"Rauða bókin" í staðinn fyrir "bláu bókina"?

Sú var tíðin á áratugum saman hér í den, að fyrir kosningar var á dagskrá borgarmeirihlutans "bæklingur, sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík" eins og það er orðað í tengdri frétt á mbl.is. 

Á timum langs tímabils bæjarstjórnar- og síðar borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins var hinni umdeildu "bláu bók" dreift og olli ævinlega miklum deilum og umtali. 

Á þeim tímum voru engar bitastæðar skoðanakannanir gerðar þannig að aldrei kom fram hvaða viðhorf Reykvíkingar höfðu til þessarar veglegu útgáfu né heldur hvaða áhrif útgáfa "bláu bókarinnar" hafði á það hvernig fólk kaus. 

Nú má sjá svipaða umræðu um bæklinginn um húsnæðismál, sem dreift var í morgun, og um bláu bókina á sínum tíma. 

Deilt er á það að útgáfan skuli vera nálægt kosningum. En dæmið hefur snúist við: Sjálfstæðismenn eru núna í minnihlutanum en vinstri flokkar í meirihluta, en þetta var öfugt lungann af 20. öldinni.  


mbl.is Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri síðastliðinn föstudag:

"Við erum stödd í stærsta uppbyggingarskeiði í Reykjavík frá upphafi.

Mikil þörf er á íbúðabyggingum til að mæta aukinni þörf fyrir húsnæði í höfuðborginni en lykilatriði í þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir er samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða.

Þessi félög hafa fjárhagslega burði til að fara í uppbyggingu, enda stefnum við á að 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari af stað á árunum 2014-2019."

Nú þegar liggja fyrir staðfest áform um 4.145 íbúðir með þessum félögum:

1.000 íbúðir í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir, 470 búseturéttaríbúðir, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 135 hjúkrunarrými, 110 sértæk búsetuúrræði og um 640 félagslegar íbúðir.

Allt um þetta hér.

Þorsteinn Briem, 17.10.2017 kl. 22:46

2 identicon

Vonnandi fellur vinstrimeirihlutinn í borginni næsta vor.
Þessi þéttingarstefna bitnar á lífsgæðum og fækkar grænum svæðum.


Því má t.d. ekki Vatnsmýri veri óbyggð og ósnortin?

Í Vatnsmýrinni er t.d. einstök náttúra, dýra og fuglalíf inn í miðri borg.

Öll þessi þéttingarstefna hefur gert aðgengi að borginni verri, meiri umferðartafir og verri samgöngur.

Það er eins og meirihlutinn, sem reyndar býr svo til allur í 101, vilji gera borgina að sínum einkagarði og dreymi um að gera Reykjavík a lítilli New York, sem nota bena gerir það að verkum að borgin er búinn að missa öll sín séreinkenni og sjarma.

Ófeigur Örlygsson (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband