Hvernig gat þessi maður komist þangað sem hann er kominn?

Ofangreind spurning á mjög líklega eftir að vefjast fyrir sagnfræðingum framtíðarinnar varðandi það að Donald Trump skyldi "afreka" það að verða forseti Bandaríkjanna. 

Nú er hann  búinn að vera í níu mánuði í embætti og listinn yfir uppákomur af öllu mögulegu tagi hjá honum lengist og lengist stanslaust, 

Og miðað við svo margt af því sem safnast á þennan lista virðist lítil von til þess að þessu muni linna. 


mbl.is Trump grætti ekkju hermanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á líka eftir að vefjast fyrir íslenskum sagnfræðingum framtíðarinnar hvernig ómenntaður krakki á fimmtugsaldri gat orðið forsætisráðherra Íslands.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 14:18

2 identicon

Það ætti að setja það sem skilyrði í næstu stjórnarskrá að þeir séu a.m.k. doktorarfoot-in-mouth.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 14:38

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nærtækasta skýringin hlýtur að vera sú að kjósendur vildu "eitthvað annað".

Kolbrún Hilmars, 18.10.2017 kl. 15:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Líklega mikið til í þessu, Kolbrún. Einn stærsti galli lýðræðisins í Bandaríkjunum hefur verið spilling þingmanna og óheftur aðgangur auðmanna og valdahópa til þess að hafa áhrif á þingmenn með gríðarlegum fjáraustri til þeirra. 

Eitt af því sem Trump lagði á borð fyrir kjósendur var að það þyrfti að rísa gegn þessu og mótframbjóðandi hans virtist ekki vera neitt á þeim buxum að gera það. 

Hið hlálega var að Trump, sem sjálfur er spilltur og hefur löngum minnt á máltækið um að margur verði af aurum api, skyldi verða sá frambjóðandi sem gaf stærstu loforðin í þessu efni. 

Ómar Ragnarsson, 18.10.2017 kl. 19:37

5 identicon

Mér varð á mörg verri skyssa,

verði þeim að því að flissa,

ég lét leið og lönd,

að lauma lúku í hönd,

og leiddi mig sjálfan að pissa....

 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/18/sigmundur_thurfti_a_salernid/

 embarassed

Þjóðólfur á Kamri (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband