Minnihlutastjórnir eins og í nágrannalöndum?

Íslensk stjórnmál hafa alla tíð, allt frá þriðja áratug síðustu landar, flokkast sem "átakastjórnmál." Myndaður er stjórnarmeirihluti á þingi sem valtar yfir minnihlutann, sem á það eina varnarúrræði oft á tíðum að beita málþófi. 

Að vísu fjallar ein grein þingskapa um það hvernig hægt sé að aflétta málþófi, en enginn flokkur þorir að beita því af ótta við að hann sjálfur verði hugsanlega beittur því ef hann lendir í minnihluta. 

Í nágrannalöndunum í norðanverðri Evrópu hafa minnihlutastjórnir lengi verið algengar. Þeim fylgir, að til þess að koma málum í gegn á þingi þarf góðan og vandaðan undirbúning mála og víðtæka umræðu um þau. 

Með þessu færist meiri ró yfir stjórnmálin og stjórn landsins en hér er. 

Minnihlutastjórnir hafa aðeins verið hér um skamma hríð 1942, 1959, 1979 og 2009. 

Stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar í fyrra var eins konar minnihlutastjórn og það gekk ágætlega. 

Minnihlutastjórn Emils Jónssonar 1959 leysti tveggja áratuga deilu um kjördæmaskipan og kosningalög og hélt sjó eftir efnahagsófarir haustsins 1958. 

1942 til 1944 var utanþingsstjórn, sem að mörgu leyti laut svipuðum lögmálum og minnihlustastjórn, því að Alþingi gat fellt hana hvenær sem var með því að samþykkja vantraust á hana, em gerði það ekki, af því að enginn möguleiki var til að mynda meirihlutastjórn fyrr en haustið 1944. 

Ef marka má skoðanakannanir gæti skásti kosturinn eftir kosningar verið minnihlutastjórn sem hluti af svipuðu stjórnarfari og hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. 

Það yrði forvitnilegur kostur og kannski ekkert verri en upphlaupastjórnmálin síðasta eitt og hálft ár. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu ætti að vera hægt að mynda meirihlutastjórn eftir kosningarnar á laugardaginn, til að mynda stjórn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar.

Kjósa þarf til að mynda í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þessir flokkar geta sameinast um þjóðaratkvæðagreiðsluna og önnur mál.

Viðreisn hefur engan áhuga á að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og Miðflokknum en vildi ekki mynda fimm flokka ríkisstjórn eftir síðustu alþingiskosningar.

Enginn veit hins vegar hversu marga þingmenn flokkarnir fá í kosningunum á laugardaginn og hvaða flokkar fá enga þingmenn.

Minnihlutastjórn yrði ekki mynduð nema ekki tækist að mynda meirihlutastjórn eftir mjög langar stjórnarmyndunarviðræður.

Í lýðræði ræður meirihlutinn, jafnvel með einungis eins atkvæðis mun, en meirihlutinn getur tekið visst tillit til minnihlutans ef honum sýnist svo.

Íslenskir þingmenn verða hins vegar að sætta sig við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslna, til að mynda um Evrópusambandið og stjórnarskrá Íslands.

Ef meirihluti kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslum fær ekki að ráða er ekki lýðræði í landinu.

Þorsteinn Briem, 26.10.2017 kl. 18:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2017:

"Meiri­hluta Íslend­inga, eða 56%, þykir mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un MMR á af­stöðu Íslend­inga til nýrr­ar stjórn­ar­skrá­r.

Fram kem­ur, að Íslend­ing­ar sem bú­sett­ir hafi verið á höfuðborg­ar­svæðinu hafi verið lík­legri til að þykja það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá (61%) en þeim sem bú­sett­ir voru á lands­byggðinni (47%).

Enn frem­ur seg­ir, að 91% af stuðnings­fólki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og 92% af stuðnings­fólki Pírata þyki það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá.

Ein­ung­is 15% af stuðnings­fólki Sjálf­stæðis­flokks­ins þótti það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

76% Vinstri grænna, 40% Fram­sókn­ar og 39% Viðreisn­ar þótti það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá fyr­ir næsta kjör­tíma­bil.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 26. til 28. sept­em­ber 2017 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1.012 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri."

Þorsteinn Briem, 26.10.2017 kl. 18:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá árinu 1944 til 2010 voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 26.10.2017 kl. 18:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar vilja að það ráðist í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði lokið með samningi sem kosið yrði um í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stjórnmálaflokkarnir eigi sem sagt ekki að ráða því.

Á síðasta kjörtímabili samþykkti meirihluti Alþingis að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu án þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðildina en kosið yrði um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Steini Briem, 5.10.2015

Þorsteinn Briem, 26.10.2017 kl. 18:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 26.10.2017 kl. 18:42

8 identicon

Til hvers í ósköpunum að vera í stjórnmálum og gera ekki allt til að komast í ríkisstjórn - er þetta fólk bara að leita að þægilegri innivinnu?

Grímur (IP-tala skráð) 26.10.2017 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband