Ef þú getur ekki sigrað þá, gakktu í lið með þeim.

Viðskiptasaga allra tíma geymir mörg dæmi um það þegar breytt tækni eða breyttar aðstæður felldu viðskiptarisa eða gengu nærri þeim. 

Kodak hafði yfirburði á ljósmyndamarkaðnum þar til stafræn tækni ruddi sér til sér til rúms.

Ford verksmiðjurnar framleiddu meira en helminga allra bíla í heiminum á tímabili en voru nálægt því að verða gjaldþrota eftir seinni heimsstyrjöldina vegna tregðu til að tileinka sér nauðsynlegar tækninýjungar. 

Sumt í bílum þeirra var 14 árum á eftir tímanum, svo sem þverfjaðrirnar. 

Hugsanlega bjargaði hergagnaframleiðslan í stríðinu verksmiðjunum. 

Japanskir bílaframleiðendur urðu sigursælir á markaðnum á árunum 1970-1990 með því að ráðast fyrst inn á markað fyrir ódýrustu bílana. 

Dæmi um rangan hugsunarhátt Kananna var að Ford Falcon 1960 var seldur eins ódýrt og hægt var með þvi að eyða sem minnstu af efni og nostri í hann og setja markið ekki hærra en það að hann entist að meðatali í 2-4 ár. 

Japanirnir höfðu bílana sína hins vegar miklu minni í fyrstu en vönduðu svo mjög til þeirra að ending þeirra var sú mesta í bransanum öllum og bilanatíðnin minnst. 

Þannig bjuggu þeir til stækkandi hóp fólks, sem hélt tryggð við japönsku merkin, og japönsku bílaframleiðendurnir gættu þess vel að bjóða æ stærri bíla eftir því sem kaupendahópurinn, sem var stærstur í bandaríska skólakerfinu, varð eldri og efnaðist. 

"Let´s beat them at their own game" er orðtak sem erfitt er að þýða, en íslenska máltækið að "fella menn á eigin bragði" nær því að hluta. 

Eftir því sem jarðefnaeldsneyti fara að ganga til þurrðar á þessari öld og útskipti á orkugjöfum vaxa, þurfa olíufélögin að passa sig á því að verða ekki of sein til að bregðast við breyttu umhverfi. 

Þau gætu þurft að sækja inn á nýjan markað fyrir aðra orkugjafa en bensín og gasolíu og fyrir þjónustu við farartæki, sem nota aðra orkugjafa en bensín og dísilolíu. 

 


mbl.is Bensínsala N1 minnkar um tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2017:

"Orka nátt­úr­unn­ar (ON) og N1 ætla í sam­ein­ingu að reisa hlöður fyr­ir raf­bíla meðfram helstu þjóðveg­um lands­ins.

Stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna hafa skrifað und­ir sam­komu­lag um að hlöður ON rísi á af­greiðslu­stöðvum N1 víðs veg­ar um landið.

ON hef­ur þegar reist þrettán hlöður fyrir rafbíla í sam­starfi við ýmsa aðila, þar á meðal N1."

"ON hef­ur einnig aukið mjög upp­lýs­inga­gjöf til raf­bíla­eig­enda með út­gáfu smá­for­rits­ins ON Hleðsla fyr­ir Android og iP­ho­ne.

ON Hleðsla veit­ir meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um vega­lengd í næstu hlöðu, hvar hún er, hvaða hleðslu­búnaður er í henni og hvort hún er laus eða upp­tek­in.

Í til­kynn­ingu seg­ir að N1 reki 95 stöðvar á landinu og þar með víðtæk­ustu þjón­ustu hér landi fyr­ir bif­reiðaeig­end­ur."

"Um 20 mín­út­ur tekur að hlaða raf­bíl og mik­il­vægt fyr­ir öku­mann og farþega að geta slakað á í nota­legu um­hverfi og fengið sér kaffi­bolla eða aðra hress­ingu á meðan bíll­inn er í hleðslu."

Orka náttúrunnar (ON) og N1 með hleðslustöðvar fyrir rafbíla við þjóðvegi landsins

Þorsteinn Briem, 25.10.2017 kl. 18:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.3.2017:

"Vegna árs­ins 2016 styrkti Orku­sjóður sex aðila um 66,7 millj­ón­ir króna til að setja upp sautján hraðhleðslu­stöðvar og þrjár minni á eft­ir­töld­um stöðum:

Skjöldólfs­stöðum, Bláa lón­inu, Land­eyja­höfn, Vest­manna­eyj­um, Eg­ils­stöðum, Höfn, Staðarskála, Fá­skrúðsfirði, Djúpa­vogi, við Jök­uls­ár­lón, í Skafta­felli, Kirkju­bæj­arklaustri, Vík, Hellu, Flúðum, Geysi í Hauka­dal, Hvera­gerði, Blönduósi, Varma­hlíð og Reykja­hlíð.

Vegna árs­ins í ár hafa tíu aðilar verið styrkt­ir um 66 millj­ón­ir króna til að setja upp sextán hraðhleðslu­stöðvar og tvær minni:

Garðabær, Hafn­ar­fjarðarbær, Isa­via, N1, Olíu­versl­un Íslands, Orka nátt­úr­unn­ar (ON), Orku­bú Vest­fjarða, Reyk­hóla­hreppur, Skelj­ungur og Vist­orka.

Loks hef­ur Orku­sjóður ákveðið að styrkja tólf aðila til að setja upp níu hraðhleðslu­tæki og 58 minni.

Þar af er Reykja­vík­ur­borg styrkt til upp­setn­ing­ar á þrjátíu minni hleðslu­staur­um víðs veg­ar um borg­ina.

Sex hraðstöðvarn­ar af níu verða sett­ar upp í Reykja­vík á veg­um Orku nátt­úr­unn­ar, Olíu­versl­un­ar Íslands og Skelj­ungs.

Á þessu loka­ári styrkt­ar­verk­efna Orku­sjóðs verða auk þessa sett­ar upp tólf hleðslu­stöðvar víða á Aust­ur­landi, ein í Grinda­vík, þrjár í Mos­fells­bæ, á Húsa­felli, Reyk­holti, við Selja­lands­foss, í Norðurf­irði á Strönd­um, þrjár á Sel­fossi, ein á Stokks­eyri, Eyr­ar­bakka, Raufar­höfn, við Detti­foss, á Laug­um, Skaga­strönd og Dal­vík."

Þorsteinn Briem, 25.10.2017 kl. 18:53

3 identicon

Í þráðbeinni hvíldi ég burgeisum hjá,

á blaðrið þá mátti mæna,

ég reyndi þá sogbletti að smella á

Steinku ( vinstri-græna)


En rétt þegar nálgaðist munnur að munn,

að meynni var faðmur minn snúinn,

þá skemmdi allt helvítis stjórnandinn,

og skipaði: "Þátturinn búinn!“ sealedkiss

Ritþjófur (IP-tala skráð) 25.10.2017 kl. 19:13

4 identicon

meðan menn klára ekki vandamálið með förgun rafhlöðunnar verður  rafbílar varla umhverfisvænir. við höfum orku sem er unnin úr meingun borhola sem mætti setja á bíla með litlum beitingum

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.10.2017 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband