Vakti undrun í upphafi Eyjafjallajökulsgossins 2010.

Það vakti undrun og jafnvel hneykslan sumra þegar gaus í Eyjafjallajökli og við Ari Trausti Guðmundsson minntumst á það í sjónvarpi, að austan við Eyjafjallajökul væri mun hættulegri eldstöð, Katla, sem gæti valdið margfalt meiri búsifjum. 

Erlendum sjónvarpsmönnum, sem flykktust hingað til lands, fannst þetta merkilegt.Hekla

Þeim fannst líka merkilegt að löngum frægasta fjall Íslands, Hekla, gæti gosið með klukkustunar fyrirvara, miðað við aðvörunarkerfiið við fjallið.  

En þetta er nú einfaldlega staðreynd, sem verður æ ljósari þegar málið er skoðað í heild. 

Ekki hefur það skapað minni undrun þar sem ég hef verið staddur erlendis, til dæmis nýlega á þingi evrópskra dreifbýlissamtaka, ERP, og greint frá því að loftslagsbreytingar geti fjölgað hættulegum eldgosum á Íslandi verulega með afleiðingum sem fyndist fyrir um alla jörðina, samanber Móðuharðindin 1783. 

Fólk grípur andann á lofti þegar greint er frá því, að talið sé að við hvarf ísaldarjökulsins fyrir um 11 þúsund árum hafi tíðni eldgosa norðan Vatnajökuls orðið 30 sinnum meiri en dæmi eru um á jafnlöngum tíma. 

Að visu var isaldarjökullinn margfalt stærri og þyngri en íslensku jöklarnir eru núna, en ljóst er þó að tíðnin muni aukast á næstu áratugum og öldum. 

Ótrúlegt en satt, þá hafa loftslagsbreytingar ekki aðeins áhrif á landi, í sjó og í lofti, heldur ná þau líka niður í iður jarðar. 

þau líka niður í iður jarðar. 

 

P.S. Á þeim stað þar sem myndin af Heklu er tekin, var engin leið að ná besta sjónarhorninu nema að fara langa óvissuferð í leit að betri stað, eða einfaldlega að vera ekkert að fela veruleikann:  Löngu úrelta línu, sem truflar aðflug að flugbraut og búið er að margbiðja árangurslaust um að  að setja í jörð. Það er aldrei til peningur, því að þegar litið er yfir sviðið hér á landi í heild verður að láta risalínurnar fyrir stóriðjuna hafa forgang. 

 


mbl.is NRK fjallar um Kötlugos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 05:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 05:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst fjóra kílómetra suður í Kötluhlaupinu 1918.

Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal.

Á landnámsöld
, og allt til 1179, var Hjörleifshöfði að minnsta kosti að hluta umlukinn sjó og fyrir vestan hann var Kerlingarfjörður, hin ágætasta höfn, sem fylltist í Kötluhlaupi árið 1179 (Höfðárhlaupi).

Þessi tvö litlu dæmi sýna hve mikilvirk jökulhlaupin eru í því að mynda sandana á Suðurlandi - Kötluhlaup, Skaftárhlaup, Skeiðarárhlaup - en Katla hefur stundum hlaupið undan Sólheimajökli og myndað þannig Skógasand og Sólheimasand, auk þess sem hún hefur hlaupið niður í Þórsmörk og þannig lagt til aura Markarfljóts.

Þar fyrir utan bera jökulárnar kynstur af framburði til sjávar ár og síð
, frá Hvítá í vestri til Jökulsár í Lóni í austri."

Vísindavefurinn - Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 05:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband