Óli Björn og Palli Magg: Stjórnin var var þegar komin í stórhættu.

Af ummælum Páls Magnússonar í dag og Óla Björns Kárasonar í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkrum  dögum er augljóst, að enda þótt sífellt tal um að erfitt yrði að treysta þingmönnum litlu flokkanna tveggja í ríkisstjórninni til að halda stjórn með aðeins eins atkvæðis meirihluta á lífi, var enn meiri hætta á að einhver af miklu fleiri þingmönnum stærsta flokksins myndi ganga úr skaftinu. 

Samt átti enginn von á jafn snöggu andláti og varð fyrir viku.

Og þegar litið er á fylgissveiflur flokkanna þessa dagana sést, að þeir flokkar eiga í vök að verjast sem mistókst að hafa stjórn á atburðarásinni sem hófst þegar vegna þess að uppreist æru varð allt í einu í hámæli þegar Róbert Downey vildi endurheimta lögmannsréttindi sín.

Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins lásu ekki í straumana sem kom upp á yfirborðið, og í stað þess að hafa frumkvæði hafa ráðamennirnir þurft að bregðast við atburðarás, sem þeir eiga erfitt með að skilja og ráða ekki við. 


mbl.is Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins, einn eða fleiri, ætluðu ekki að styðja fjárlögin var ljóst að ríkisstjórnin félli nú í haust.

Þorsteinn Briem, 23.9.2017 kl. 18:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri grænir studdu hins vegar þessar skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu og því næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins verður ekki mynduð nú í haust.

Á
RÚV.is í dag:

"Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vill leiða ríkisstjórn um félagshyggju og umhverfisvernd eftir næstu kosningar."

Þorsteinn Briem, 23.9.2017 kl. 18:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Staðan er nú ekki flókin eins og hún er núna, miðað við skoðanakannanir.

Annað hvort verður mynduð vinstri stjórn með Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra eða hægri stjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins.

Viðreisn og Framsóknarflokkurinn hafa engan áhuga á því að vinna saman og á Alþingi vill núna enginn vinna með Framsóknarflokknum, nema Sjálfstæðisflokkurinn.

Skoðanakannanir eru hins vegar ekki kosningar.

Steini Briem, 16.9.2017

Þorsteinn Briem, 23.9.2017 kl. 18:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hins vegar er rangt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki hækka skatta, því flokkurinn vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hækkaði einnig matarskattinn, sem allir verða að greiða.

Þorsteinn Briem, 23.9.2017 kl. 18:41

5 identicon

katrín var nú reindar farinn að hugsa hlítt til framsóknar í lokinn.sjáum til þegar talið verður upp úr kjörkössunum.  en þettað voru skrítin umæli þessara þíngmana og formans sjálfstæðisfokksins vilja þeir ekki komast í næstu ríkistjórn senilega vilja þeir ekki taka á þeim vanda sem þeir komu sjálfum í vandræði við verkalýðshreyfínguna. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband