Rætist spá um úrslitaáhrif Flokks fólksins?

Þrátt fyrir óvægin átök á milli þinglokka yst til hægri og vinstri hefur þrisvar í fullveldissögunni tekist að koma á því sem kallað hefur verið "sögulegar sættir" í íslenskum stjórnmálum. 

Fyrst gerðist það í svonefndri þjóðstjórn 1939, síðan í Nýsköpunarstjórninni 1944-1946 og loks var það í kjölfar ábendingar Morgunblaðsins um slíka stjórn um áramótin 1979-1980 um sögulegar sættir Sjálfstæðismanna og Alþýðubandalagsmanna, sem hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins tók sig til og gekk í stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi, en reynar ekki alveg á þann hátt sem Styrmir og Matthías höfðu hugsað sér. 

Eftir að aðeins eitt ár er liðið síðan Viðreisn sagðist ekki ætla að verða þriðja hjól undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk er eins og að ýmsum í röðum Vinstri grænna sýnist Katrín Jakobsdóttir ætla að leiða Vinstri græna til slíks. 

En vika getur verið langur tími í stjórnmálum og líka eitt ár, og því er það mjög áhugavert ef slíkt tekst nú. 

Í þessum bloggpistlum var því spáð fyrir um daginn að Flokkur fólksins gæti orðið til þess að eiga stóran þátt í því hvernig stjórn yrði mynduð, og miðað við hinn langa og hugsanlega erfiða fund hjá Vinstri grænum í kvöld sýnast vaxandi líkur á því að svo muni verða. 

Þessi langi fundur minnir á afar langan og erfiðan fund Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður, átti með grasrótinni þegar erfiðast gekk í Vinstri stjórninni 2009-2013.  

Af kynnum mínum af stjórnmálastarfi verða slíkir fundir oft miklu erfiðari og menn taka meira inn á sig en á átakafundum við pólitíska andstæðinga. 

Satt að segja var varla hægt annað en að dást að því hvernig Steingrímur fór að því að standa í þessu. 

Miðað við reynsluna af innaflokksátökum þá er varla við því að búast að langur og erfiður fundur nú muni verða líklegur til að lægja allar öldur. 

Utan við fundarstaðinn bíður sú hugsanlega staða að með þáttöku Flokks fólksins í miðju-vinstri stjórn geti myndast álíka staða og í borgarstjórn Reykjavíkur, að minni flokkarnir geti ekki einir upp á sitt eindæmi fellt stjórnarmeirihluta. 

Það ætti að vera eitthvað sem Framsóknarmönnum hugnast betur en stjórnarmeirihluti með eins atkvæðis meirihluta.  Og "villiköttunum" í Vg mun áreiðanlega hugnast slíkt betur en að leiða Sjalla, Bjarna Ben og Framsókn aftur til valda. 

 


mbl.is Svavar hvetur Katrínu til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta var bara pítsuveisla, þar sem Vinstri grænir pöntuðu flatböku með kryddpylsu og mjólkurhristing með glóaldinbragði, og sendu reikninginn til Framsóknarflokksins.

Næst verður náttfatapartí og jólabjór í boði Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 12.11.2017 kl. 22:40

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Steingrímur hefur mikla reynslu af að fást við villiketti. Nú er hann víst á leið í bæinn til að reyna að koma á þá bjöllunni á morgun.

Sjáum hvað setur.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2017 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband