Best að hnýta alla hugsanlega hnúta strax.

Það er alltaf vandaverk að ganga frá vistaskiptum í atvinnu. Þau felast í starfslokum hjá einum vinnuveitanda og upphafi starfs hjá öðrum og margs konar álitaefni geta oft komið upp, oft óvænt. 

Ef farið hefur verið yfir öll hugsanleg atriði fyrirfram í trúnaði milli aðilanna þriggja er minni hætta á að álitamál og ágreiningsmál komi upp. 

Reynsla mín af tvennum vistaskiptum um ævina bendir til þess að miklu skipti að allir þrír aðilarnir, tveir vinnuveitendur og launþeginn, hnýti alla hugsanlega lausa hnúta strax og fari í fyllsta trúnaði yfir öll nauðsynleg atriði og mál, sem komið gætu upp. 

Þegar ég fór af RÚV yfir á Stöð 2 1988, var það gert í ítarlegu samráði allra aðila. 

Ákvörðunin og undirritun ráðningarsamnings við Stöð 2 voru í júníbyrjun, en samið um að vistaskiptin yrðu 1.september. 

Það þýddi að ég ynni á fullu hjá Sjónvarpinu í þrjá mánuði þótt allir vissu, að ég færi þaðan eftir þann tíma. 

Samið var um að ég kláraði fjóra tilgreinda sjónvarpsþætti, sem byrjað hafði verið að undirbúa og taka á Sjónvarpinu, eftir að ég hæfi störf hjá Stöð 2. 

Í viðræðum við forráðamenn Stöðvar 2 líkti ég þessum sjónvarpsþáttum við eins konar börn frá fyrra hjónabandi. 

Mér létti og var afar þakkláttur fyrir að þessi vistaskipti gengu snurðulaust fyrir sig og þættirnir voru kláraðir og sýndir á RÚV í fyllingu tímans, einn þeirra að vísu eftir að mér var boðið að flytja mig til baka sex og hálfu ári síðar.

1994 snerist dæmið nefnilega við, og var gengið hljóðlega í trúnaði frá því með munnlegu samkomulagi við báða vinnuveitendur í ágúst 1994 að ég færi af Stöð 2 yfir á RÚV fúmum fjórum mánuðum síðar, 1.janúar 1995. 

Samið var um að ég fengi að ganga frá tilgreindum frágangsmálum á Stöð 2 eftir að ég væri byrjaður á RÚV, og gekk það allt eftir án vandkvæða. 

Mest allan tímann, frá ágúst fram í desember voru þeir aðeins taldir á fingrum annarrar sem vissu af fyrirhuguðum vistaskiptum og á þeim tíma vann ég af kappi á stöðinni og lauk meðal annars við þátt um Goðafosslysið hálfri öld fyrr, sem var mikilvægur vegna þess að viðmælendur mínir voru orðnir aldraðir. 

Auðvitað er aldrei hægt að sjá allt fyrir sem komið getur upp á, og það þurfti heppni að fylgja í því að ekkert færi úrskeiðis í þessum vistaskiptum.

Ég hef ég alla tíð verið þakklátur fyrir það að þetta gekk allt vel.  


mbl.is Segir fordæmin í máli Loga mörg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar. Þetta er fróðlegur pistill.

Það mun ekkert sannfæra mig um að það sé réttlætanlegt í nútímasamfélagi siðmenntaðra réttlætisins réttar ríkja árið 2017, að banna fólki að vinna hjá öðrum í heilt ár, eins og okkur hefur verið sagt um Loga Bergmann. Samt var fyrirtækið sem hann var að vinna hjá, komið með nýja eigendur án samþykkis né breytinga á samningi við Loga Bergmann?

Óréttlætisins harðræðishúsbænda og varnarlausra hjúa í vistabandi hefur alltaf verið óverjandi. Og það á árinu 2017?

Þeir sem ekki skilja þetta óverjandi óréttlæti eiga við mikið vanheilbrigði að stríða.

Hverjir eiga 365 í dag?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 15:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Logi Bergmann Eiðsson var að sjálfsögðu ekki skyldugur til að hefja störf hjá Stöð 2 og skrifa undir ráðningarsamning við fyrirtækið en bæði vinnuveitandinn og starfsmaðurinn eru skyldugir til að standa við samninginn.

Þorsteinn Briem, 27.10.2017 kl. 17:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"SKULDBINDINGARGILDI SAMNINGA

Frá fornu fari hefur það verið viðurkennd meginregla í rétti flestra þjóða,samninga eða aðra löggerninga skuli halda eða efna.

Þessi regla, sem allt traust og tiltrú í viðskiptalífinu byggist á, var m.a. orðuð skýrlega í hinum forna Rómarrétti: "Pacta sunt servanda".

Ekki er fjarri lagi að fullyrða, að kenningin um skuldbindingargildi samninga sé hinn raunverulegi kjarni samningaréttarins, sem allar aðrar reglur hans séu byggðar á, beint eða óbeint ..."

Páll Sigurðsson lagaprófessor, Samningaréttur - Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar, útg. 2004, bls. 23-24.

Þorsteinn Briem, 27.10.2017 kl. 17:07

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Logi Bergmann, hefur víst boðist til að vinna út uppsagnarfrestinn en því boði hefur Stöð 2 hafnað, þannig að samkvæmt lögum ber 365 miðlum að greiða laun út uppagnarfrestinn.  Svo einföld er vinnulöggjöfin.  En kemur Allsherjarnefnd ekki til með að fjalla um þetta mál eins og lögbannið sem var Sett á Stundina?????

Jóhann Elíasson, 27.10.2017 kl. 17:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennilegt ef Allsherjarnefnd Alþingis ætti að fjalla um ráðningarsamning Loga Bergmanns Eiðssonar og Stöðvar 2 og ef samningurinn er á einhvern hátt ólöglegur er það dómstóla að dæma um það en ekki löggjafans eða framkvæmdarvaldsins.

Þorsteinn Briem, 27.10.2017 kl. 17:41

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Steini Briem, eitthvað er minnið hjhá þér gloppótt, varstu búinn að gleyma því að 365 miðlar fengu sett LÖGBANN Á FJÖLMIÐLAMNNINN LOGA BERGMANN?????

Jóhann Elíasson, 27.10.2017 kl. 17:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki betur en að Logi Bergmann Eiðsson hafi verið leiðsögumaður í golfferðum erlendis á meðan hann vann jafnframt hjá Stöð 2, þannig að fyrirtækið hefur ekki bannað honum að vinna hjá öðrum fyrirtækjum, einungis í ákveðinn tíma hjá þeim sem eru í beinni samkeppni við Stöð 2.

Þannig samningur er engan veginn einsdæmi og ég veit ekki til þess að einhverjir hafi gengið af göflunum út af þeim samningum hingað til, enda er þar um frjálsa samninga að ræða, þar sem enginn er skyldugur til að hefja störf hjá viðkomandi fyrirtæki og á Íslandi er samningafrelsi.

Þorsteinn Briem, 27.10.2017 kl. 18:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Vistarbandið var kvöð um að allt jarðnæðislaust fólk skyldi vera í vinnumennsku.

Ef karl og kona réðu ekki eigin búi urðu þau að vera vinnuhjú á heimili bónda og eiga þar grið.

Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn og skyldi skipta um heimili og vinnu á vinnuhjúaskildaga, sem lengst af var á Krossmessu á vori, 3. maí, en fluttist yfir á 14. maí árið 1700 þegar tímatalinu var breytt."

Og nú á Logi Bergmann Eiðsson sem sagt að vera kominn í vistarband.

Þorsteinn Briem, 27.10.2017 kl. 18:21

9 identicon

Skilur fólk á Íslandi virkilega ekki muninn á verjandi réttlæti og óverjandi óréttlæti?

Að banna full vinnufæru fólki að vinna á þeim stað sem þeir velja sjálfir, gengur bara ekki upp í siðmenntuðu réttlætanlegu réttar ríki. Sama hvað hver reynir að vitna í hefðir, venjur og "samninga" fornaldar villimennsku lagabálka og reglugerðir.

Eru ekki nú þegar of margir andlega sjúkir öryrkjar á Íslandi, þótt ekki sé verið að setja svona valdakúgunar vistaband á frjálsa enn vinnufæra og  vinnufrjálsa einstaklinga? Mig minnir að þingmaður hafi fyrir einhverjum misserum síðan, kvartað sárlega yfir að það væru of margir öryrkjar á Íslandi?

Hverjar ætli séu ótal ástæður fyrir örorku fólks á Íslandi? Reglurugls mannréttindabrota kerfið óverjandi? Ásamt vanhæfni/vanrækslu Tryggingastofnunar-lækna og annarra lækna, til að greina og meðhöndla sjúkdóma rétt?

Það framkvæmda vanrækslukerfi opinbera ruglsins er öruggasta leiðin til að fjölga öryrkjum, og festa þá í varnarleysi andlega sýkjandi atvinnuútskúfun svikaklíkuglæpastjóra. Með yfirvaldníðs harðræðishúsbænda óverjandi kúgunarníði! Svo má ekki gleyma vanrækslu Sjúkratrygginga Íslands!

Skattpeningarekið óverjandi skattaræningja-óréttlæti!

Hver er tilgangurinn með að banna fólki að vinna í heilt ár á sínum eigin mannréttindafrelsis atvinnu forsendum? Búa til fleiri öryrkja vegna auðnuleysis-skaða á full vinnufærum einstaklingum í heilt ár?

Þetta er sjúkleg og óverjandi kúgun á vinnufæru fólki í frjálsu réttlætis-ríkis-landi! Er það ekki augljóst?

Hverjir eiga 365 í dag?

Er það kannski sýslumannsembættis þaggað leyndarmál í "tjáningarfrjálsu" Íslands "réttarríkinu" svokallaða?

Og "lýðræðislegar" rétt upplýsta lýðsins löggjafaþings-kosningar á morgun?

Lýðræði á sandi byggt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband