"Dauð atkvæði" eru þriðji stærsti flokkurinn.

Þeir flokkar, sem myndu koma mönnum á þing samkvæmt nýjustu skoðanakönnun, hafa rúmlega 90 prósent atkvæða samanlagt. 

9,4% atkvæða yrðu svonefnd "dauð" atkvæði, þar sem 5% "þröskuldurinn" meinaði þessum kjósendum að fá fulltrúa. 

Ef enginn þröskuldur væri, myndu 1,6% atkvæða duga til að koma manni á þing, og Viðreisn og Björt framtíð fengju tvo þingmenn hvor flokkur. 

En þeir fengju engan þingmann í stað fjögurra. 

Hvert framboð, sem fengi þingmann, myndi hins vegar ekki þurfa nema um 1,5% atkvæða á bak við hvern þingmann sinn. 

Þetta myndi líka þýða, að ný stjórn myndi ekki þurfa nema um 45% atkvæða til þess að vera meirihlutastjórn

Svona er nú íslenska lýðræðið. 


mbl.is VG með tæp 30% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við hversu miklar primadonnur Íslenskir stjórnmálamenn eru og hversu erfitt hefur reynst að mynda starfhæfa stjórn með þeim þingmönnum sem við höfum held ég að það yrði varla búbót að sleppa 5% mörkunum. Þá yrði ennþá erfiðara að mynda stjórn, því þingsætin myndu skiptust á enn fleiri flokka og fleiri flokkar þyrftu að vera í hveri stjórn, að jafnaði. Svo þessi 5% mörk hafa hvoru tveggja góðar og slæmar hliðar.

Grikkir eru með það fyrirkomulag að stærsti flokkurinn fær gefins nokkur þingsæti til þess að það verði auðveldara fyrir þá að mynda stjórn, en ég er ekki viss um hvort það hafi verið til að auka stöðugleika þar.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 09:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að það eigi eftir að fara fram mikil samþjöppun á atkvæðunum.

Þeir sem vilja vinstristjórn yfirgefi Samfylkinguna, Bjarta framtíð, Flokk fólksins og Pírata og kjósi þess í stað VG.

Þeir sem vilja hægristjórn yfirgefi Framsóknarflokkana og kjósi Sjálfstæðisflokk. Viðreisnaratkvæðin fari sömu leið. 

Ég held líka að mikið af óákveðnum séu nær miðju og til hægri - kjósendur vinstriflokkanna eru búnir að ákveða sig en þeir sem gætu hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru hikandi að negla það niður en gera það margir þegar nær dregur (Sjálfstæðisflokkurinn kom miklu betur út úr seinustu kosningum en skoðanakönnunum fyrir þær). 

En sjáum hvað setur. 

Geir Ágústsson, 11.10.2017 kl. 09:38

3 identicon

Hvernig geta menn séð Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem leiðtoga? Hann faldi peninga í skattaskjóli og taldi vísvitandi rangt fram til skatts. Viðurkenndi það, gat ekki annað. Fyrir slík brot fá margir sekt ef ekki fangelsidóm. Hann laug í viðtalinu fræga við Sven Bergman og tók til fótanna. Hann hefur nær enga menntun. Hvað er eiginlega að fólki? Er ekki von að maður spyrji?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 11:00

4 identicon

það verða alltaf dauð athvæði nema menn lati menn raða eftir númerum 1,flokkur. 2.flokkur og svo framfeigi. en þá verða menn að finna betri talningamenn . það skiptir engu hvað menn kjósa bara að koma á kjörstað það er ástæða fyrir þessari 5% reglu . finnst mönum ekki nógur glundroði á þyngi þó menn noti ekki 1.6% regluna

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 11:46

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki trygging fyrir algerri samstöðu í ríkisstjórnarflokki að hann sé stór. 

Stundum getur það verið þvert á móti, að vegna þess hve þingmennirnir eru margir þurfi minna til að einhver eða einhverjir þeirra hlaupist undan merkjum. 

Ómar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband