Þjóðgarður með störfum og tekjum er í boði ef ekki verður virkjað.

Á málþingi í Árnesi í sumar hélt stjórnandi mats á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar því blákalt fram að það væri hægt að gera þjóðgarð á stærsta ósnortna víðerni Vestfjarða þótt Hvalárvirkjun yrði reist. Mörg dæmi væru um það erlendis að slíkt væri gert. hjarta-vestfjarda

Svo virtist sem enginn myndi andmæla þessu og að fundarmenn tækju þetta sem staðreynd. 

Sem betur fór var hægt að standa upp og skora á stjórnanda matsins að nefna dæmi um þetta og segja honum frá því að í ferðum um 30 þjóðgarða og 18 virkjanasvæði í Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Portúgal hefði komið berlega í ljós að aðeins væri að finna tvo staði þar sem miðlunarlón lægju við mörk þjóðgarða og hefðu þau bæði verið gerð fyrir 80-120 árum þegar viðhorf voru allt önnur en nú. 

Þetta eru Hetch-Hetchy norður af Yosemite-þjóðgarðinum og Grand Lake við jaðar Rocky Mountain þjóðgarðsins í Colorado. 

Hvorugt lónið var inni í þjóðgarði en vatn í við Grand Lake væri lónið hluti af vatnsmiðlun, sem væri framkvæmd þannig að þetta náttúrugerða vatn væri þannig tengt við hið raunverulega miðlunarlón utan þjóðgarðsins, að yfirborð náttúrugerða vatnsins væri haldið stöðugu. 

Stjórnandinn góði svaraði mér ekki. 

Hvalárvirkjun mun ekki skapa eitt einasta starf eftir byggingu hennar. 

Stór Drangajökulsþjóðgarður gæti hins vegar skapað allmörg störf og líklegast er að þau skiptust svipað og störfin við Vatnajökulsþjóðgarð og yrðu flest unnin af konum á barneignaaldri, en slíkt skiptir sköpum um varðandi viðhald byggðar. 

Þessi þjóðgarður, stækkun á friðlandi Hornstranda, inni í því hjarta Vestfjarða, sem sýnt er í grófum dráttum á myndinni, er í boði, en aðeins ef svæðið er ósnortið en ekki virkjað. 

Þótt lagður verði virkjanavegur upp á Ófeigsfjarðarheiði mun enginn þeirra meira en 80% ferðamanna, sem koma til landsins til að upplifa ósnortna náttúru, fara þangað upp. 

Meðal annars vegna þessa fór ég á hjólinu Létti Vestfjarðahringinn síðastliðið sumar í beinu framhaldi af hringnum um þjóðveg eitt í kynningu á diskasettinu "Hjarta landsins" þar sem ein mynd af fjórum á settinu er frá Vestfjörðum. 


mbl.is „Það er ekkert betra í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar. Ég hef furðað mig dálítið á þessari fjölmiðlastýrðu óveðursöldu akkúrat núna, þarna á blessuðum Ströndunum?

Ég hef hvorki heyrt né skilið nákvæmlega hvað hangir á spýtunni í þessari kostninga-auglýsingabaráttu á Ströndunum?

Þú er mjög góður í að segja frá Ómar. Það er þinn styrkleiki. En þú veist ekki alltaf hvað af þínum frásögnum verða misnotaðar af fólki sem þú hefur ekkert tækifæri til að koma þínum frásögnum að. Það vita þeir sem misnota hæfleika fólks á bak við leiktjöldin.

Ég bið nú bara allar góðar Stranda-vættir og alla góða vitringa alheimsins um að ekki verði reyst heimsveldisglæpa fyrirtækjanna hóruhótel þarna á Ströndunum.

Hóruhótel á Ströndum, sem gerð verða út fyrir heimsveldis-auðmennina siðblindu, sem ætla sér að hafa þessa afskekktu náttúruperlu fyrir sig og sitt þrælanna varnarlausu ormagryfju-yfirheimsklerkanna stýrða djöflahreiður. Og varið af Sýslumönnum og lögmönnum bankaræningjamafíu-klerkastjórana.

Undarlegt að þú skulir beita þér fyrir þessu einmitt núna, þegar þú hefur nýlega verið í svokallaðri "heiðursmanna"-Þingvallaferð með alheims-klerkunum skattrænandi og skattsvíkjandi.

