11.10.2017 | 16:06
Furðu mikill munur á milli skoðanakannana.
Það er furðu mikill munur á milli tveggja skoðanakannana á svipuðumm tíma ef Vinstri græn fá 30% fylgi í annarri en tæplega 22ja% fylgi í hinni.
Og að Samfylking fái 13% fylgi í annarri en 8% í hinni.
Fyrirbærið er að vísu gamalkunnugt.
Þannig fékk Sjálfstæðisflokkurinn alltaf minna í kosningum en í skoðanakönnunum hér áður fyrr hjá Gallup en í könnunum DV.
Kannanir DV voru yfirleitt réttari.
Ástæðan þá var sú, að í könnun DV var spurt nánar út í það hvern fólk myndi kjósa, ef það kysi ekki Sjálfstæðisflokkinn og óákveðnir spurðir hver væri líklegastur til að fá atkvæði þeirra.
Vinstri grænir með 21,8% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munurinn getur legið í framkvæmdinni. Í könnun fréttablaðsin var spurt tveggja spurninga til vara við þá fyrstu beinu ef svör við fyrstu þóttu ekki fullnægjandi.
Greinilega gert til að kreista einhver svör út úr þáttakendum og þrysta svarhlutfalli upp. Ein varaspurningin varðaði Sjálfstæðisflokkinn bein af öllum flokkum.
Eiginlega og einfaldlega hvort fólk ætlaði að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Nei við því þýðir að hver og einn hinna flokkana gat átt atkvæðið. Ekki er gefið upp hvernig og hvert þessum atkvæðum var úthlutað.
Þetta var í meira lagi vafasöm könnun í alla staði.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 16:50
Að kreista einhver konkret svör út úr óákveðnum og bókfæra þau sem ákveðin svör er gersamlega út í hött.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.