Seinþreyttir til stórræða en Evrópuher í pípunum.

Lærdómur Evrópuþjóða af Seinni heimsstyrjöldinni var sá að forðast það að slíkt gæti gerst aftur. 

Þegar Bandaríkin reyndust bera ægishjálm fjárhagslega og hernaðarlega yfir hinar veiku Evrópuþjóðir með allt sitt stríðstjón, kom það sér vel fyrir báða aðila að Kanarnir nýttu mátt sinn til að standa fyrir því að verjast hugsanlegri frekari útþenslu kommúnismans. 

Kommúnistar voru öflugir bæði í Frakklandi og á Ítalíu og háðu borgarastyrjöld í Grikklandi. 

En Stalín hélt grundvallarsamkomulagið við Churchill og lyfti ekki litla fingri til að skipta sér af kommunum í Grikklandi. 

Raunar þótti hann hafa verið heldur frekur til valda í austantjaldsríkjunum, einkum í Tékkóslóvakíu, en með því að halda að sér höndum í Grikklandi ávann hann sér það, að Vesturveldin lyftu ekki heldur litla fingri þegar Sovétherinn óð inn í Ungverjaland 1956 og inn í Tékkóslóvakíu 1968. 

En síðan hefur margt breyst, Kalda stríðinu löngu lokið og ný sviðsmynd blasir við í Evrópu. 

Ýmsum óar við því að fyrrum stríðsþjóðir, Þjóðverjar og Frakkar, vígbúist, einkum að Þjóðverjar geri það. 

En það verður óhjákvæmilegt eftir að Donald Trump hefur reynt að þvinga þær til þess til þess að létta á Bandaríkjamönnum. 

Einvers konar Evrópuher er því á leiðinni ef svo heldur fram sem horfir. 

Hvaða áhrif það hefur á stöðu Íslands veltur mjög á afstöðu Bandaríkjamanna. 

En meðan varnarsamningurinn frá 1951 er í gildi hljótum við að teljast á áhrifasvæði Kananna. 


mbl.is Stefna að auknu varnarsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stefnt hefur verið að því, að Evrópusambandsher verði til, löngu áður en Trump kom til skjalanna og fór að ætlast til eðlilegs framlags evrópsku NATO-ríkjanna til hervarna álfunnar og reksturs NATO. 

Samrunasinnarnir í ESB hafa lengi haft ESB-her fyrir augum, en Bretar voru þá t.d. andvígir því, að sjóher þeirra færi undir herstjórn slíks hers.

Jón Valur Jensson, 11.11.2017 kl. 00:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til að hægt sé að breyta Lissabon-sáttmálanum verða öll aðildarríki sáttmálans að samþykkja breytingarnar og til þess þarf þjóðaratkvæðagreiðslu í til að mynda Írlandi.

Öll aðildarríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Svíþjóð og Finnland eru í NATO og þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland samvinnu við NATO.

Í
sland og Noregur eru einnig í NATO og með aðild þeirra að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu eiga þessi tvö ríki aukaaðild að Evrópusambandinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa engan áhuga á að segja upp.

Og þrátt fyrir allt gasprið í Vinstri grænum og áður Alþýðubandalaginu um að Ísland eigi að segja upp aðild að NATO er það ekki í umræðunni frekar en að Ísland segi upp de facto aðild sinni að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 05:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 05:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frontex helps border authorities from different EU countries work together."

"The agency was set up in 2004 to reinforce and streamline cooperation between national border authorities.

In pursuit of this goal, Frontex has several operational areas which are defined in the founding Frontex Regulation and a subsequent amendment."

Frontex - Mission and Tasks

"Landhelgisgæslan tekur þátt í Frontex-verkefninu í gegnum Schengen-samstarfið en tuttugu og fimm Evrópuríki eru fullir þátttakendur þess.

Kjarni Schengen-samstarfsins felst í annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi."

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex

Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 05:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mynd með færslu

Herþotur frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi í loftrýmisgæslu yfir Íslandi.

Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 05:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 05:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):

    • "Withdrawal from the Union: the Treaty of Lisbon explicitly recognises for the first time the possibility for a Member State to withdraw from the Union."

    "Does the Treaty of Lisbon create a European army?

    No.
    Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

    However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

    A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

    "Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?

    No.
    The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.

    The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."

    "Do national parliaments have a greater say in European affairs?

    Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."

    "Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?

    No.
    The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."

    "The Treaty entered into force on 1 December 2009."

    Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 05:21

    8 Smámynd: Þorsteinn Briem

    "Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, Standing Naval Force Atlantic, kemur í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur 24.-27. apríl næstkomandi.

    Í flotanum eru átta herskip frá sjö aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Spáni.

    Íslandsheimsókn fastaflotans er liður í reglubundnum heimsóknum hans til aðildarríkja bandalagsins.

    Yfirmaður fastaflotans er þýski flotaforinginn Gottfried A.W. Hoch."

    Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 05:33

    9 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Ísland og Danmörk eru stofnfélagar í NATO og Landhelgisgæslan og danski sjóherinn eru í miklu samstarfi á Norður-Atlantshafi.

    "Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um árabil átt í góðu samstarfi, einkum á sviði eftirlits- og öryggismála.

    Í janúar 2007 var undirritaður samningur um nánara samstarf milli

    Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður-Atlantshafi og hefur samkomulagið styrkt samband þjóðanna á þessum sviðum."

    "Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.

    Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir.

    Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða.

    Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefna. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis, eins og aðrar þjóðir."

          Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 05:39

          10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

          Evrópuher kemur nú Trump lítið við.

          Herveldisdraumur ESB byrjaði mun fyrr, var komin upp opinberlega fyrir nærri áratug síðan.

          Gunnar Heiðarsson, 11.11.2017 kl. 05:54

          11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

          Best væri, ef farið er að þrýstingi Trumps, að evrópsku bandalagríkin tækju á sig hluta kostnaðar Bandaríkjanna við rekstur og viðgang NATO án kerfisbreytinga. 

          Þegar De Gaulle dró úr tengslum Frakka við NATO virtist það ekki veikla bandalagið. 

          En krafan um hagræðingu til þess að nota fjármunina betur bankar á dyrnar, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. 

          Og það er erfitt fyrir Þjóðverja að auka sín útgjöld án þess að menn líti það hornauga, bæði innan lands og utan. 

          Ómar Ragnarsson, 11.11.2017 kl. 10:11

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband