11.11.2017 | 10:42
Steingrímur varð forsætisráðherra 1983.
Þegar lítill hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins gekk til liðs við höfuðandstæðingana Alþýðubandalag og Framsóknarflokk 1980 varð djúpstæður klofningur í þingflokknum.
Minnugur viðbragða fimm þingmanna flokksins gegn mynduna ríkisstjórnar Ólafs Thors með "kommúnista" og krata innanborð 1944 ákvað Geir Hallgrímsson að reka ekki "svikarana" úr flokknum 1980, heldur horfa fram á við til framtíðar þegar kosningar yrðu 1983.
Fyrir bragðið gengu Sjálfstæðismenn sameinaðir og samtaka til þeirra kosninga og sömdu eftir þær við stærsta andstæðing sinn, Framsókn um myndun ríkisstjórnar með tryggan meirihluta.
Í þeirri stjórn yrðu meðal annarra Steingrímur Hermannsson, sem hafði verið ráðherra í "vinstri stjórn" Gunnars Thoroddsens.
Þeir tók líka þá taktísku afstöðu að gefa Framsóknarmönnum kost á að fá forsætisráðuneytið gegn því að Sjallar fengju fleiri ráðherra í skiptunum.
Stærsti kosturinn við það var sá, að með því var mun tryggara að þingflokkur Framsóknarmanna, sem var mun minni en þingflokkur Sjalla, yrði leiðitamari en ella við þær róttæku aðgerðir gegn 100% plús verðbólgu, sem þurfti að höggva niður með harkalegum og óvinsælum aðgerðum.
Í þeirri einu stjórn sem Vg hefur setið í, varð urgur í ýmsum þingmönnum flokksins yfir því sem þeim fannst vera of mikil áhrif Samfylkingar í stjórninni, til dæmis vegna þess að Vg hefði orðið við kröfu Samfylkingar um aðildarumsókn að ESB.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði hina "óþægu" þingmenn Vg "villikettina" og varð það síst til að bæta andrúmsloftið.
Hjá báðum flokkum, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum er það ákveðinn hemill við stjórnarmyndun að þessir flokkar eru á sitt hvorum jaðrinum í íslenskum stjórnmálum.
Í stjórn Sjalla, sósíalista og krata 1944 sem var mynduð "yfir allt litrófið" vinstri/hægri studdu fimm þingmenn Sjalla ekki stjórnina og líklegt er að fleiri Sjallaþingmenn hefðu gengið úr skaftinu ef Ólafur Thors formaður þeirra hefði ekki verið forsætisráðherra.
En það hjálpaði til við þessa óvenjulegu sátt anstæðustu afla íslenskra stjórnmála að Sovétmenn voru þá í nánu bandalagi við Bandaríkjamenn og Breta og að gífurlegar gjaldeyrisinnistæður Íslendinga erlendis auk mikillar efnahagslegrar uppsveiflu gerðu það að verkum að hægt var nota þessa miklu fjármuni til að efla bæði stórútgerðir einkaframtaksins, almenna neyslu og miklar velferðarbætur, meðal annars í "besta almannatryggingarkerfi heims" á þeim tíma.
Stjórnarmyndun nú með Sjöllum, Framsókn og Vinstri grænum svipar mjög til hinnar óvenjulegu myndunar Nýsköpunarstjórnarinnar 1944. Enn uppsveifla i efnahagslífinu, Kalda stríðið úr sögunni og ESB ekki á dagskrá að sinni að minnsta kosti.
Á jöðrum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna er samt jarðvegur fyrir "villiketti."
Í ljósi þess getur það verið taktísk nauðsyn að formaður Vg verði forsætisráðherra, af því að sá þingflokkur er minni en hjá Sjöllunum og því hættara við því að hann teldi á sig hallað í komandi samstarfi undir forystu stóra flokksins á hinum jaðrinum.
Ef þetta gengur ekki, þá yrði lausnin hugsanlega sú að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í krafti ágætrar reynslu af honum í því embætti í fyrra.
Sætta sig við Katrínu í forsæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rennblautir eru draumar Agnesar Bragadóttur og Hjölla Gutt í Skuggahverfinu.
Skammt á milli og gagnvegir öfgahægris og öfgavinstris.
"Samkvæmt þjóðtrú eru skoffín afkvæmi refs og kattar, þar sem kötturinn er móðirin.
Skuggabaldur er afkvæmi sömu dýra en kemur úr móðurkviði refsins."
"Samkvæmt einni sögn náðu Húnvetningar að króa skuggabaldur af og drepa.
Áður en hann var stunginn mælti hann áhrínisorð. Banamaðurinn hermdi orð skuggabaldurs í baðstofu um kvöld og stökk þá gamall fressköttur á manninn:
Hljóp kötturinn á hann og læsti hann í hálsinn með klóm og kjafti og náðist kötturinn ekki fyrr en höfuðið var stýft af honum en þá var maðurinn dauður."
Þorsteinn Briem, 11.11.2017 kl. 15:11
En ég man ekki eftir að formaður flokks hafi verið vinsælli en flokkurinn einsog staðan með Katrínu er núna.
Varaformaður VG þarf að koma hreint fram og segja hvers vegna hann telur að formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins sé ekki hæfur sem ráðherra
Grímur (IP-tala skráð) 11.11.2017 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.