Almættisins heilaga María Guðsmóður verndi þig og alla aðra, sem verið er að misnota og fara illa með hér á klerkagræðginnar helsjúku jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2017 kl. 13:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ja, hérna. Það eru nú reyndar þegar komin hótel á Ströndum og ekki er það fýsilegt hlutskipti mig að ganga í lið með kanadíska auðmanninum og gott ef ekki er líka erlendur barón sem standa að baki fyrirhugaðri aðför að vættum náttúrunnar á hinum ósnortnu víðernum Vestfjarðakjálkans. 

Ómar Ragnarsson, 15.10.2017 kl. 14:32

3 identicon

Ja, þá erum við kannski að tala um sama málið frá tveimur ólíkum sjónarhornum, af fjölmörgum frekar illa, og jafnvel kjósendanna almennt ó-upplýstum sjónarhornum, Ómar minn?

þá er komið að spurningunni um hver ræður framhaldinu um fjölmiðlamatreidda og málshótandi/blekkinganna MORFÍSMEISTARANNA, á þessari baktjalda-hótelbygginganna svartamarkaðsbraskandi og brjáluðu þrælastjórnsýslu Íslands.

Í stjórnsýsluspilltu ríki eins og Íslandi, eru vafalaust embættis-stjórnanna og banka-stjórnanna blekkingar á bak við allt sem sagt er og gert.

Því miður erum við ekki komin lengra á siðfræðinnar mennsku brautinni hér á Íslandi. Enginn einn getur breytt því. Og enginn getur ætlast til slíks af einum eða fáum einstaklingum.

Þess vegna er umræða án mannorðsmorða og málssókna auðmanna alveg nauðsynleg, fyrir allt samfélagið. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mikilvægi tjáningarfrelsis ólíkra sjónarhorna einstaklinga. Enginn er fullkominn, í jarðarskólanum, eftir því sem ég hef best skilið. En allir geta gert sitt besta, til að bæta samfélagið á heiðarlegan hátt.

Hver er stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðs-yfirmafíunnar, um framtíð Strandasýslu-svæðisins, hér uppi á litla Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður GUðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2017 kl. 15:29

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Og ætlar þú að borga laun þessara starfsmanna þjóðgarðsins? Ef ekki, hver þá?

Jósef Smári Ásmundsson, 15.10.2017 kl. 16:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.

Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna í ár, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

"Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

Spá 342 millj­arða króna útflutningstekj­um ferðaþjónustunnar árið 2015

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2016:

"Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

"Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

"Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika," sagði hún.

"Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:11

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:15

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:16

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mars 2015:

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:18

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagstofa Íslands - Fjöldi íbúa, hlutfall kvenna á aldrinum 20-40 ára og hlutfall allra kvenkyns íbúa 1. janúar 2014:

Ísafjarðarbær 3.639, 13%, 50%,

Dalvíkurbyggð 1.867, 12%, 49%,

Akureyri 18.103, 14%, 50%,

Norðurþing 2.822, 12%, 50%,

Fjarðabyggð 4.675, 13%, 46%,

Vestmannaeyjar 4.264, 13%, 48%,

Reykjavík 121.230, 16%, 50%.

Reykjavík og Akureyri eru með hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 20-40 ára, 16% og 14%, en Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar eru með lægsta hlutfall allra kvenkyns íbúa, 46% og 48%.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:21

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:26

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef 2 milljónir erlendra ferðamanna dvelja á Íslandi á einu ári og að meðaltali í eina viku hver og einn væru þeir um 38 þúsund að meðaltali á degi hverjum og gætu því þurft raforku á við um 11% þeirra sem búa á Íslandi, þar sem þeir eru nú um 340 þúsund.

Heimili nota um 5% allrar raforku á Íslandi og nota því hugsanlega um tíu sinnum meiri raforku en 2 milljónir erlendra ferðamanna á Íslandi myndu nota, sem væri þá um 0,5% af allri raforkunotkun á Íslandi.

Þar að auki greiða heimilin og erlendir ferðamenn mun hærra verð fyrir raforkuna en stóriðjan, sem notar um 77% af allri raforku á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:27

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:29

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vestfirðingum hefur fækkað mjög mikið síðastliðna áratugi og ættu því ekki að þurfa meiri raforku en þegar þeir voru miklu fleiri.

Þeim sem búa í Ísafjarðarbæ fækkaði um fimm hundruð (12%) á tíu árum, frá 2006 til 2016.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 17:53

19 identicon

Ésús Pétur!!!!

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.10.2017 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband