30.9.2017 | 01:50
"Læk" á nýja túlkun á taumleysinu.
Taumleysi, bruðl, sóun og græðgi eru fyrirbæri sem vert er að skoða og taka til meðferðar, svo mjög sem þessi fyrirbæri geta orðið mannkyninu dýrkeypt á 21. öldinni.
Ástæða þess að mér líkar það vel þegar hressir ungir tónlistarmenn taka þetta fyrir og láta vaða er sú, að fyrir 54 árum lét ég vaða og prjónaði lýsingu á villtu partíi inn í harðsoðið og hratt rokklag sem ég samdi og nefndi "Ég hef aldrei nóg".
"Ég vil meira, fæ aldrei nóg" hljómaði í bakröddum í síbylju lagsins, og í laginu er notað atvik úr einu partíi sem ég lenti í á þessum tíma, þar sem þjóðþekktur maður fór ofurölvi í ísskápinn á heimilinu, stal þar kjötlæri og ætlað með það út, en "dó" brennivínsdauða, liggjandi í stiganum við útidyrnar, faðmandi "kjötlæri hrátt" eins og segir í textanum.
Hver tími hefur sinn túlkunarmáta, og þess vegna er sífelld endurnýjun í takt við tímann nauðsynleg.
Þessi fokk it tilfinning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.