1.11.2017 | 13:58
Ekki mikil hætta á að Flokkur fólksins verði erfiður.
Flokkur fólksins hefur þá sérstöðu að nálgast það sem kallað er, að vera eins máls flokkur.
Hann er upphaflega til orðinn vegna ástríðufullrar réttlætiskenndar út af þeirri einstæðu meðferð sem öryrkjar og þó jafnvel enn frekar gamla fólkið hefur mátt sæta af öllum ríkisstjornum hér á landi.
Hvað gamla fólkið varðar er ekki að finna neina hliðstæðu í Norðurálfu, enda um hreint rán að ræða að hluta til.
Í stefnuskrám annarra flokka má finna loforð um umbætur á þessu sviði en enginn þeirra gerir það eitt að aðalmáli.
Til þess að ná í v9ðbótarfylgi og víkka skírskotun Flokks fólksins var unnið talsvert atarf við að skyggnast um í öðrum málefnum, og meðal annar róið í átt til gamalkunnugra atkvæðamiða Frjálslýnda flokksins 2007 og Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum 2014.
En allir hugsanlegir aðilar að næstu ríkisstjórn verða að gefa eitthvað eftir í stjornarsamstarfinu og það verður auðveldara fyrir Flokk fólksins en aðra flokka, sem hefur efni á því a gefa eftir í öllum öðrum málum en málefnum lífeyrisþega og öryrkja.
Það getur orðið mikils virði að hafa aðila að komandi ríkisstjórn einum fleiri en til þarf.
Þetta hefur ekki aðeins gefist vel erlendis, heldur til dæmis líka i borgarstjórn Reykjavikur.
Brotalamir til vinstri og hægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru
í gangi ættu að vera óþarfar þegar Katrín hefur
sent skilaboð þvert yfir borðið um aðild Sjálfstæðisflokks
að ríkisstjórn og augljóst að Miðflokkurinn slásist í
þann hóp. (34)
Katrín yrði forsætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar.
(að halda áfram umræðum um 4-6 flokka stjórn
stefnir einungis í sama fenið og kosningar innan árs)
Húsari. (IP-tala skráð) 1.11.2017 kl. 18:42
Uppskriftin til að vinstri suðan gufi upp er kannski sú að Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins leiði næstu ríkisstjórn B,M,D, og F eða C
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 1.11.2017 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.