Æðið og síbyljan um að íslensk orka sé öll 100% endurnýjanleg.

Það er myndrænt að horfa á yfirlit á tengdri frétt um fyrirhugaðar virkjanir á Íslandi, alls 57. 

Þá skilst betur ástæða þess þegar við er bætt þeirri stefnuyfirlýsingu Landsvirkjunar, sem birt var fyrir nokkrum árum, að árið 2025 þyrfti að hafa tvöfaldað orkuframleiðsluna í landinu svo að hún yrði þá orðin tíu sinnum meiri en við þurfum sjálf til okkar eigin heimila og fyrirtækja. 

Og að það sé bráðnauðsynlegt að ramma allt landið inn í risaháspennulínur til þess að þjóna stóriðjunni og / eða sæstrengnum til Skotlands.  

Það er eins og oftast renni æði á okkur Íslendinga þegar eitthvað nýtt kemur til sögunnar líkt og Búrfellsvirkjun og 33 þúsund tonna álver í Straumsvík var árið 1970 

Nú er talið nauðsynlegt að hvert nýtt álver þurfi að vera minnst ellefu sinnum stærra en hið "stóra álver" var fyrir 47 árum.  

Og jafnframt er síbyljan um íslensk orka sé öll 100% hrein og endurnýjanleg þulin hvar sem því verður við komið, til dæmis stanslaust á Arctic Circle um helgina þótt fyrir liggi að íslenskar gufaflsvirkjanir endist aðeins í nokkra áratugi og séu því í raun rányrkja og víðsfjarri því að standast kröfur um sjálfbæra þróun. 


mbl.is Varasamt að „blóðmjólka“ auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haspennulinan til skotlands var eitthvad sem Island atti ad gera strax a 90 aratugnum thegar malid kom upp.  Hugsunin um ad mynda alver, var illa hugsad ... nuna standa Islendingar uppi med alver, aluminium eitur i lofti og ladi ... og verda ad selja rafmagnid til theirra a nidursettu verdi. Thvi al, er ekkert a uppleid ... thvert a moti.  Sidan mun Thiskaland og fleiri riki, losa sig vid kjarnorkuna, thannig ad thorf er a orku til heimila i Evropu.  Hvad betur tilfallid, en ad gera thetta ... bara fara svolitid betur med peningana, en ad fleigja theim i hus, hotel, hallir ... og imyndud gong i gegnum kvikuna til vestmannaeyja.

Og hvad vardar 'endurnyjanlega' orku ... thetta andskotans vindraskat, sem kallast Island ... vaeri gott daemi thar sem vind kraftverk gaetu borgad sig.  Sidan er bil milli flod og fjoru a Islandi gifurleg a morgum stodum ... annad daemi, thar sem haegt vaeri ad vinna upp orku.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 20:20

2 identicon

hef aldrei skilið umræðuna um hreina orku. bara mismunandi skítug. bú virðist sæstrengur vera útaf borðinu í bili. en þarf að búa til störf víðsvegar um land bæði fyrir vestan og austan til þess þarf rafmagn rafmagn þarf flutníngkerfi, nokkrar línur eru ornar gamlar t.d, til hafnar og reykjaneslína. ekki munu díselvélar hjálpa til í sambandi við PARÍSARSAMKOMULAGIР

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband