18.10.2017 | 19:58
Enginn flokkur með stóriðjustefnu fyrir þessar kosningar?
Eitthvað í þá veru að hann vissi ekki til þess að neinn flokkur væri með stóriðjustefnu fyrir þessar kosningar sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins á fundi í Norræna húsinu í fyrrakvöld, þar sem fulltrúar framboðanna sátu fyrir svörum um náttúruverndar- og umhverfisstefnu flokkanna.
Að vísu var enginn talsmaður Miðflokksins þarna, svo að kannski átti Sigurður Ingi ekki við hann.
Formaður hans stillti sér á áberandi hátt upp á mynd fyrir fáum misserum í miðju hópi manna, sem stefna að því af ákafa að reisa álver sunnan við Skagaströnd.
Engu að síður vakti það athygli á þessum fundi hvað talsmenn flokkanna töluðu allir að miklu leyti á breyttan hátt um þessi mál frá því sem var uppi á teningnum á sams konar fundi fyrir kosningarnar í fyrra.
![]() |
Menn endurtaka sömu fyrirheitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, þú átt ekki lítinn þátt í því að menn eru hættir í þessu fáránlega orkufreka-iðnaðar-brölti.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 20:52
Í dag:
Tímaspursmál hvenær banaslys verður hjá Norðuráli - Verksmiðjan er þrælabúðir
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.