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miklu meiri hætta felst í heimsku manna, til að mynda framsóknarmanna, en gáfum vélmenna.
Þorsteinn Briem, 23.9.2017 kl. 00:06
Nei, gervigreind (“artificial intelligence“) mun seint ná tökum á „intuition“ („the ability to understand something instinctively, without the need for conscious reasoning”).
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2017 kl. 10:46
Menn eru ófullkomnir en eflaust munu þeir reyna að skapa vélmenni "í sinni mynd" - og þá er auðvelt að lesa í afleiðingarnar.
Kolbrún Hilmars, 23.9.2017 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.