Svar fengið við 70 ára gamalli spurningu?

Þegar ég er spurður hvað það sé sem ég sé helst hræddur við, er svarið einfalt: Köngulær. 

Sjúkleg hræðsla, beinlínis hlægileg, við skordýr sem sér um að halda flugum í skefjum, skordýr sem hefur þróað með sér stórkostlega verkfræðilega hæfileika við að spinna vefi sína. 

Þessi ótti hefur speglast í svari mínu við spurningunni um það af hverju ég vilji búa á Íslandi. 

Ástæðurnar hafa verið fimm. 

1. Ég er fæddur og uppalinn hérna

2. Það eru fátt um varasöm skordýr, að köngulónni einni undanskilinni. 

3. Ýsa,...

4. ...smjör...

5. ...og karföflur. 

1947, 48 og 49, þegar ég var heilu sumrin í Kaldárseli, var óttinn við köngulær það eina sem skyggði á. 

Af þeim var mikið í mosanum í hrauninu. 

Einhver mesta skelfing sem ég man eftir var þegar ég vaknaði við það eina nóttina að risastór könguló var að skríða yfir andlitið á mér.

Nú er hugsanlega, þótt seint sé, búið að rannsaka og finna út af hverju þessi ótti hefur stafað og maður verður strax ögn rólegri. 

Það var þá eðlileg ástæða fyrir óttanum eftir allt  saman en ekki eimhver niðurlægjandi óhemjuskapur.


mbl.is Óttinn við köngulær á sér skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að ýsa, smjör og kartöflur fengjust einungis á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 23.10.2017 kl. 00:58

2 identicon

 Sæll Ómar.

köngur=net; ló=ullarhnoðri > köngurló > kónguló.

ótti = viðbragð við aðsteðjandi hættu.

fælni = ofurnæmi gagnvart tilteknu viðfangi.

Geðsýki sennilega oftast ofurnæmi

sem og viðbrögð samfélags gegn óæskilegri hegðun;
hegðun sem ekki hentar samfélaginu
sbr. andgeðlæknisfræðina.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband