Þotan, sem ógnar því að "Ameríka verði stórkostleg á ný."

Bandaríkjamenn eru að vísu tíu sinnum fjölmennari en Kanadamenn, en engu að síður hefði maður haldið að Kanadamenn væru Ameríkanar. 

En belgingurinn í "Kananum", það er, þeim Bandaríkjamönnum, sem eru að kikna undan stórlæti og hroka, er svo mikill, að að þeir einoka nánast alveg heitið "American." Bombardier,_BD-500_CSeries_CS300,_C-FFDK_(18777967098)

Krafa Trumps um að beita refsitollum og hvers kyns brögðum til þess að endurheimta hin stórkostlegu Bandaríki undir kjörorðinu "Make America great again" beinist, hvað mest að nágrannaþjóðunum tveimur, Mexíkóum og Kanadamönnum, er búa þó báðar í löndum sem tilheyra norðurhluta heimsálfunnar Ameríku. 

Og það er þotan, sem myndin er af, sem ógnar því að "Ameríka geti orðið mikilfengleg á ný."

Þegar Bandaríkjamenn hafa ekki getað keppt við Þjóðverja í gæðum bíla, talar Trump hástöfum um hve nauðsynlegt það væri að setja sérstaka refsitolla á þýska bíla. 

Það á að vera grundvöllurinn að því sem kallað er að gera Ameríku aftur stórkostlega og liggur beint við að finna gamlan andstæðing úr tveimur heimsstyrjöldum. 

En nú þarf að bæta öðrum Ameríkumönnum en Bandaríkjamönnum í hóp óvinanna, sem eru þess varla verðir að vera kallaði Ameríkanar.  

Þegar hallar á svipaðan hátt á hina einu sönnu Ameríkana í flugvélasmíði, eru 219 prósent refsitollar lágmark til þess að bægja óæskilegum kanadiskum flugvélum frá Bandaríkjunum og hrópa: "Let´s make America great again." 

Þegar skoðaðar eru hinar stórhættulegu þotur, sem Bombardier hefur hannað, svonefnda C-seríu, sem ógnar því að Ameríka verði aftur mikilfengleg, kemur í ljós að það er fyrst og fremst hugvitsamleg hönnun í samblandi við að finna ákveðinn markhóp, auk þess sem Pratt and Whitney hefur verið ein besti og farsælasti hreyflaframleiðandi heims í meira en hálfa öld, sem gerir Bombardier kleyft að bjóða upp á meiri þægindi fyrir farþega í þessum vélum en í smærri Boeing þotunum.

Sætin eru breiðari, af því vinstra megin í farþegarýminu eru aðeins tvö sæti í hverri röð en hins vegar þrjú hægra megin. 

Í Boeing-þotunum eru þrjú sæti beggja megin, en skrokkurinn gerir ókleyft að hafa þau eins breið og hjá Bombardier. 

Boeing-skrokkurinn situr nefnilega uppi með sömu breidd og var í fyrstu þotunum fyrir 60 árum, en fólk hefur stækkað síðan þá. 

Það hefur tekið Bombardier mörg ár að finna réttu lausnina og nú slær hún i gegn.

Í nýlegum skoðanakönnunum hefur komið fram að meirihluti Bandaríkjamanna skammast sín fyrir forseta sinn. 

Er það furða?


mbl.is Leggja 219% refsitolla á Bombardier
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt fram á áttunda áratuginn, voru bandaríkin "stór" ... en upp úr 90 áratugnum, með tilkomu George Bush sr, sumir myndu segja með að Ronald Raegan, eða Róni Ríki hafi markað skilin.  Síðasta herþota þeirra, F-22 er rusl ... Nýja "Bismark", sem þeir smíðuðu, er svo oft í slippnum að það hefur engan tíma til að sigla um höfinn ... NASA er "pólitísk" stofnum ... og svona má lengi telja.

Þú veist að fyrir viku síðan, fórst ein Su-27 í Nevada eiðimörkinni, við "flugrannsóknir" sem bandaríkjamenn hafa haft á Rússneskum flugvélum en þeir hafa keypt stóran flota af þeim, til að komast að því hvernig rússar smíða flugvélar. Þol rússneskra flugvéla, er 4-sinnum meira en hér á vesturlöndum.

Bandaríkin voru "stór", því áður voru þeir ekki aðilar að "patent" lögunum og gátu kópíerað allt sem fannst ... þá voru Bandaríkin eins og Kína í dag.  Þú kast keypt ódýrar kópíur af öllu ... nú halda þeir (eins og sumir aðrir, sem ég nefni ekki) að þeir séu "the Master race" hóst-hóst-hóst.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 05:17

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

RÚV-tónninn gagnvart Donald.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.9.2017 kl. 07:03

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvitað ljótt af Trump að einoka orðið "American", jafn ljótt og að flestir forkólfar ESB og ráðamenn sumra ríkja Evrópu einoka orðið "Europe".

Menn tala stórum orðum um hótanir Trumps um að leggja ofurtolla á innflutning bíla frá Evrópu til USA. Það má vissulega gagnrýna slíka hótun. En enginn talar um öll þau höft sem Bandarískir bílaframleiðundur þurfa að yfirstíga ef þeir vilja flytja bíla frá USA til Evrópu!

Hræsnin er yfirgengileg!!

Gunnar Heiðarsson, 28.9.2017 kl. 08:20

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sá sem var stór fyrir 100 árum var sá sem átti öflugasta orrustuskipið.

Sá sem var stór fyrir 75 árum var sá sem átti öflugasta flugmóðuskipið.

Sá sem var stór fyrir 50 árum var sem átti öflugustu þoturnar.

Sá sem var stór fyrir 25 árum var sem átti öflugustu tölvuna.

Sá sem er stór í dag er sá sem á öflugustu róbótana. 

Guðmundur Jónsson, 28.9.2017 kl. 09:23

5 identicon

Tal Trumps um að leggja ofurtolla á innflutning bíla frá Evrópu koma kæru Boeing og refsingunni við brotum Bombardier ekkert við. Bandaríkjamenn litu óheiðarlega viðskiptahætti alvarlegum augum löngu fyrir komu Trumps á forsetastól.

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 10:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að RÚV hefði áhrif á skoðanakannanir í Bandaríkjunum.

Þorsteinn Briem, 28.9.2017 kl. 15:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti ríkja í Atlantshafsbandalaginu, NATO (North Atlantic Treaty Organization), eru ekki við Atlantshafið.

Þorsteinn Briem, 28.9.2017 kl. 15:48

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti ríkjanna í Atlantshafsbandalaginu er ekki við Atlantshafið, átti þetta nú að vera.

Kýpur er í Asíu en er þó í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 28.9.2017 kl. 15:58

9 identicon

Þakka góðan pistil og frábær gögn.

Sigþór Hrafnssson (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 16:01

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ítalía var einn af stofnendum Atlantshafsbandalagsins (North Atlantic Treaty Organization) árið 1949 en er þó ekki við Atlantshafið.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar kannski að senda Ítalíu og RÚV skammarbréf fyrir það.

Þorsteinn Briem, 28.9.2017 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband