"Ekki er munkur þótt í kufl komi."

Ofangreint máltæki frá fyrri öldum, "cucullus non facit monachum", eins og það var orðað á latínu, á við um þá niðurstöðu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar að flestir vilji sjá Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra Íslands. Stuðningur yngstu aldurshópanna ræður mestu um þetta.

En ef hún á að verða forsætisráðherra verður eitthvað að breytast frá því eftir síðustu kosningar, þegar henni mistókst að mynda vinstri stjórn.

Þar munaði mestu, að strax eftir kosningarnar límdi Björt framtíð sig við Viðreisn, sem er flokkur hægra megin á miðjunni.

Með öðrum orðum var of mikið bil á milli vinstri vængs Vg og Viðreisnar.

Ef ég man rétt var Katrín í svipaðri stöðu í skoðanakönnunum fyrir síðustu kosningar og nú en það dugði ekki til að mynda stjórn.

Í síðustu kosningum kom ungt fólk fram sem fulltrúar hans og rætt hefur verið um að sumt af því sé það róttækt að jafna megi þeim við "villikettina" svonefndu sem voru ekki alltaf þægir í táumi í Vg þegar flokkurinn var í stjórn með Samfylkingunni.  


mbl.is Katrín nýtur stuðnings flestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að bera mætti meira á Ara Trausta Guðmundssyni við hlið Katrínar. Hann er maður við mitt hæfi. Sterk greindur með mikla menntun á sviði náttúruvísinda og excellent framkomu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2017 kl. 13:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri grænir hafa miklu meira fylgi nú en í alþingiskosningunum í fyrra, samkvæmt skoðanakönnunum.

Viðreisn og Björt framtíð eru hins vegar með miklu minna fylgi nú en í fyrra og gætu því dottið út af Alþingi.

Vinstri grænir, Píratar og Samfylkingin geta allt eins myndað ríkisstjórn eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, eins og skoðanakannanir hafa verið undanfarið.

Vinstri grænir og Píratar eru nú næst stærstu flokkarnir á Alþingi með tíu þingmenn hvor.

Viðreisn vildi hins vegar ekki mynda fimm flokka ríkisstjórn í fyrra með Vinstri grænum, Pírötum, Bjartri framtíð og Samfylkingunni.

Og enginn á Alþingi vildi mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum, nema Sjálfstæðisflokkurinn, og ekki eru miklar líkur á að Framsóknarflokkurinn fái fleiri þingmenn nú en í fyrra, þegar flokkurinn fékk átta þingmenn.

Skoðanakannanir eru hins vegar ekki kosningar.

Í fyrradag:

Vinstri grænir á mikilli siglingu

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband