Gaf Björn Leví tóninn? Svipað og 1974 og 1978?

fyrir ári kom í ljós að einstök óvarleg ummæli í kosningabaráttu og stjórnarmyndunarviðræðum urðu til trafala við stjórnarmyndun. Þetta virðist vera að endurtaka sig, í þetta sinn meðal annars vegna ummæla eins þingmanns Pírata. 

Að vísu hefur verið bent á að ef viðkomandi þingmaður yrði ráðherra og segði sig frá þingmennsku á meðan myndi verða hægt að setja undir þennan leka. 

En efinn um hann og aðra þingmenn í stjórnarsamstarfi þar sem enginn má ganga úr skaftinu virðist hafa nægt. 

Fyrir kosningarnar 1974 sýndist mér og mörgum fleiri að það myndi verða eina lausnin eftir kosningar að Sjallar og Framsókn færu í stjórn. 

Ég kaus meira að segja Framsókn til þess styrkja stöðu hennar í hermálinu í komandi stjórn. 

Flokkurinn svaraði því kalli mínu með því að leggjast í býsna mikið hermang. 

En enda þótt stjórnarmyndunarviðræður Sjalla og Framsóknar gengju ágætlega þegar Geir Hallgrímsson hafði umboðið, strönduðu þær. 

Ólafur Jóhannesson tók þá við keflinu og leysti málið með því snjalla úrræði að mynda stjórn, sem yrði undir forsæti Geirs! 

Var haft í flimtingum að Ólafur hefði myndað stjórn fyrir Geir og reyndist það Geir lítill vegsauki þegar frá leið. En stjórnin sat í fjögur ár. 

1978 virtist eini mögulegi kosturinn vera að mynda vinstri stjórn, en vegna rígs A-flokkanna strandaði sú myndun þar til Ólafur bjargaði málum og myndaði stjórn þrátt fyrir mesta ósigur Framsóknarflokksins í sögu hans fram að því. 

Nú liggur svipað í loftinu, að í raun muni litlu að stjórnarmyndun takist. 

Ástandið virðist ekki ósvipað og 1974 og 1978. Kannski nægir að að annar en Katrín, til dæmis Sigurður Ingi, finni lausn, til dæmis með hlutleysi eða þátttöku fimmta flokksins. 

Einfaldast sýnist að Flokkur fólksins komi til greina, en það gæti líka orðið annar flokkur en hann. 


mbl.is Augljóst að bjóða fleirum að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Betra er að veilur í stjórnarmyndun komi strax fram heldur en að brothætt stjórn verði til, sem yrði okkur öllum til ama. Þegar Píratar segja hug sinn skýrt, þá kemur í ljós að ætíð er varasamt að treysta þeim, eins og senjórítum á Spáni (sbr. lagið góða).

Ívar Pálsson, 6.11.2017 kl. 13:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að Framsóknarflokkurinn hefði slitið þessum viðræðum en ekki Píratar og Björn Leví Gunnarsson sagðist styðja þessa stjórnarmyndun.

Þannig að það er nú harla einkennilegt að kenna honum eða öðrum Pírötum um það að upp úr þessum viðræðum slitnaði.

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 14:16

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Björn Leví Pírati gaf skýrt í skyn að hann yrði ekki leiðitamur. Á það yrði ekki treyst.

Ívar Pálsson, 6.11.2017 kl. 14:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á mbl.is kl. 14:00 í dag:

"Fram kem­ur í frétt mbl.is að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn beri ekki traust til Pírata með svo naum­an meiri­hluta á bakvið sig.

Sig­urður [Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins] kann­ast ekki við það.

"Ég hef hvergi látið hafa það eft­ir mér."

Hann seg­ir næstu skref vera í hönd­um Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna.

"Eins og Katrín upp­lýsti hef­ur hún látið for­seta vita og hef­ur umboð hans til að leita annarra leiða í dag í það minnsta. Síðan taka menn stöðuna.

Bolt­inn er hjá for­manni Vinstri grænna."

Sig­urður seg­ist ekki spennt­ur fyr­ir mynd­un rík­is­stjórn­ar með Sjálf­stæðis­flokki, Flokki fólks­ins og Miðflokkn­um."

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 14:37

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fekk ekki Katrín umboð forseta til myndunar VINSTRI stjórnar? Það tókst ekki. Þess vegna á hún að drífa sig út á Álftanes ekki seinna en núna og skila umboðinu!

Jón Valur Jensson, 6.11.2017 kl. 15:55

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Núna klukkan 1600 var ég að hlusta í annað skiptið í dag á Sigurð Inga Jóhansson segja það í viðtali á RUV að hann hefði slitið viðræðunum af því að þingmeirihlutinn yrði of tæpur. Hvernig útskýrirðu þetta, Steini minn? Var þetta Jóhannes eftirherma eða var viðtalið falsað?

Ómar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 16:17

7 identicon

Vilja innbyggjar viðhalda bananalýðveldinu? Jafnvel "spiritual" bananalýðveldi. Nú, ef það er tilfellið, þá "good luck."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2017 kl. 17:01

8 identicon

Ég spái að Lilja Alfreðsdóttir núna varaformaður Framsóknarflokksins verði næsti forsætisráðherra ef ekki er ekki langt í næstu kosningar

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 6.11.2017 kl. 18:02

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Núna sáum við hjónin meira að segja Sigurð Inga Jóhannsson segja þetta sama einu sinni enn í Kastljósi Sjónvarpsins. Var það bara misheyrn og missýning okkar beggja?

Ómar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 21:07

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er rétt hjá þér, Ómar, varðandi Björn Leví. Hann gaf tóninn með orðum sínum. Hann fór á taugum þegar hann var minntur á eigin yfirlýsingu um óréttlátan meirihluta sem hefði minna en helming atkvæða á bak við sig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2017 kl. 23:03

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn, sem hefur ekki verið minni í hundrað ára sögu flokksins, hefur einfaldlega mestan áhuga á að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum, sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar afturhaldskommatitti.

Og Framsóknarflokkurinn hefur takmarkaðan áhuga á að vera í ríkisstjórn með til að mynda Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn, sem hefur ekkert með Björn Leví Gunnarsson sérstaklega að gera.

Viðreisn og Björt framtíð stórtöpuðu hins vegar á því að vera í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og stjórnin kolféll.

Síðastliðinn laugardag:

Björn Leví Gunnarsson: Ég mun tryggja þennan meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum

Þorsteinn Briem, 7.11.2017 kl. 09:11

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er orðrétt eftir haft af mbl.is í gær, eins og fram kom hér að ofan, en þú heldur náttúrlega að ég hafi skáldað þetta viðtal, eins og þú ert kannski vanur að gera, Ómar Ragnarsson.

"Fram kem­ur í frétt mbl.is að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn beri ekki traust til Pírata með svo naum­an meiri­hluta á bakvið sig.

Sig­urður [Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins] kann­ast ekki við það.

"
Ég hef hvergi látið hafa það eft­ir mér.""

Boltinn er hjá formanni Vinstri grænna

Þorsteinn Briem, 7.11.2017 kl. 09:55

13 identicon

Sjálfstæðisflokkur (D og M) hefur verið með það lengi á djöfladagskránni að hefna fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson kaus með Landsdómsmálinu. Þegar kúgandi og hótandi illskan í dómsormagryfju illra lögmannavaldníðslu verka ætlar að hefna og kúga, þá er reynt að blekkja og sundra öllum sem gæti ógnað þeirra vítisplani.

Það er ekki hikað við að draga saklaust fólk inn í slíkan djöflagang af æðsta níðingsvaldinu í lögmannatoppherbúðum til að ná hefndum hins illa.

Svo er það nýjasta opinbera gamla fantabragðið að setja enn hörkulegra fjölmiðlabann á allt sem þessum valdníðingum á toppnum hentar, til að endurflytja blekkinga/lyganna leikritið: Djöflaeyjan.

Ég óska öllum þess að losna undan djöflavaldníðings toppanna andlegum og líkamlegum pyntingum og hótunum.

Í löglausu og dómstólalausu landi eru allir í sama vítinu, á mismunandi hátt og á mismunandi tímum og stöðum. 

Sundrung er verkfæri illskuafla.

Ég hef séð þetta leikrit áður á þessu þjóðleikhúsblekkinga sviði, þá með öðrum persónum og leiksoppum á plani, leikstýrt af hótandi baktjaldablekkingaafla illskunnar toppvalda afla.

Og allir eru varnarlausir og þaggaðir af þessum illskunnar lausagönguvaldníðingum, út í alla mögulega kima samfélagsins. Allt er lamað af þöggun valdníðslunnar? Blekkingar lögleysu og illsku eru varðar af lögmönnum?

Lögmönnum, dómsstólum og læknamafíutoppunum?

Almættið algóða og allar góðar verndandi vættaverur stöðvi þessi illu öfl landsins alls, og annarra samtengdra heimsins landa.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2017 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband