Glöggt dæmi um sálfræðilegan sigur.

Samkeppnis- og átakasaga liðinna alda og árþúsunda geymir ótal dæmi um það að liðsheildir, sem virtust á pappírnum búa yfir yfirburðum hvað snerti líkamsburði og búnað, urðu að lúta í lægra haldi fyrir andstæðingum sem höfðu betri samvinnu, skipulag og sálarástand. 

Ef leikmönnum í leik Íslendinga og Englendinga voru gefnar einkunnir fyrir leikinn, var samanlögð tala Englendinga mun hærri. 

En þegar Englendingar ráku sig á samtakamátt, baráttuanda og betra skipulag og samvinnu í íslenska liðinu, brotnuðu þeir smám saman sálarlaga vegna þess hve þessi staða kom á óvart og léku undir getu. 

Í orrustunni við ´Cannae hafði rómverski hershöfðinginn Terrentinus yfirburða liðsafla en baið samt beiskan ósigur fyrir samhentari herafla Hannibals sem skipað var fram á þann hátt, að nýta sér eitt elsta bragð hernaðarsögunnar, að koma andstæðingnum á óvart, nákvæmlega eins og Íslendingar gerðu í knattspyrnuleiknum við Englendinga. 

Á meðan fótgönguliðasveitirnar sóttu fram hvor á móti annarri og menn Hannibals hörfuðu skipulega undan ofurefli Rómverja þeysti riddaralið Hannibalsl báðu megin meðfram vígvellinum og kom aftan að rómverska hernumm á leið hans framávið. 

Framsókn Rómverjanna hafði leitt þá í gildru, þeir voru umkringdir.  

Við þetta myndaðist ringulreið hjá Rómverjum, sem fundu ekki skipulega leið til að berjast samtímis bæði fram fyrir sig og aftur fyrir sig. 

Orrustan við Cannea er enn kennd sem grundvallaratriði í flestum herskólum heims. 

Þegar Bretar sóttu inn í Belgíu á móti Þjóðverjum í maí 1940 gengu þeir í svipaða og margfalt stærri gildru. 

Þýski skriðdrekaherinn sótti hratt fram um Ardennafjöll á sama tíma, en þar höfðu bandamenn talið óhugsandi að komast með skriðdreka og höfðu því litlar varnir þar. 

Skriðdrekasveitirnar sóttu allt til Atlantshafsins, lokuðu breska herinn af og ráku fleyg á milli hans og hers Frakka. 

Í byrjun þessa stríðs á Vesturvígstöðvunum höfðu Frakkar og Bretar samanlagt yfirhöndina tölulega gagnvart Þjóðverjum í hermannafjölda og herbúnaði. Her Frakka var þá á pappirnun stærsti landher heims. 

En herbragðið stóra kom bandamönnum í opna skjöldu og þeir misstu bæði kjark og skipulag við mótlætið. 

Þegar Churchill flaug til Parísar til þess að stappa stálinu í Frakka hitti hann fyrir bugaða menn. 

Nöfn frægra staða í hernaðarsögunni þar sem svipað gerðist, eru mörg, Úkraína 1941, Singapúr 1942 og Stalingrad 1942.  

 

 


mbl.is Englendingarnir voru hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar minn. Sumir hafa talað um að það þurfi að skrifa söguna uppá nýtt?

Líklega hefur þöggun "kláru" heims valdaníðings kallana haft þær alvarlegu afleiðingar sem raun ber vitni. Stríð, bankarán, mannsal, þrælahald og svo framvegis. Er, og hefur alla tíð verið undir stjórn heims valdagræðgi sterkra og gráðugra karlakjána-ríkisbubbakalla.

Valdaheimsveldisbubba, sem eru nú alveg að truflast, vegna þess að þeir trúa því raunverulega að "friður og réttlæti" komi frá karlrembu-veiðivilligræðginni "stórustu og klárustu", í stóru og smáu?

Aldrei hefur ástandið verið verra í heiminum heldur en núna, undir páfaklerkaeinræðisveldinu heimsveldanna stríðsherjandi?

Nú á allt, sem sumir karlar í sínum stórkarlalega valdbeitandi kraftaveldi (yfir-yfir-valda-páfaklerka karla), að snúast um að konan í embætti biskups Íslands, sé líklega alveg óverjandi, í þessum margmismunandi og margmistekna klerkakarla-toppa-valdníðs aldanna ofbeldi.

Ég tek það sérstaklega fram hér, að ég er að gagnrýna kaldrifjaðu, valdagráðugu, siðblindu og háttsettu valdakarlana í gegnum aldirnar, en ekki mildu og lægri stéttanna kúgunarvaldsins þrælsettu karlmennina.

Sagt er að konur hafi ekki skrifað né fegrað söguna.

Heldur hafi konur þegjandi, þrælandi og hlóðalaust haldið uppi þessum stóru valda-vanhæfu valdakarla-stórvöxnu börnum, í Vatíkansklerka-skattpíningar ræningjahöfuðstöðvum illra afla!

Það er víst einhverskonar dagur kvennastarfa, á Íslandi í dag?

Og þegar maður flettir fréttakjaftablaðinu, þá eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður M-(eitthvað) og Recep Tayyip Erdogan á blaðsíðu 8 og 10?

Erdogan Tyrklands er einn af "stóru köllunum" á kvennafrídaginn á Íslandi, í mest þvingunarlesna Erdoganaranna þöggunarvaldsins "frítt" fréttablaðinu? 24 október 2017?

Hverjir stýra sögunni, og hverjir stýra hótunum um fjölmiðlaþöggun þriggja ótilgreindra fjölmiðla eftir kosningar, og nú þegar fjölmiðlaþöggun á einn fjölmiðil? Á Íslandi?

Tyrkjaránið? Númer tvö?

Ekki var sagan um Tyrkjaránið skráð af konum?

Hugsa sér að verið sé að blekkja og fara illa með hálf Tyrkneska konu á Íslandi, til að undirbúa jarðveg Tyrkja-einræðisherrans á Íslandi, með flokk ESB-Tyrkjakúgara í Evrópu?

Hjálpum Semu Erlu, og öllum öðrum sviknum, kúguðum og blekktum konum og mönnum af lægri og varnarlausari stéttum, til að sleppa frá þessum valdníðingum heimsveldiskúgunar-blekkingarbankanna, og yfirpáfaveldis-kúgaranna karlrembustýrandi. Frá Tyrklandi, meðal annars!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2017 kl. 16:51

2 identicon

Og nú er Geir Waage að karla-prédika í viðtali við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu?

Skoðun í karlaveldi hefur álits-"tjáningarfrelsið", á kvennadaginn 24 október?

Á Útvarp Sögu, sem kannski er einn af þeim þremur fjölmiðlum sem hefur verið hótað lögbanni og málssókn eftir kosningar?

Við almenningur vitum ekki hverjir tala í fjölmiðlum undir þessum "Tyrkjahótunum" sumra framboða fram að kosningum? Hvað hefði Jesús sagt um það?

Frelsi og sannleikur? Hvað heldur fólk?

Og trúverðugleiki óttalegu hótananna er staðfestur með lögbanni valdakarlaembætta, á upplýsingar Stundarinnar, korter í kosningar? Það er óverjandi.

Tjáningarfrelsið og upplýsingar tjáningarfrjálsra er grunnur lýðræðislegra kosninga!

Þöggun á tjáningarfrelsinu er þöggun og ógilding marktækra og löglegra kosninga lýðsins, sem er valdalaus, þrælsettur, bankarændur og blekktur af yfirvaldinu skattrænandi og svíkjandi!

Jesús Kristur var sagður boðberi náungakærleikans og sannleikans, en ekki verjandi embættis-Páfanna skattpíningar-böðlandi, rænandi og svíkjandi? Stóru strákanna "yfir-burðar-valdbeitandi"!

Nú þurfa karlaklerkarnir að sýna margra alda eftirlýstan þroska og manndóm, án þess að sníkja pening af kirkjugestum, eins og sumir prestar gera nú orðið!

Konur eru meðal margra annarra, varnarlausir blórabögglar grimmra karlanna veldisins!

Vatíkanið er ekki skipað konum?

Hvers vegna ekki?

Er það ekki nokkuð augljóst?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2017 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband