Líklega hefur þetta aldrei gerst áður hér.

Íslensk stjórnmálasaga geymir ekkert dæmi, svo að ég muni eftir, um það að formaður flokks og leiðtogi segi af sér formannsefmæbtti aðeins rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. 

Fylgi Viðreisnar hefur ekki enn tekið við sér í skoðanakönnunum og eftir ómarkvissa og brokkgenga frammistöðu formannsins í sjónvarpinu á mánadagskvöld hefur draumurinn um að auka fylgi flokksins fjarlægst. 

Enda hafa framboð og frambjóðendur þyrpst inn á miðjuna í stjórnmálunum þar sem of lítið veriðist vera til skiptanna til þess að allir geti fengið hin þráðu fimm prósent sem skilja á milli þess að fá engan þingmann eða þrjá. 

Svona óvenjuleg afsögn lyktar af því að ákveðin örvænting kunni að vera að grípa um sig í röðum flokksmanna og að eina ráðið sé að einhver von finnist með því að tefla fram jafn duglegri og röggsamri konu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er. 

Gallinn kann hins að vera sá, að Þorgerður muni fá í fangið upprifjun á ferli hennar sem ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda Hrunsins auk gamalla mála úr Hruninu sjálfu. 

Í tímapressunni fyrir kosningar kann það að stela tíma í umræðum ef þessi mál Þorgerðar Katrínar verða mikið umtöluð í stað þess að óbreyttu hefði afsökunarbeiðni Benedikts hugsanlega orðið fljótafgreiddari og stefnumál flokksins fengið nauðsynlegt rými. 

Í kosningabaráttu skiptir miklu fyrir framboð að komast að með sín málefni og ráða umræðuvettvangnum.

Þetta er hið gamla lögmál úr íþróttum og hernaði um að halda frumkvæði og ráða því hvar barist er. 

Gott dæmi um þetta var hvernig rúmum þremur vikum fyrir kosningarnar 2007 gamli fjórflokkurinn tók umhverfismál algerlega út úr umræðunni og keyrði á velferðarmálin og efnahagsmálin í allri umræðunni og auglýsingaflóðinu. 

Og í kosningabaráttunni 2013 tókst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að gera sínar hugmyndir um að herja á "hrægamma" og vogunarsjóði að næstum því eina umræðuefninu. 

Það reyndist lykillinn að því að kjósendur skiptust í tvo hópa, þá sem voru hlynntir hans stefnu og þá, sem höfðu efasemdir. 

Tæplega fjórðungur reyndist fylgjandi þessari stefnu Sigmundar Davíðs og það nægði til stórsigurs fyrir Framsóknarflokkinn og forsætisráðherraembættisins í nýrri stjórn.  


mbl.is Vék til hliðar vegna fylgis flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftirtektarvert hvað íslenskir kjósendur eru áhrifagjarnir og grunnhyggnir (manipulable).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.10.2017 kl. 10:26

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þorgerður Katrín afskriftakúlulánsdrottning,Bjarni Benediktsson aflandseigna,vafnings,afskriftir,leyndarhyggja,sérhagsmunir, Borgun,Engey,Sigmundur Davíð,sneypuafsögn,aflandseign,lygi,vafningur.......þetta fólk er í forsvari fyrir flokka sína. Hvað er í höfðinu á fólkinu sem kýs þetta fólk til valda? Þetta er með svo miklum ólíkindum að ég á ekki orð yfir heimsku þessa fólks fyrir að hunskast ekki frá og stuðningsfólks flokka þeirra. Fyrst að flokkarnir geta ekki séð um að losa sig við þessar óværur þá eiga auðvitað kjósendur að gera það. Öðruvísi breytist ekkert hérna í þessu Guðsvolaða bavíanalandi.En það sýnir enn og sannast að kjósendur á Íslandi eru ekki að velta sér upp úr þjóðarafkomu. Það kýs eftir peningaeign og átrúnaði og þráir ekkert heitar en að vera í sömu sporum og ríka fólkið jafnvel þótt það kosti það æruna í svindli og braski.money-mouth

Ragna Birgisdóttir, 12.10.2017 kl. 13:17

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

https://kjarninn.is/skyring/2017-10-11-misskipting-auds-heldur-afram-ad-aukast-islandi/

Ragna Birgisdóttir, 12.10.2017 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband