Aðeins ein af 57 leiftursóknum. Nýbúið að fórna ennþá magnaðra gljúfri.

Það var í daginn í fréttunum að nú væru áformaðar 57 nýjar virkjanir um allt land. Stærstur hluti þeirra eru virkjanir sem eru fyrir einskæra tilviljun 9,7 - 9,9 megavött. 

Einskæra tilviljun? Nei, því að ef þær væru 10 megavött þyrftu þær að fara inn á rammaáætlun. 

Rökin fyrir öllum þessum virkjunum hjá þjóð, sem þegar framleiðir fimm sinnum meira rafmagn en hún þarf fyrir eigin fyrirtæki og heimili, eru ævinlega þau sömu, "framfarir, hluti af atvinnuuppbyggingu og lífskjarasókn, opnun á aðgengi fyrir ferðafólk, betra afhendingaröryggi, o. s. frv. " - nefndu það. 

Við lestur tengdrar fréttar á mbl.is sést að hluta ruglið sem drífur þetta æði áfram. 

Gljúfrið sem Hverfisfljót er að sverfa, er ekki það eina sem er eða hefur verið skotmark í virkjanaæðinu, en það orð var notað af forstjórna Orku náttúrunnar nýlega um það ástand sem hefur ríkt og ríkir enn hér á landi í orkumálum. Hjalladalur.Stapar

Innsti hluti gljúfurs Jöklu í Hjalladal var ekki aðeins óvenju fjölbreytt og litfagurt þegar því var sökkt í drulluna 2006, heldur hafði Jökla, afkastamesti fjöllistamaður heims meðal fljóta, sorfið það á innan við öld. 

Myndin á forsíðu þessarar bloggsíðu er tekin við þetta gljúfur. 

Munurinn á því og gljúfrinu, sem á að stöðva Hverfisfljót við að skapa, er hins vegar sá, að enda þótt sköpunin í farvegi Hverfisfljóts verði stöðvuð, stendur gljúfrið þó væntanlega þurrt að mestu eftir, og að hugsanlega yrði hægt að hleypa ánni á síðar. 

En nú þegar er gljúfur Jöklu komið á kaf í drullu og á eftir að enda í meira en hundrað metra dýpi í jökulaur að lokum.   

Gljúfrið og það, að geta horft á þessa listsköpun, var hins vegar léttvægt fundið þegar þessu svæði var tortímt á sínum tíma.   


mbl.is Vill virkja í einu yngsta árgljúfri heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem drífur þetta áfram er pólitísk spilling.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2017 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Græðgivæðing og spilling ekkert annað!Við verðum að rísa upp fyrir framtíðina.

Sigurður Haraldsson, 7.11.2017 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband