Pawel vann mjög gott starf í C-nefnd stjórnlagaráðs.

Stjórnlagaráð skiptist í þrjár nefndir, og var Pawel Bartoszek formaður C-nefndarinnar. 

Hennar beið svo vandasamt verkefni varðandi kosningaákvæðin í stjórnarskrá, að fyrirfram var það gefið upp í 900 blaðsíðna gögnum undirbúningsnefndarinnar að vel kæmi til greina að fresta því að breyta kosningalögunum og kjördæmaskipaninni á þeim fjórum mánuðum sem til þess fengjust. 

Í c-nefndinni áttu sæti fulltrúar með svo gerólík sjónarmið að fyrirfram virtist um vonlaust verkefni að ræða. 

Einn nefndarmanna hallaðist til dæmis að því að landið yrði eitt kjördæmi með vali kjósenda til að skipta atkvæði sínu og dreifa því að milli frambjóðenda og lista. 

Annar vildi fjölga kjördæmum og viðhalda misvægi atkvæða vegna aðstöðumunar af landfræðilegumm veðurfræðilegum ástæðum. 

Einn fulltrúi hallaðist að því að velja Alþingismenn með slembiúrtaki úr þjóðskrá. 

Í byrjun settu menn fram mismunandi hugmyndir, og ég lagði mig fram um að ná fram sameiginlergri lausn, - stillti upp ýmsum möguleikum, til dæmis að hafa 25 einmenningskjördæmi og að 40 þingmenn yrðu landskjörnir til að ná jöfnuði á milli atkvæða á bak við hvern mann hjá öllum flokkum.  

Ari Teitsson stillti líka upp mismunandi hugmyndum. Pawel reyndist afar laginn við að samræma hugmyndirnar og leita lausna, og það var ekki ónýtt í því sambandi, að hann og Þorkell Helgason voru í allra fremstu röð íslenskra sérfræðinga og reiknimeistara á þessu sviði. 

Útkoman varð að mínu mati einstaklega vel heppnuð, þar sem beint persónukjör var aðalatriðið sem og jafnt vægi atkvæða. 

Skylt fyrirkomulag er að finna í Hollandi, en ég er ekki frá því að þessi íslenska lausn hafi verið á heimsmælikvarða. 

Þegar hugað var að því að álagsprófa módelið þurfti ekki að fara langt; Þorkell og Pawel gátu gert það manna best. 

Það er eftirsjá að mönnum eins og Pawel á þingi, mönnum sem hafa lag á að sætta og samræma ólík sjónarmið og laða fram hæsta samnefnarann frekar en þann lægsta. 

 


mbl.is Eins og að aftengja sprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Pawel á að reyna fyrir sér aftur hjá flokki sem kemur til með að lifa af. Mikill fengur af slíkum manni fyrir lýðræðið. Öll hans mál skipta máli og sá flokkur sem nær honum á þing ætti að getað fengið mörg atkvæði út á hans framlag. Stjórnmál eru öðru fremur frumkvæði, sköpun og að ná fram breytingum.

Með auknum fjölda innflytjenda er nauðsyn að einhver tali þeirra máli. Bæði er varðar að jafna atkvæðarétt og í innflytjendalöggjöf. Í frumkristni var lögð áhersla á að meta útlendinga og gera þeim jafn hátt undir höfði og frumbyggjum.

Sigurður Antonsson, 29.10.2017 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband