SDG yfirvegaður á RÚV, en ótrúlegt ef flokkurinn hefur enga umhverfismálastefnu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komst nokkuð vel frá viðtalinu við hann á sjónvarpinu í kvöld og náði fyrir bragðið að varpa ljósi á ýmsar hugmyndir sínar, til dæmis varðandi dótturbanka Landsbanka Íslands, sem lánaði aðallega venjulegum einstaklingum og litlum fyritækjum án þess að hagnast á lánveitingunum.

Í Þýskalandi hefur lengi starfað slíkur banki og átt mikinn þátt í því að jafna fjárhagslega aðstöðu borgaranna.

Hugmynd um svipaðan banka hér á landi er því mjög athyglisverð.

Það góða við viðtalið í kvöld var, að líklega var það fyrsta viðtalið síðan viðtalið fræga var tekið við hann í þætti Gísla Marteins hér um árið, þar sem hann fór loksins út úr því fari sem hann komst í í þeim þætti og áfram eftir það að fara í eins konar baklás, hafa allt á hornum sér og skipta um hlutverk við spyrilinn.

Sigmundur Davíð virkaði yfirvegaður og skipulagður í þessu viðtali og það er ævinlega ánægjulegt þegar umræður, spurningar og svör um umdeild mál, verða skýrari fyrir bragðið. 

En áfram er þó auðvitað ýmislegt sem orkar tvímælis í stefnu flokksins eða þarf að skýra betur út, og bagalegt er, ef rétt er, að í stefnuskrá hans sé nákvæmlega ekkert að finna um umhverfismál. 

Umhverfismál verða jú helsta viðfangsefni þjóða heims á þessari öld. 

Mbl.is nefnir það að engin svör hafi fengist hjá Miðflokknum um umhverfismál, og á fund í Norræna húsinu um daginn komu fulltrúar allra annarra framboða en Miðflokksins. 

 

 


mbl.is Hvað skal gera í umhverfismálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar minn. Er ekki bara tilvalið að loka alþingishúsinu, og flytja starfsemina í rétta og raunverulega Þjóðleikhúsið?

Það var víst verið að væla úr því dópbælinu, um hærri laun af einhverjum?

Það má þá kannski bara slá tvær flugur í einu höggi, með því að flytja ríkisstjórnar-forstjórana og restina af leikurunum 63, bara beint í þennan Þjóðleikhúskjallara undirheimanna grasi grónu?

Með tilheyrandi hörmunganna dópspilltu, handrukkanastýrðu, og á allan annan VG-baktalandi og undirferlisháttinn illverkandi og svikanna samfélagsmengandi?

Samferða Samfó-áhugasama landsbyggðarhyskið í Reykjavík?

Það er víst ekki alveg ókeypis að vera hrokafullt, stóryrt og talanda-mengandi auglýsinga-ritskáld landbyggðarhyskisins Reykjavíkur-Samferða Samfó? Einn orðinn leiður á að vera með VG í liði?

Bara af því bara?

Hver borgaði skáldinu betur í þetta auglýsingaskilta-skiptið, og með hverra mengandi fengnu silfurpeningum var skáldið stóryrta lokkað í þetta skiptið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2017 kl. 00:23

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Anna er með þetta.

Hárrétt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.10.2017 kl. 00:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 14.3.2015:

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 26.10.2017 kl. 01:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.4.2014:

"Nú hafa stærstu efndir sögunnar á kosningaloforði litið dagsins ljós.

Forsætisráðherra greip til þess að nota pizzur til að útskýra fyrir fólki hvernig það ætti að nálgast efndirnar.

Hann hefði alveg getað haldið áfram með pizzurnar til að gera fólki grein fyrir upphæðum efndanna.

Samkvæmt tölum (fjölda heimila sem eiga rétt á leiðréttingu deilt í 72 milljarða) lækkar húsnæðisskuld meðalheimilis um 1 milljón.

Afborgun af hverri milljón í verðtryggðu húsnæðisláni til langs tíma er u.þ.b. 5 þúsund á mánuði sem dugir fyrir 2 vænum pizzum.

En, æ, skuldin lækkar bara um þriðjung úr milljón fyrsta árið sem gerir bara eina litla pizzu á mánuði.

Reiknað er með að fólk geti sótt þessa pizzu nú í desember sem er ekki nema einu og hálfu ári seinna en lofað var.

Og strax ári seinna dugir lækkunin fyrir 2 litlum pizzum.

Það eru vandfundnar stærri efndir á kosningaloforði."

Tvær pizzur á mánuði

Þorsteinn Briem, 26.10.2017 kl. 01:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 20.12.2014:

Fylgi Framsóknarflokksins11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.

Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Þorsteinn Briem, 26.10.2017 kl. 01:20

6 identicon

Það að Sigmundur hafi verið yfirvegaður og komið vel frá viðtalinu hefur kannski eitthvað með fyrirspyrjendurnar að gera. Þeir voru með málefnalegar spurningar og gáfu Sigmundi færi á að svara.  Fyrirspyjendur mættu semsagt ekki til leiks með það markmið eitt að ná að klekkja á þessum stjórnmálamanni sem þeir í bland fyrirlíta og óttast.  

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.10.2017 kl. 09:12

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Spyrlarnir voru að sönnu kurteisir og t.d. minntust ekkert á að það var RÆTT á Alþingi og víðar í vor um þennan meinta forkaupsrétt og liggja fyrir álit og minnisblöð um að þessi forkaupsréttur VARÐ EKKI VIRKUR. Og er það auðvitað enn síður nú 8 mánuðum síðar.

Skeggi Skaftason, 26.10.2017 kl. 10:13

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var líka viss mótsögn í því að segja fyrst í lokin að það hefði verið vansi fyrir Framsóknarflokkinn að leggja höfuðáherslu á það að komast í ríkisstjórn og vinna með hverjum sem væri til hægri og vinstri, en segja svo rétt á eftir að Miðflokkurinn útilokaði engan og væri að því leyti til tilbúinn að vinna með hverjum sem væri. 

Ómar Ragnarsson, 26.10.2017 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband