Hin þrönga sýn virðist yfirgnæfandi.

Í gær voru tvö atriði samliggjandi á dagskrá Arctic Circle sem sneru að áhrifum loftslagsbreytinga á heimsvísu. 

Annars vegar ávarp, kynning og umræður varðandi yfirlýsingu Alkirkjuráðsins sem lesin var á Lögbergi og undirrituð í Þingvallakirkju í gærmorgun, þar sem prestar og leiðtogar þeirra 500 milljóna kristinna manna, sem eru innan vébanda ráðsins eru hvatir til þess að láta til sín taka í umræðum og aðgerðum varðandi vaxandi umhverfisvanda heimsins, en hins vegar umfjöllun og umræður um niðurstöður svonefnds hóps sem kom saman í Marrakesh fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar til að komast að markvissri og einfaldrar niðurstöðu varðandi það að beisla afl almennings og þar með ráðamanna til baráttu gegn loftslags- og umhverfisvandanum.

Þegar rennt er yfir umfjöllun íslenska fjölmiðla um Arctic Circle virðist hins vegar hin þrönga sýn á beina efnahagslega hagsmuni þjóðanna á norðurslóðum yfirgnæfandi.

Fyrirsögnin á tengdri frétt á mbl.is, "tryggja þarf sjálfbæra þróun" lofa góðu, en innihald fréttarinnar veldur vonbrigðjum.

Vitnað er í orð utanríkisráðherra Íslanda um "sjálfbæra þróun efnahags-og viðskiptalífs, í sátt við umhverfið efnahags- og viðskiptalífs á svæðinu, að vísu í sátt við umhverfið á svæðinu."

Að vísu heitir ráðstefnan Arctic Circle en viðfangsefni Marrakeshópsins, sem Ólafur Ragnar kynnti, sýnir að málið er miklu stærra og snertir allt mannkynið. 

Má sem dæmi nefna að fulltrúi Fiji eyja lýst því á áhrifaríkan hátt í pallborði Alkirkjuráðsins á Arctic Circle hver áhrif bráðnandi jöklar á Íslandi og norðurslóðum hafa á búsetuskilyrði og hag hundraða milljóna manna sunnar á hnettinum. 

Á Fiji-eyjum hvílir tilvera  fátæks 800 þúsund manna þjóðfélags að mestu á nýtingu á ströndum eyjanna, en nú þegar er hækkandi sjávarborð farið að valda vandræðum.

Hér á landi sjá fulltrúar hinna fjarlægu þjóða þá bráðnandi og minnkandi jökla sem eru að verða örlagavaldar fyrir varnarlaust fólk hinum megin á hnettinum.

En þröng sýn á eðli viðfangsefna Arctic Circle, virðist yfirgnæfandi hjá fjölmiðlunum, helst umfjöllun um hin "fjölbreyttu tækifæri" sen bráðnun íssins og hlýnandi loftslag muni færa þjóðum á norðurslóðum, en siður umfjöllun um neikvæðar hliðar eins og súrnun sjáar, hvað þá alvarlegar afleiðingar annars staðar á hnettinum. 

Vonandi er þó enn tími til að bæta úr því. 


mbl.is Tryggja þarf sjálfbæra þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stöðugleiki, kjölfesta, innviðir, fjölbreytt tækifæri, sjálfbær þróun. Tómt orðagjálfur sjallanna. Vita ekkert hvað þeir eru að tala um. "No idea, ignorance."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband