Carter náði árangri 1994.

Jimmy Carter mistókst margt í forsetatíð sinni, var líka óheppinn og tapaði af þessum sökum fyrir Ronald Reagan 1980.

En hann virðist hafa verið laginn samningamaður á persónulegum fundum, til dæmis í deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna og í ferð sinni á vit Kim Il sung  þar sem hann fékk hinn mikla "landsföður" Norður-Kóreumanna til þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína. 

En við fráfall Kim Il-sung kom þar að eftirmenn hans töldu sig ekki bundna af þessu samkomulagi. 

Carter veit að til þess að hann geti endurtekið leikinn frá 1994 verður hann að ergja Trump sem minnst og fá hann ekki upp á móti sér. 

Mjög mikið er í húfi, og það gerir tilboð Carters áhugaverðara en ella, einkum vegna fyrri árangurs hans á sviðið alþjóðlegra samningaviðræðna. 


mbl.is Býðst til að fara til Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Jimmy Carter gaf út bók árið 2006 sem heitir Palestine:peace not apartheid. Þar lýsir hann kúgunarkerfi Ísraela á palestínsku landi og segir að aðskilnaðarstefnan þar sé í ýmsu verri en var í Suður-Afríku.
https://youtu.be/3vP2u6JtmKI

Pétur Þorleifsson , 24.10.2017 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband